Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðríður JónaGuðmundsdóttir Waage fæddist á Hrafnseyri við Arnar- fjörð 26. júlí 1914. Hún lést á dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Magnússon Waage og Jóna Ágústína Jónsdóttir. Systir Jónu sam- mæðra var Gyða Waage Ólafsdóttir, systkini hennar sam- feðra voru Guðbjörg, Himinbjörg, Magnús, Jónína, Sigríður, Jóna, Jensína, Jóhanna Oddný og Kjart- an. Jóna hóf búskap árið 1938 með Jóni Andrési Kjartanssyni, f. 15. mars 1913, d. 6. október 1977, syni Kjartans Ólafssonar og Sigríðar Jónsdóttur frá Miklagarði í Eyja- firði. Börn Jónu og Jóns eru: 1) Marinó, f. 6. nóvember 1939, d. 18. maí 2004, kvæntur Hrönn Há- mundardóttur f. 12. febrúar 1944. Börn þeirra eru: Jón Hámundur f. 11. febrúar 1961, Nanna Guðrún, f. 25. febrúar 1962, Edda Lydia, f. 19. júní 1966, Eydís Ásta, f. 11. apríl 1972, Vala Dögg, f. 26. júní 1975 og Marinó, f. 14. febr- úar 1977. 2) Sigríður Ásta, f. 22. október 1941, gift Jóhanni Ragnarssyni f. 7. febrúar 1942. Börn Sigríðar eru María Ragnheiður f. 21. ágúst 1958, Jón Óð- inn f. 29. apríl 1963 og Andrea f. 8. ágúst 1970, sonur Jóhanns er Ragnar Ævar f. 21. janúar 1975. 3) Lydia Ágústa, f. 19. nóvember 1949, gift Helga Kristinssyni f. 4. desember 1948. Synir þeirra eru Vilberg f. 15. ágúst 1973 og Jón Kristinn f. 2. september 1982. Barnabarnabörn Jónu eru 21. Jóna og Jón voru fyrstu sambúð- arár sín við búskap í Eyjafirði, en fluttu til Akureyrar 1944 og bjuggu þar upp frá því. Jóna starf- aði lengst við Samkomuhús bæjar- ins ásamt Jóni manni sínum, en einnig vann hún ýmis önnur störf. Útför Jónu fór fram 8. apríl. Vertu sæl! mamma, við skulum muna allt það, er okkur þú veittir. Á æskunnar stundum ylríka lófa þú lagðir lítinn á vanga, barnshugans gleði þú glæddir. Gleðji þig Drottinn. Á fullþroska árum þú okkur ástrík varst móðir, börn okkar barst þú og leiddir, þeim blíðust varst amma, á ömmubörnin þú lagðir lófana hlýja. Vinkona vinanna þinna varstu með sóma. Guð okkur gaf þín að njóta, gleymast má ekki honum að þakka og hlýða, sem hjálpar og gleður. Styrk hann þér veiti að standa á stundum þungum. Honum er framtíð til falin í frelsarans nafni. Kveðjublik kvöldroðans ljóma á kyrrlátum stundum. Bros þinna minninga bera birtu og gleði, verma sem vorgeislar hlýir, veikbyggðu stráin. Vertu sæl! mamma við þér ei gleymum. (Höf. ókunnur.) Kveðja, dætur. Hún amma. Ung tekin frá móður og systur og látin vinna myrkranna á milli. Gamall maður á bænum bjó við sömu kjör og hún. Hann kenndi henni að ganga beinni í baki og vera stolt, kenndi henni að vinna svo að hennar meðfædda orka fékk útrás í þræl- dómnum sem á hana var lagður svo hún styrktist í stað þess að bugast. Hún amma. Ung stúlka við kaupa- vinnu. Eftir erfiðan dag við engja- slátt, er henni borinn á borð hrær- ingur í kvöldmat. Hún hellir úr skálinni á borðið, svona er ekki vinnu- fólki bjóðandi eftir erfiðan dag. Hús- freyjan er furðu lostin, en augu stúlk- unnar skjóta gneistum. Húsfreyjan biðst afsökunar og bætir kostinn. Í samtölum lýsir hún stúlkunni sem forkunnarduglegri en höfuðvargi. Stúlkan heyrir þetta og er stolt af lýs- ingunni. Hún amma. Réð sig til vinnu á hæli fyrir berklasjúklinga. Hana sveið sárt að sjá allt unga fólkið sem var veikt á hælinu. En þarna starfaði ungur vinnumaður, fallegur og góður maður, hún varð ástfangin og hóf bú- skap með unga manninum, stofnaði með honum fjölskyldu sem varð henni allt í lífinu. Hún amma. Með franskt blóð í æð- um sagði hún, blóðhitinn þaðan kom- inn. Barnabörnum hennar lærðist að eiga ekki orðastað við hana fyrir fyrsta kaffibollann á morgnana, en að honum loknum var enginn kærleiks- ríkari. Trúarhitinn líka jafn sterkur, en ekki borinn á borð fyrir neinn, það var ekki hennar stíll. Hún amma. Og afi. Hann rólegur, en lúmskt stríðinn. Situr við eldhús- borðið meðan hún sinnir matseld, hnífapör eru ekki komin á borðið. Á að borða með fingrunum í dag? spyr hann, hún rýkur upp og ýtir honum til hliðar svo hún komist í hnífapara- skúffuna sem hann situr upp við. Barnabarn situr við borðið og horfir skelkað á ömmu sína, en það er ást í dökkum augum ömmunnar svo barn- ið skilur að það er allt í lagi. Hún amma. Komin til Guðs síns sem hún trúði svo heitt á. Þar eru líka afi og Marri frændi og líka fleiri sem hún hafði vissu um að biðu hennar. Eftir sitjum við með minningu um ömmu sem snerti líf okkar svo ótrú- lega mikið. María, Jón Óðinn og Andrea. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Tengdamamma, amma og langamma. Okkur, fjölskyldu drengsins þíns hans Marinós sem lést árið 2004, langar að þakka þér og afa Jóni Kjartanssyni, alla hlýjuna og kær- leikann í gegnum árin, afi lést árið 1977 og var það mikill missir fyrir okkur öll. Nú yfirgafst þú okkur og fórst yfir til þeirra sem þótti líka svo vænt um þig. Þú hefur gefið svo mik- ið til svo margra í gegnum árin, hélst áfram kærleikanum sem þú og afi byggðuð lífið á. Þökkum fyrir allt og allt, Hrönn, Jón, Nanna, Edda, Eydís, Vala, Marinó og fjölskyldur. JÓNA G. WAAGE Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiksyl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. (Höf. ókunnur.) Kveðja, barnabarnabörnin. HINSTA KVEÐJA Elskulegur faðir okkar, JÓNAS KRISTJÁN EINARSSON frá Hjalteyri, lést á heimili sínu, Sjömannshjemmet í Stavern, Noregi, fimmtudaginn 14. apríl sl. Útförin fór fram í Larvik, Noregi, föstudaginn 22. apríl sl. Þökkum auðsýnda samúð. Kristenn Einarsson, Einar J. Einarsson, Hafdís Einarsson, Jónas Einarsson jr. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÖRUNDUR KRISTINSSON skipstjóri, Foldasmára 11, Kópavogi, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi sunnu- daginn 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 4. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Auður Waagfjörd Jónsdóttir, Kristinn Jörundsson, Steinunn Helgadóttir, Kristín Bára Jörundsdóttir, Eiríkur Mikkaelsson, Jón Sævar Jörundsson, Rita Sigurgarðsdóttir, Alda Guðrún Jörundsdóttir, Jóhann G. Hlöðversson, Anna Sigríður Jörundsdóttir, Bjarni Kr. Jóhannsson, Jörundur Jörundsson, Áslaug Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BALDUR INGVARSSON, Sólbrekku 14, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga laugar- daginn 23. apríl sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Guð blessi ykkur öll. Anna Jónína Valgeirsdóttir, Þorgeir Baldursson, Emma Hulda Steinarsdóttir, Valgeir Baldursson, Inga Maren Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, HJÁLMAR S. HELGASON, Holtagerði 84, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánu- daginn 2. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Kristbjörg Pétursdóttir, Þórir Hjálmarsson, Magni Hjálmarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, ODDGEIR JÓHANNSSON skipstjóri, Þrastanesi 22, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 3. maí kl. 13.00. Margrét Rós Jóhannesdóttir. Ægir Oddgeirsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Jóhann Adolf Oddgeirsson, Rut Sigurvinsdóttir, Oddgeir Björn Oddgeirsson, Rannveig Aðalheiður Oddgeirsdóttir, Steinunn Guðjónsdóttir, barnabörn og systkini. Ég kynntist Stellu þegar við fórum að vinna saman á þjón- ustuborði Deben- hams. Ég fann strax að þetta var stelpa sem gaman var að vinna með. Stella hafði yndislega nærveru og ekki má gleyma fal- lega og geislandi brosinu hennar. Þegar ég hugsa til baka þá voru allir dagarnir sem að ég vann með Stellu skemmtilegir. Það var alltaf gaman hjá okkur og gátum við hlegið mikið saman. Alltaf gátum við talað saman um dans og áttum við það sameig- STELLA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Stella Björns-dóttir fæddist í Borås í Svíþjóð 9. júlí 1986. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 10. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digranes- kirkju 20. apríl. inlegt að hafa unun af dansi. Stella var mjög listræn og hafði ákveðnar skoðanir á því hvað henni fannst flott og hvað ekki. Þeir voru ófáir pakk- arnir sem við pökk- uðum inn í vinnunni og kenndi hún mér margar sniðugar að- ferðir við að gera pakkana sem glæsi- legasta. Elsku Stella mín. Þín á eftir að verða sárt saknað á þjón- ustuborðinu og í hvert skipti sem ég á eftir að pakka inn pakka og gera slaufuna, sem þú kenndir mér að gera, á ég eftir að hugsa til þín og sjá fyrir mér fallegasta engilinn á himninum. Fjölskyldu þinni og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Kristíana Kristjánsdóttir (Nana). Það er alltaf sárt þegar Guð ákveður að taka til sín manneskjur á svona snögglegan og óvæntan hátt. En Guð hefur sínar leiðir og sínar ástæður sem okkur er e.t.v. ekki ætlað að skilja. Við viljum þakka Stellu fyrir þær yndislegu stundir sem við fengum að njóta með henni. Stella kom alltaf fram við alla sem jafn- ingja og hennar góðu nærveru munum við minnast um ókomna tíð. Þó að hún hafi látið fara lítið fyrir sér var hún alltaf jafn dug- leg, jákvæð og hafði góð áhrif á alla í kringum sig hvert sem hún fór. Við getum aldrei þakkað nóg fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari yndislegu stúlku sem Stella var. Fjölskyldu Stellu og öðrum að- standendum viljum við votta okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.