Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það var ekki mikið til að öfundast yfir hjá Framsókn, pína og kvöl, smá skjóðuuppbót, nokkrir tittir og fáein minkaskott. Kaupmáttur ráðstöf-unartekna munaukast um tæp 8% á næstu þremur árum ef spár efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins ganga eftir, en þær birtust nú í vikunni í endurskoð- ari þjóðhagsspá fyrir árin 2005 til 2010. Efnahagsskrifstofan spáir því að kaupmáttur launa muni vaxa um 1,8% í ár og 1,2% á næsta ári þrátt fyrir tæplega 4% verðbólgu hvort ár. Þegar þær skattalækkanir koma til framkvæmda sem stjórnvöld hafa þegar ákveðið, eykst kaup- máttur ráðstöfunartekna, þ.e.a.s. þeirra tekna sem eru til ráðstöf- unar þegar skattar hafa verið greiddir, um 1,9% í ár, 3,3% á næsta ári og 2,6% til viðbótar 2007 eða samtals um nærfellt 8%. Kjarasamningar fyrir lang- stærstan hluta vinnumarkaðarins hafa verið gerðir og eru í gildi næstu þrjú árin, nema komi til uppsagnar þeirra við endurskoð- un í haust vegna þróunar verðlags á tímabilinu, en ákvæði þar að lút- andi er að finna í samningunum. Það mun hins vegar ekki koma í ljós fyrr en síðla í haust þegar að endurskoðuninni kemur og mun ráðast að verulegu leyti af þróun verðlags það sem eftir er ársins. Verðlagshækkanir hafa verið verulegar síðustu misserin eins og kunnugt er. Þær eru hins vegar að langstærstum hluta bundnar við gríðarlega hækkun fasteigna- verðs í landinu síðustu mánuðina. Þannig hefur hækkun vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuð- ina, frá aprílmánuði í fyrra til jafn- lengdar í ár, verið 4,3%. Þegar hins vegar þróun vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis er skoðuð fyrir sama tímabil kemur í ljós að hækkunin er ekki nema 1,1%. Hátt gengi íslensku krónunnar hefur gert það að verkum að inn- fluttar vörur hafa lækkað í verði í mörgum tilvikum. Þannig hafa innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkað um rúm 9% í verði og ef allar innfluttar vörur nema áfengi og tóbak eru skoðaðar nemur lækkunin 1,5%. Hækkun á opinberri þjónustu Raunar er það helst opinber og almenn þjónusta sem hafa hækk- að auk fasteignaverðsins undan- farin misseri. Þannig nemur hækkun opinberrar þjónustu tæp- um 7% síðustu tólf mánuðina og önnur þjónusta hefur hækkað um rúm 3%, en þar sem hún vegur tæpan fjórðung í vísitölu neyslu- verðs ræður þessi hækkun tals- verðu um hækkun vísitölunnar síðustu misserin eða 0,8%. Efnahagsskrifstofa fjármála- ráðuneytisins segir að lág verð- bólga undanfarna mánuði, ef hækkun fasteignaverðs og áhrif hækkunar þess á vísitöluna er undanskilin, endurspegli að ein- hverju leyti áhrif alþjóðavæðingar íslenska hagkerfisins. „Mun auð- veldar er nú en áður að nálgast vöru, þjónustu, vinnuafl og fjár- magn á alþjóðamarkaði. Afleið- ingin er minni verðbólga í vörum og þjónustu og aðföngum sem eru í alþjóðlegri samkeppni jafnvel við aðstæður aukinnar innlendrar eft- irspurnar,“ segir þar. Laun hafa hækkað gríðarlega hér á landi síðasta hálfan annan áratuginn eða frá því að svonefnd- ir þjóðarsáttarsamningar voru gerðir árið 1990. Framan af tí- unda áratugnum var launaþróun- in mjög hæg og stóð nánast í stað fyrstu árin, en frá því á miðjum tí- unda áratugnum hafa laun hækk- að ár frá og ári og hefur kaup- máttur vaxið á sama tímabili svo nemur tugum prósenta. Á sama tímabili hefur enda verðlag hald- ist til þess að gera stöðugt og hækkað gjarnan um 2–3% á ári, ef undan er skilið árið 2001 þegar verðlag hækkaði um nærfellt 10%. Það er hins vegar langan veg frá því óðaverðbólguástandi sem ríkti hér á landi í tvo áratugina þar á undan frá árinu 1970–90 þegar verðlag hækkaði ár frá ári um tugi prósenta og kjarasamningar voru gjarnan gerðir til stutts tíma og jafnvel fárra mánaða. Þegar þróunin síðustu árin er skoðuð í tölum kemur í ljós að launahækkun í landinu öllu að meðaltali á síðustu fimmtán árum nemur 130%. Þegar hækkun verð- lags er skoðuð fyrir sama tímabil kemur í ljós að það hefur hækkað um 70% á ofangreindu tímabili. Laun hafa því hækkað nær tvöfalt meira en verðlag á ofangreindu tímabili og kaupmáttur almenn- ings því aukist sem því nemur á þessum fimmtán árum. Þegar síðustu fimm árin eru skoðuð eða tímabilið frá aldamót- um kemur í ljós að laun hafa hækkað að meðaltali um tæp 40% samkvæmt mælingum launavísi- tölu Hagstofu Íslands. Verðlag hefur hækkað um 23% á sama tímabili og því er einnig um veru- lega og áframhaldandi kaupmátt- araukningu að ræða síðustu árin. Kaupmáttur ráðstöfunartekna ræðst síðan af því hvaða breyting- ar eru gerðar á álagningu opin- berra gjalda. Stjórnvöld hafa ákveðið að lækka tekjuskatt og því munu ráðstöfunartekjur aukast talsvert umfram það sem laun hækka meira en verðlag næstu misserin. Fréttaskýring | Ný spá fjármálaráðuneyt- isins birt um kaupmátt ráðstöfunartekna 8% hækkun á þremur árum Laun hafa hækkað nær tvöfalt meira en verðlag á fimmtán árum frá árinu 1990                                              Laun hafa hækkað nær tvöfalt á við verðlag. Þriðjungshækkun íbúðaverðs á einu ári  Hækkun fasteignaverðs ræður mestu um verðlagshækkanir síð- ustu misserin. Þannig nam hækkun íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu 32% á einu ári í febrúar síðastliðnum og voru tveir þriðju hlutar hækkunar- innar tilkomnir frá því í septem- ber. Hækkun á landinu öllu nam 24%. Hækkun fasteignaverðs er einkum rakin til aukinna lána- möguleika með tilkomu íbúða- lána bankanna. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.