Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.003 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! i il ll j t lli f ! WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 8 og 10. 30 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 3. Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 10.30. bi. 16 ára Nýjasta meistaraverk Woody Allen Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! Sýnd kl. 2, 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 2. m. ensku tali Sýnd kl. 8 og 10.30.  ÓÖH DV Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  V I N S Æ L A S T A M Y N D I N Í U S A U M H E L G I N A EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. b.i. 12. áraSýnd kl. 6, 8 10 og 12. B.I 12 ÁRA Heimsfrumsýningi i Heimsfrumsýning Frá leikstjóra Die Another DayFrá leikstjóra Die Another Day Will Smith er Framlengt til 2. maí Helftina af „kvikmyndaöld-inni“ bar Metro-Goldwyn-Mayer höfuðog herðar yfir önnur kvikmyndaver, í augum bíógesta stóð það fyrir Hollywoodglysið. Þar var ætíð mikil áhersla lögð á lau- flétta og stjörnumprýdda afþrey- ingu sem rataði beint í mark hjá áhorfendum. Annað kom á daginn þegar smekkur bíógesta umsnerist í takt við breyttan tíðaranda of- anverðrar 20. aldarinnar. Fyrr í mánuðinum, þegar það var gleypt af japanska risaveldinu Sony (Col- umbia Pictures), var MGM orðið hnignandi fjölmiðlaveldi. Umfang þess alltof einhliða, það framleiddi og dreifði kvikmyndum og sjón- varpsefni og samanstóð af móð- urfyrirtækinu MGM Studios, sem einnig rak og átti United Artists. Stöðnunin og léleg stjórnun varð því endanlega að falli. „Fleiri stjörnur en á festingunni“ Áratugum saman á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld stóð MGM undir þessum hástemmdu einkunnarorðum hér að ofan. Að komast á samning hjá stærsta kvik- myndaveri Hollywood var eftirsótt stöðutákn, ekki aðeins hjá kvik- myndaleikurum heldur leikstjórum sem öðrum fag- og tæknimönnum í kvikmyndaiðnaðinum. Gráglettni örlaganna hagaði því svo til að sama ár og MGM var stofnað með lúðra- blæstri og söng hóf Columbia Pict- ures göngu sína, nánast án þess að eftir því væri tekið. Columbia mátti jafnan standa í skugganum af MGM og reyndar öllum öðrum kvik- myndaverum Hollywood, því það var gegnum tíðina, ásamt Universal, dvergrisinn í kvikmyndaborginni. MGM varð til árið 1924, við sam- runa þriggja lítilla framleiðenda; Metro Picture, Goldwyn Picture og Louis B. Mayer Pictures, sem öll höfðu starfað innan við áratug. Þriðji áratugurinn var tími mikilla sviptinga í hinum unga kvikmynda- iðnaði og það varð MGM til happs að fá þegar til liðs við sig Irving Thalberg, einn farsælasta framleið- anda sögunnar og goðsögn í iðn- aðinum. „Undrabarnið“ Thalberg var umsvifalaust gerður að fram- leiðslustjóra fyrirtækisins, þótt hann væri aðeins 24 ára gamall. Kvikmyndaverinu var því frá upp- hafi stjórnað af færustu mönnum sem völ var á, allt þangað til að halla tók undan fæti. Gullaldarár MGM Undir handleiðslu Thalbergs tók MGM þegar að blómstra, stefnan var skýrt mörkuð á heimsþekktu vörumerki kvikmyndaversins; undir öskrandi ljónshausnum stóðu hin fleygu orð: „Ars gratia artis“ – „List fyrir listina“. Um miðjan fjórða ára- tuginn var kvikmyndaverið komið á toppinn, ekki síst sakir sígildra kvikmynda sem stóðu undir lof- orðum vörumerkisins. Fjölmargar dáðustu stjörnur kvikmyndaheims- ins, líkt og Greta Garbo, Gary Coo- per, Joan Crawford, James Stewart og Clark Gable, voru samnings- bundnar MGM. Thalberg féll frá í blóma lífsins árið 1936 og Mayer tók við stjórntaumunum. Áherslurnar breyttust því Mayer hugsaði fyrst og síðast um hagnaðinn. Myndir sem höfðuðu til fjöldans urðu meira áberandi en á meðan hinn menning- arlegar sinnaði Thalberg réð ríkjum í kvikmyndaverinu. Mayer tókst afburðavel að sinna bæði listinni og alþýðunni, því fjórði og fimmti áratugur síðustu aldar er kallaður með réttu gullöld MGM. Á þessu tímabili voru frumsýndar of- urvinsælar kvikmyndaperlur á borð við Á hverfanda hveli – Gone With the Wind, Grand Hotel og Galdra- karlinn í Oz (The Wizard of Oz). Meðan ásíðari heimsstyrjöldinni stóð breyttist tónninn hjá kvik- myndaiðnaðinum og stjörnurnar voru á þeytingi um allar jarðir að skemmta hermönnunum og selja ríkisskuldabréf. Tími gafst til að byggja upp teiknimyndadeild, sem stóð lengi föstum fótum með hina sí- vinsælu Tomma og Jenna í far- arbroddi. Þeir voru líkt og flest sem deildin hannaði sköpunarverk snill- inganna Williams Hanna og Josephs Barbera. Að loknum hildarleiknum árið 1945 stokkuðu stjórnendur MGM spilin, þörf var á breytingum og upp rann blómaskeið söngva- og dans- mynda. Kvikmyndaverið hafði á sín- um snærum fjölda hæfileikafólks á þessu sviði, nöfn eins og Ginger Rogers, Frank Sinatra, Fred As- taire, Gene Kelly og Judy Garland. MGM blómstraði fram yfir miðja öldina, en þá fóru að koma í ljós brestir í vinsældum hinna fokdýru söngvamynda kvikmyndaversins, afleiðingin sú að menn fóru að spara en það bitnaði á gæðunum og hagn- aðartölurnar urðu lægri en áður þekktist. Óeining varð innan stjórn- arinnar sem datt að lokum niður á þá lausn að finna nýjan Thalberg. Dore Schary varð fyrir valinu en hann náði ekki að lægja öldurnar innan MGM né að bæta fjárhags- stöðuna svo viðunandi væri. Schary leitaðist við að færa framleiðsluna nær raunveruleikanum en fjær Hollywoodglysinu, sem gerði orðið lítið fyrir kassann. Aðalhluthafinn Mayer setti stjórninni úrslitakosti, annar hvor yrði að víkja, hann eða Schary. Mayer til mikillar undrunar og gremju varð hann undir í slagn- um, 27 ára ferli í fremstu röð móg- úla Hollywoodborgar var þar með lokið. Þrátt fyrir sviptivinda gekk kvik- myndaverið bærilega fram eftir sjötta áratugnum og margar heims- frægar myndir á borð við An Am- erican in Paris, Singing in the Rain og The Asphalt Jungle urðu til í stjórnartíð Scharys. MGM hóf að sýna myndir í CinemaScope, nýrri tækni sem fundin var upp af 20th Century Fox, til höfuðs nýjustu ógninni, sjónvarpinu, sem var í stór- sókn á sjötta áratugnum. Ljónið lækkar róminn Sjónvarpið boðaði breytta tíma í Hollywood, rótgróið veldi kvik- myndaveranna riðaði til falls og MGM var síður en svo undantekn- ing. Örlögin höguðu því svo að 1957, árið sem forkólfurinn Mayer féll frá, var það fyrsta sem kvikmyndaverið sýndi tap á rekstrinum. Árið á und- an hafði einnig reynst erfitt, einkum sakir mikils kostnaðar við gerð myndarinnar Raintree County, en saga hennar var samfelldur hrak- fallabálkur. Aðalkarlleikarinn, Montgomery Clift, lenti í alvarlegu bílslysi, vinkona hans og aðal- leikkonan Elizabeth Taylor neitaði að fá annan leikara í hans stað. Framleiðslan tafðist mánuðum sam- an með óheyrilegum kostnaði og stóð ekki undir væntingum þegar hún var loksins tilbúin til sýningar. Í kjölfarið mátti Schary hirða pok- ann sinn, sem varð ekki til að bæta efnahaginn því skarð hans reyndist ekki auðfyllt. Áföllin riðu yfir. Sjónvarpið gjör- breytti afþreyingarvenjum Banda- ríkjamanna til langframa, byltingin bitnaði illa á kvikmyndaverunum sem voru lengi að eygja nýju mögu- leikana sem jafnframt opnuðust. Um leið og bíógestum fækkaði stór- skaðaðist teiknimyndaframleiðslan og til að bæta gráu ofan á svart lagði MGM nánast aleiguna undir í endurgerð Ben Húr (’59). Kvik- myndaverið náði að bjarga sér frá gjaldþroti (líkt og 20th Century Fox, sem var í svipaðri stöðu á þess- um tíma vegna Kleópötru). Ben Húr gekk afar vel og innbyrti fleiri Ósk- arsverðlaun en nokkur önnur mynd. Hún varð, ásamt Gigi (’58), ein sú mest sótta í sögu fyrirtækisins og stærstu vandræðunum var afstýrt í bili. Stórmyndir á borð við 2001: A Space Oddyssey og Doctor Zhivago reyndust líka góð mixtúra við hæs- inni í gamla ljóninu. Erfiðleikarnir voru samt skammt undan, sem gerði kvikmyndaverið Kvikmyndir | Síðasti gamli Hollywoodrisinn hefur verið tekinn yfir af alþjóðlegu fjölmiðlaveldi Metró-ljónið hljóðnar Um miðjan aprílmánuð urðu tímamót í kvikmyndasögunni þegar hið gamalfræga MGM var selt öðru kvikmyndaveri. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp sögu þessa fornfræga fyrirtækis sem hélt að það lifði að eilífu á fornri frægð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.