Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236 Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849 Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207 Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjánss. 4366925 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987 Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644 Hveragerði Sveinn og Erna 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 456 1349 Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488 Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338 Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945 Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655 Vestmannaeyjar Guðrún Kristín Sigurgeirsd. 481 3293 699 3293 Vík í Mýrdal Æsa Gísladóttir 867 2389 Vogar Una Jóna Óafsdóttir 421 6910 663 0167 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438 Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515 DREIFING MORGUNBLAÐSINS Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÍ Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknis- fræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík dagana 21. og 22. júní 2005. Staður og stund verða tilkynnt próftak- endum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig til inntökuprófsins fyrir 5. júní 2005. Skráning er undir umsjón Nemendaskrár Háskóla Íslands og er skráningareyðublað að finna á Háskólavefnum www.hi.is og á skrifstofu Nemendaskrár í Aðalbyggingu Háskólans. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niður- staða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2005 fá 48 nemendur í læknisfræði og 20 í sjúkraþjálfun rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 20. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild eiga þess kost að skrásetja sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningar- gjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um inntökuprófið og dæmi um prófspurn- ingar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands www.hi.is/nam/laek. SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR Í KOSNINGABARÁTTUNNI vorið 2003 vakti það nokkurn ugg í brjóstum margra stjórnarandstæð- inga að Samfylkingin reyndist með öllu ófáanleg til að lýsa yfir að hún myndi mynda stjórn með stjórn- arandstöðunni að kosningum liðn- um ef ráðstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks missti meirihluta sinn. Þó kastaði tólfunum þegar spurðist að Samfylkingin hefði sent formanni Fram- sóknarflokksins á kjördag þau skilaboð að hún væri reiðubúin að styðja hann í emb- ætti forsætisráðherra, ef hann vildi svo vel gera að semja við fylkinguna um rík- isstjórn. Því boði fylgdu engir skilmálar og hafði raunar ekk- ert annað í för með sér, en að for- maður Sjálfstæðisflokksins tapaði embættinu. Nú hefir forysta Samfylkingar auðvitað gert sér grein fyrir að formaður Framsóknarflokksins myndi aldrei semja um neina bót eða betrun á þeim þrælatökum, sem landsmenn hafa verið beittir í nýtingu auðlinda sjávarins. Þar af leiðandi virðist sem forystumenn Samfylkingarinnar hafi verið reiðu- búnir að kaupa völdin því verði, svo það eitt út af fyrir sig sé tekið með í reikninginn. Fyrir því er það, að undirritaður sér ástæðu til að rifja upp dæmi um málafylgju Samfylkingar í því örlagamáli. Samfylkingin átti þrjá fulltrúa í hinni svonefndu Auð- lindanefnd. Undir álit hennar skrif- uðu þeir allir fyrirvaralaust. Mátti þó öllum augljóst vera, að það álit var sniðið að vilja kvótaflokkanna, enda völdu fulltrúar útgerðaraðals- ins þegar í stað þá leið, sem um hafði verið samið bak við tjöldin, og auðlindagjaldið auðvitað „húm- búkk“ að engu hafandi. Enda hefir nú þegar komið á daginn að felld hafa verið niður af útgerðinni hærri gjöld en sem auðlindagjald- inu nemur. Einn einarðasti andstæðingur kvótakerfisins var frá upphafi Ell- ert Schram. Ritaði hann skarpari ádeilugreinar á ófarnaðinn en flest- ir aðrir. Fyrir skemmstu brá nýrra við. Kappinn Ellert lýsti því yfir í blaðagrein að hann teldi gripdeild- arkerfi sjávarútvegsins komið til að vera! Þetta eru mikil og óvænt von- brigði, og áreiðanlega mörgum þeim, sem studdu hann til fram- boðs, og kusu á lista Samfylkingar í síðustu alþingiskosningum vegna drengilegrar af- stöðu hans til kvóta- kerfisins, enda var engin önnur ný mála- fylgja með honum í för. Í kjölfar þessara miklu vonbrigða birti þó til í hugskoti grein- arhöfundar við lestur greinar formanns Samfylkingar í Morg- unblaðinu 11. apríl sl. Þar lýsir formaðurinn yfir því að ríkisstjórn Samfylkingar muni beita sér fyrir raunverulegri sátt um veiðar á Íslandsmiðum. Þar þurfi traustur rekstrar- grundvöllur að falla að réttlætisvit- und almennings. ,,Möguleikar á ný- liðun og frumkvæði atorkumanna verða að vera fyrir hendi. Þetta er grundvallaratriði,“ segir orðrétt í grein formannsins. Guð láti gott á vita, enda ber þess að geta, að ýmsir af forystumönnum Samfylk- ingar hafa beitt sér af einlægni gegn kvótakerfinu. Hafa þar farið fremstir alþingismennirnir Jóhann Ársælsson, Gísli Einarsson, Karl V. Matthíasson og marga fleiri mætti nefna. Til eins dregur um örlög sitjandi ráðstjórnar. Þessvegna er nauðsyn- legt að stjórnarandstaðan búist um rammlega að taka við stjórn- artaumum. Hennar bíða mikil verkefni að leiðrétta það ógnarlega misrétti, sem ríkir í samfélaginu. Losa það undan ófrelsi og ógn- arstjórn, þegar af léttir þeirri ótíð, sem landsmenn hafa alltof lengi mátt búa við. Á hinn bóginn: Ef flokkar ætla að binda trúss sitt við Framsókn binda þeir ráð sitt við refshala. Refshalinn Sverrir Hermannsson rifjar upp atriði í kosninga- baráttunni 2003 ’Ef flokkar ætla aðbinda trúss sitt við Framsókn binda þeir ráð sitt við refshala.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Í NÝLEGRI yfirlýsingu for- stöðumanna fimmtán safna víðs- vegar af landinu í Morgunblaðinu 16. þ.m. segir m.a.: „Mikil gróska hefur verið í uppbyggingu og rekstri margs konar safna und- anfarin 10–15 ár og má í því sambandi tala um vakningu meðal safnamanna, stjórnmálamanna og þorra landsmanna. Miklum menning- arverðmætum hefur verið bjargað og komið til sýningar þar sem nýjar leiðir í miðlun og rekstri hafa verið reyndar og aðsókn og áhugi almennings hefur aukist stórlega.“ Söfnin virka ekki lengur eins og „kalk- aðar“ grafir gamalla hluta heldur lifandi vettvangur fyrir fræðslu og miðlun þjóðarsögunnar. Þetta eru orð að sönnu. Hér hefur í raun orðið blessunarleg bylting sem eykur sókn að söfn- unum og áhuga fólks fyrir sögu einstakra héraða og þjóðarsögunni í öllum sínum mikla fjölbreyti- leika. Þessi þróun hefur glatt mig stórlega. Í störfum mínum sem bókaútgefandi og ritstjóri und- anfarna áratugi hefi ég fylgst náið með þessari framvindu og reynt eftir fremsta megni að kynna hana í þeim ritum sem fjalla um landið og söguna og ég hefi gefið út og/ eða ritstýrt. Eitt er það safn sem mér finnst sérstök ástæða til að nefna og hvetja fólk til að skoða. Þar á ég við hið einstæða Sögusafn í Perlunni í Reykjavík. Þar hefur hugsjóna- og listamaðurinn Ernst Backman farið nýjar leiðir í miðl- un fróðleiks og sett upp ásamt fjölskyldu sinni „Lifandi safn sem „endurspeglar“ þá atburði sem best lýsa sögu okkar, skópu örlög alþýðunnar og sýna forvitnilegar hliðar á landi og þjóð.“ Listamað- urinn hefur gert eftirmyndir af sögufrægum persónum eftir mannlýsingum sem finna má í fornum ritum. Fatnaður, vopn og hversdagslegir hlutir eru búnir til með aðferðum forfeðranna og allt gert eins eðlilegt og kostur er. Þar er sannarlega ekki um kalkaða gröf að ræða. Í Sögusafninu getur að líta í fyrsta sinn á einum stað hér á landi sögufrægar persónur og stórviðburði Ís- landssögunnar, frá landnámi til siðaskipta. Hin hugvitssamlega uppsetning safnsins veldur því að menn og atburðir standa ljóslif- andi fyrir augum fólks, þótt eftirmyndir séu. Uppsetning Sögu- safnsins er menningar- afrek sem á skilið hvers konar stuðning og viðurkenningu. Það er vonandi að Ernst og hans fólki takist að auka árum og at- burðum við söguna í safninu allt fram á síðustu öld, af nógu er að taka. Það sýnist vera sjálfsagður hluti af Íslandssögunámi í grunn- skólum landsins, og gæti flokkast undir menningartengda ferðaþjón- ustu, að nemendur heimsæki Sögusafnið og komist þannig í nána snertingu við menn og at- burði liðinna alda. Vert er að geta þess sérstaklega að safngestir fá í hendur lítið leið- sögutæki sem leiðir þá í réttri tímaröð um sýninguna. Þar ræður hver sínum skoðunartíma. Þar er sagan sögð og dregin fram margs konar atriði sem fylla nánar í þær stórkostlegu sögumyndir sem við augum blasa. Leiðarlýsingin um safnið er til á mörgum tungu- málum og því er tilvalið að bjóða þangað áhugasömum útlendingum. Í Sögusafninu eru perlur Íslands- sögunnar gæddar lífi. Sögusafnið er perlan í Perlunni. Einstakt menningarafrek Örlygur Hálfdanarson fjallar um sögusafn í Perlunni Örlygur Hálfdánarson ’Í Sögusafninueru perlur Ís- landssögunnar gæddar lífi. Sögusafnið er perlan í Perl- unni.‘ Höfundur er bókaútgefandi og ritstjóri. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.