Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óvenju margar fréttirliðinna daga, hérsem erlendis, vöktukuldahroll í siðuðufólki. Þar hafði lík- legast vinninginn sú, er barst okk- ur á öldum ljósvakans 25. apríl síðastliðinn, og var í meðförum RÚV á þessa leið: Líkamshlutar ganga kaupum og sölum hjá norskum læknanemum við háskólann í Debrecen í Ungverjalandi. Nemarnir segja þetta hafa viðgengist árum saman en lík- amshlutana hafa þeir fengið með því að múta næturverði við skólann. Norskir fréttamenn heimsóttu landa sinn í háskól- anum, sá átti tíu mannsheila í dalli heima. Tvö hundruð Norðmenn eru í lækna- og tannlæknanámi við háskólann í Debrecen. Námið er strembið og fall mikið. Menn gera því flest til að reyna að ná prófunum og gegn greiðslu hafa margir notið sérstakrar fyrir- greiðslu hjá næturverði í krufningadeild skólans og fengið að heimsækja líkhúsið að næturþeli og hafa á brott með sér líkams- hluta sem nemarnir svo nota til að æfa sig á. Fréttamenn TV2-sjónvarpsstöðvarinnar ræddu við fjölmarga norska læknanema; þeir könnuðust allir við að hafa keypt lík- amshluta til að æfa sig á og nefnt var dæmi um nema sem hafði geymt lík í baðkarinu heima hjá sér í marga daga og annar sýndi fréttamönnum tíu mannsheila sem hann geymdi í dalli heima hjá sér … Flesta setti hljóða við þessi ósköp. Þó kannski ekki vegna sjálfs gjörningsins, jafn ógeðs- legur og hann nú er, heldur frekar eða a.m.k. ekki síður vegna þjóð- ernis umræddra læknanema. Maður hefði ekki kippst jafn harkalega við ef þetta hefðu verið íbúar landa þar sem mannréttindi og almennt siðferði er á lágu plani, eins og daglega berst okkur í fjölmiðlum, t.a.m. í Austur- Evrópu eða Afríku, en þegar um er að ræða sjálfa frændur okkar úr Noregi, sem í augum umheims- ins eru og hafa alla tíð verið þekktir fyrir allt annað, og einmitt á hinn veginn, þá sperrast eyru og óhugnaðurinn og glæpurinn verð- ur sýnilegri en ella. En auðvitað er þetta ekki sanngjarnt. Það leynast nefnilega skemmdir ávextir í öllum jurtagörðum. Enda var ekki lengi að bíða viðbragða „að heiman“, þaðan sem athæfið var harðlega fordæmt. Og skyldi engan undra. Þessi atburður sýnir vel hvað gerist, þegar umferðarreglur samfélagsins, byggðar á orði Guðs, eru hunsaðar. Hin björtustu gildi fótum troðin og þeim nauðg- að. Það verður eiginlega ekki dýpra sokkið. Engum á að líðast að olnboga sig áfram á þennan hátt í lífinu, þótt stundum geti verið erfitt að komast að markinu. Virðing er nauðsynleg til að þetta megi allt ganga snurðulaust – einnig fyrir hinum látnu. Slík hugsun er eitt af einkennum kristindómsins. Og einmitt ástæðan fyrir því, að við gerum okkur ferðir til að hlúa að leiðum ástvina okkar, sem burtu eru farnir til annars veruleika, sýna þeim ræktarmerki. Þeir eru og verða ávallt óaðskiljanlegur hluti sköpunarverksins. Grafirnar eru vitnisburður um allt það, sem einstaklingarnir voru á hérvistar- dögum sínum, fjölskyldunni og vinunum og náunganum, og í raun eru þetta heilagir staðir, þessir litlu reitir sem geyma búnaðinn jarðneska og minningarnar dýr- mætu. Orð Steins Steinarr koma upp í hugann í því sambandi, en í einu ljóða hans er þetta: Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa er, hár mitt struku einn horfinn dag. Allt þetta leiðir hugann að nokkru, sem ég rakst á á ferð minni um Ísland í fyrrasumar, en þar var áberandi og sláandi hvað margir kirkjugarðar voru illa hirtir. Í sumum var eins og eng- inn hefði komið til að snurfusa í mörg ár, kafgresi huldi þar allt og girðingar voru í megnasta ólestri – ryðbrunnar, fúnar eða af öðrum orsökum brotnar. Þetta er afsak- anlegt að einhverju leyti þegar enginn býr lengur í viðkomandi sókn, eins og víða er í dreifbýlinu, einkum afskekktustu byggðum, en í þeim tilvikum ætti yfirstjórn þjóðkirkjunnar að bera skylda til að láta vinna það sem nauðsynlegt er, til að standa undir því sem ég hef verið að nefna. Hitt er öllu verra, þegar framtaksleysið eitt á þarna sök að máli, og á því ber sama aðila að taka, þótt með öðr- um formerkjum sé. Það er ein- faldlega ekki líðandi að málum sé háttað á þennan veg, hinum dánu sýnd þessi óvirðing. Hér verður að bæta úr. Þetta er spurning um mannlega reisn. Alveg eins og var í Ungverjalandi. Það er við hæfi að enda þennan pistil á tilvísun í Sólarljóð, ís- lenskt kvæði frá 12. eða 13. öld, en þar segir undir lokin: Hér vit skiljumk, ok hittask munum á feginsdegi fíra; dróttinn minn! gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa! Morgunblaðið/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Kristnar þjóðir vilja meina, að þær tilheyri og fylgi bestu og göfugustu trúarbrögðum heims, þar sem kærleikurinn umvefur allt og mildin ríkir og virðingin fyrir mannskepnunni. Sigurður Ægisson gerir að umtalsefni í pistli dagsins atriði, sem þessu tengist. Mannleg reisn HUGVEKJA ALLIR íslenskir friðargæsluliðar eru tryggðir sérstaklega á vegum ríkisins þegar þeir eru erlendis vegna starfa sinna. Sú trygging er ekki á vegum Tryggingastofnunar ríkisins heldur er um að ræða sér- staka viðbótartryggingu á vegum utanríkisráðuneytis og fjármála- ráðuneytis og fá allir friðargæslulið- ar sérstaka yfirlýsingu þar um. Þetta kemur fram í greinargerð TR um tryggingamál friðargæsluliða sem fer hér á eftir: „Vinnuslysatrygging samkvæmt III. kafla laga um almannatrygg- ingar nr. 117/1993 er ákveðin grunntrygging vegna vinnuslysa sem á sér langa sögu. Bætur þess- arar slysatryggingar eru einungis lágar grunnbætur og langflestir vinnuveitendur tryggja sína laun- þega einnig annars staðar. Bætur samkvæmt slysatryggingu al- mannatrygginga eru langt frá því að teljast vera fullar bætur fyrir tjón, t.d. ef miðað er við bætur sam- kvæmt skaðabótalögum. Um er að ræða endurgreiðslu á sjúkrakostn- aði, dagpeninga ef viðkomandi miss- ir laun, kr. 1.074 á dag, staðlaðar ör- orkubætur sem miðast við fjárhæð fulls örorkulífeyris (kr. 21.993 á mánuði fyrir fulla örorku) og staðl- aðar dánarbætur ef því er að skipta. Í lögum um almannatryggingar er skilgreint til hvaða slysa trygg- ingin taki og er Tryggingastofnun bundin af þeim skilgreiningum. Launþegar eru tryggðir við vinnu þegar þeir eru á vinnustað á þeim tíma sem þeim er ætlað að vera að störfum, svo og í matar- og kaffitím- um. Launþegar eru einnig tryggðir í sendiferðum í þágu atvinnurekstr- ar eða í nauðsynlegum ferðum milli heimilis og vinnustaðar. Sama gildir um lengri ferðir af þessu tagi ef starfsmaður er á launum hjá vinnu- veitanda á ferðinni.“ Átt við utanaðkomandi atburð „Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans. Slys telst ekki verða við vinnu ef það hlýst af athöfnum slasaða sjálfs sem ekki standa í neinu sambandi við vinnuna. Sérstök undantekning er gerð varðandi sjómenn, en þeir eru alltaf tryggðir um borð í skipi sínu og þegar þeir eru staddir ásamt skipinu utan heimahafnar skips eða útgerðarstaðar. Öðrum undantekningum er ekki fyrir að fara og engar sérreglur eru um frið- argæsluliða eða aðra sem starfa er- lendis á vegum íslenska ríkisins. Almennt gildir vinnuslysatrygg- ingin eingöngu um launþega sem starfa hér á Íslandi. Í sérstökum undantekningartilvikum er þó hægt að sækja um að launþegar séu áfram tryggðir meðan þeir starfa erlendis fyrir aðila sem hefur aðset- ur og starfsemi á Íslandi og laun hans eru greidd hér á landi. Trygg- ingin verður þó ekki að sólarhring- stryggingu við það heldur gildir hún eingöngu þegar menn eru að störf- um á vinnutíma. Rétt er að geta þess að vinnu- slysatrygging almannatrygginga er ekki eina slysatryggingin sem rík- isstarfsmenn hafa. Allir ríkisstarfs- menn eru tryggðir sólarhring- stryggingu á vegum ríkisins, hvort sem þeir eru í vinnu eða utan henn- ar. Sú trygging er í umsjón ríkislög- manns og um hana gildar reglur nr. 30/1990 (um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi) og reglur nr. 31/ 1990 (um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs). Enn fremur hefur utanríkisráðuneytið upplýst að allir friðargæsluliðar séu tryggðir sér- staklega á vegum ríkisins þegar þeir eru erlendis vegna starfa sinna. Sú trygging er ekki á vegum Trygg- ingastofnunar heldur er um að ræða sérstaka viðbótartryggingu á veg- um utanríkisráðuneytis og fjár- málaráðuneytis og fá allir friðar- gæsluliðar sérstaka yfirlýsingu þar um.“ Friðargæsluliðar tryggðir utan TR GOLFKLÚBBUR Kópavogs og Garðarbæjar, GKG, hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Viðurkenninguna, sem afhent var í Ráðhúsi Garðabæjar, fær GKG fyrir skipu- lag og vinnslu barna- og unglingastarfs innan klúbbs- ins. Er GKG fyrsti golfklúbburinn til að hljóta þennan heiður hjá ÍSÍ. Á myndinni eru forsvarsmenn GKG ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra Garða- bæjar, með viðurkenningarskjöl sem Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti. Alls hafa 40 deildir og félög hlotið þessa viðurkenningu en íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur ákveðið að gera þá kröfu til íþrótta- félaga sem óska eftir framlögum frá bæjarfélaginu að þau séu viðurkennd sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Morgunblaðið/Golli GKG fyrstur golfklúbba orðinn fyrirmyndarfélag hjá ÍSÍ GEISLAVARNIR ríkisins, Land- læknisembættið, Krabbameins- félagið og Félag íslenskra húð- lækna hafa undanfarin tvö ár vakið athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðleg- um áhrifum geislunar frá ljósa- bekkjum og sól og að brúnn húðlit- ur eftir slík sólböð geti verið merki um skemmdir í húðinni sem geta leitt til ótímabærrar öldrunar húð- arinnar og jafnvel til húðkrabba- meins. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar tók undir áskorun þessara aðila um að fermingarbörn og forráðamenn þeirra hefðu þetta í huga. Jafnframt vildi félagið vekja athygli á því að til er önnur leið fyrir þá sem sækjast eftir brúnum húðlit, það er notkun svonefnds brúnkukrems, sem talið er skaðlaust. Öll börn í Hafnarfirði, í Garðabæ og á Álftanesi fædd árið 1991, alls um 530 börn, fengu senda túpu með L’Oréal Sublime brúnku- kremi ásamt skilaboðum frá félag- inu. Þeir sem lögðu þessu átaki lið voru Glóbus hf., Sparisjóður Hafn- arfjarðar, Sjóvá í Hafnarfirði og Landsteinar Strengur. Stjórn Krabbameinsfélags Hafn- arfjarðar hefur nýlega skorað á sveitarstjórnir á félagssvæði sínu að þær hætti að bjóða ljósböð í ljósabekkjum í íþróttamannvirkjum á sínum vegum, líkt og ákveðið hef- ur verið í Reykjavík, Skagafirði og víðar. Tíðni húðkrabbameins hér á landi hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og er það meðal annars rakið til aukinnar ljósabekkjanotkunar. Því telur Krabbameinsfélag Hafn- arfjarðar mikilvægt að opinberir aðilar grípi til ráðstafana sem í þeirra valdi standa til að sýna gott fordæmi og bregðast við ábending- um frá húðlæknum og öðrum, segir í fréttatilkynningu. Ljósaböðum verði hætt í íþróttamannvirkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.