Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ hætt við að láta trollið fara og ég bor- inn á lestarlúgu inn í skipið. Stakk- urinn og klofstígvélin voru klippt ut- an af mér og eins buxnaskálmin og sokkurinn á hægri fæti. Ökklinn var allur í kurli, beinendarnir stóðu út úr fætinum og beinflísar í stígvélinu.“ Á þessum tíma var engin björgun- arþyrla til taks og strax sett á fulla ferð til næstu hafnar á Ísafirði. Haft var samband við lækni á Ísafirði um talstöð og farið að hans ráðum. Kjart- ani var gefin morfínsprauta, hann segist hafa dofnað allur og ekki verið tiltakanlega kvalinn. Þegar til Ísa- fjarðar kom eftir erfiða siglingu í vonskuveðri var lagst utan á vöru- flutningaskip. Kjartan var settur á vörubretti, ásamt skipverja sem studdi við hann, og þeir hífðir í land með skipskrananum á flutningaskip- inu. „Ég var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Ísafirði þar sem Úlfur Gunn- arsson læknir, aðstoðarlæknar og hjúkrunarfólk tóku á móti mér. Ég var strax fluttur á skurðstofu þar sem reynt var að tjasla fætinum sam- an. Ég var á Fjórðungssjúkrahúsinu í nokkra daga. Það komst drep í sárið og um tíma leit út fyrir að ég missti fótinn. Þá hringdi ég í Vilhelm Þor- steinsson útgerðarstjóra og sagði að mér litist ekki á ástandið og vildi komast til Reykjavíkur á spítala. Stuttu seinna var komin sjúkraflug- vél á Ísafjarðarflugvöll og flutti mig suður. Fyrir það verð ég Vilhelm allt- af þakklátur því ég tel að þetta hafi bjargað fætinum.“ Kjartan var fluttur á bæklunar- deild Landspítalans þar sem lækn- arnir Stefán Haraldsson og Árni Björnsson tóku við honum. Gerð var aðgerð á fætinum og flutt húð á sárið. Það tókst að bjarga fætinum. Kjart- an var síðan fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem hann lá um hríð. „Þá var ég aðeins farinn að geta staulast um,“ segir Kjartan. „Ég reyndi að fara til sjós eftir þetta nokkra túra en var alltaf með verki í báðum fótum. Ég hlífði veika fætin- um og ofbauð við það hinum. Þarna stóð ég frammi fyrir því, tæplega þrí- tugur, að geta ekki lengur stundað ævistarf mitt. Ég þekkti ekkert ann- að en sjómennsku og störf við sjávar- útveg frá blautu barnsbeini. Það var búið.“ Sviptur lífeyrisréttindum Kjartan fékk vinnu í landi og reyndi sig við ýmis störf. Hann end- aði hjá Samskipum 1986 og er nú deildarstjóri tjónadeildar fyrirtækis- ins. Eftir slysið fór hann í örorkumat með reglulegu millibili. Hann var metinn 100% öryrki til fyrri starfa, þ.e. sjómennsku. Varanleg almenn örorka hans var hins vegar metin 25%. Kjartan fékk greiddan örorku- og barnalífeyri úr Lífeyrissjóði sjó- manna frá árinu 1979. „Ég naut þeirra víðtæku og góðu réttinda sem ég hafði áunnið mér á fimmtán árum til sjós. Réttinda sem voru víðtækari en almennt gerðist í þá daga og ég ávann mér í skjóli laga sem giltu um Lífeyrissjóð sjómanna. Þessi réttindi voru m.a. notuð sem agn til að fá menn um borð í togara á árum áður. Réttindin voru því mín eign, rétt eins og bíllinn minn eða húsið mitt og stjórnarskrárvarin sem slík. Ég held að ég geti fullyrt að ég og aðrir togarasjómenn höfum unnið fyrir þessum réttindum okkar,“ segir Kjartan. Árið 1992 var gerð lagabreyting vegna slæmrar stöðu lífeyrissjóðsins. Með henni var ekki lengur tekið mið af getu sjóðfélaga til fyrri starfa, heldur hæfni til almennra starfa að frátöldum fyrstu fimm árum eftir orkutap. Þessi breyting tók gildi 1997 og varð til þess að 54 sjóðfélagar hættu að fá greiddan örorkulífeyri úr sjóðnum. „Ég ræddi við framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins þegar þetta gerðist og mótmælti,“ segir Kjartan. Hann fékk sér einnig lögfræðing, Aðalstein Jónasson hrl., í málið. „Ég fékk engin svör og það var ekkert tekið undir sjónarmið mín. Ég stefndi lífeyris- sjóðnum og íslenska ríkinu til vara því það sá um þennan gjörning sem var að frumkvæði Lífeyrissjóðs sjó- manna. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem ég tapaði því 12. maí 1999. Aðalsteinn fór til náms í Bandaríkjunum og Lilja Jónasdóttir hrl. tók við málinu. Ég áfrýjaði strax til Hæstaréttar. Þar þótti þetta svo merkilegt mál að dómurinn var fjöl- skipaður, fimm dómarar sem dæmdu. Hæstiréttur kvað upp sinn dóm 9. desember 1999 og þar voru allir sammála um að sýkna Lífeyr- issjóðinn og raska ekki niðurstöðu héraðsdóms. Sem sagt að þessi gjörningur ríkisins og lífeyrissjóðs- ins væri löglegur. Það er áhyggjuefni fyrir þegna þessa lands ef Hæstirétt- ur Íslands skilur ekki grundvallar- mannréttindi. Persónulega hef ég ekki mikið álit á þeirri stofnun.“ Kjartan segist ekki hafa orðið hissa á niðurstöðum dómstólanna en verið sannfærður um að niðurstaða þeirra væri röng. Hann velti tvennu fyrir sér: „Hvort þeir hafi ekki skilið Mann- réttindasáttmála Evrópu og að brotið var á mannréttindum mínum eða að þeir hafi viljandi komist að þessari niðurstöðu til að gæta einhverra hagsmuna annarra en minna. Hvort þeir hafi fórnað mannréttindum mín- um fyrir kerfishagsmunagæslu fyrir ríkið. Það er ekki oft sem ríkið tapar málum. Af hverju skyldi það vera? Hæstaréttardómarar eru ráðnir af ríkinu.“ Til Mannréttindadómstólsins Kjartan segist hafa rætt við lög- fræðing sinn, Lilju, um mögulegt framhald málsins. Þau hafi verið sammála um að þessir dómar væru rangir, það hefði verið brotið á eign- arrétti hans og mannréttindum. Að auki hefði jafnræðisreglan einnig verið brotin. „Til þess að mál séu dómtæk fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þurfa þau að falla undir ákvæði Mannrétt- indasáttmálans. Ég taldi mig vera með mjög færan lögfræðing og var viss um að ef einhver gæti farið með málið þessa löngu og erfiðu leið þá væri það hún. Í maí 2000 stimpluðum við málið inn hjá Mannréttindadóm- stóli Evrópu í Strassborg. Þangað berast mál svo skiptir tugum þús- unda á hverju ári. Flestum er hafnað og aðeins lítill hluti samþykktur til frekari meðferðar.“ Þess ber að geta að fyrir Mann- réttindadómstólnum voru málsaðilar tveir, það er Kjartan gegn íslenska ríkinu. „Dómstóllinn fór að skrifa okkur og ríkinu og biðja um upplýsingar,“ segir Kjartan. „Ríkið var m.a. spurt hvort á mér hefði verið brotinn eign- arréttur, eða jafnræðisreglan. Mér skilst að það megi gera ef það er til verndar stærri hagsmunum í þjóð- félaginu, snýr að almannaheill og það gildir um heildina. Þarna rek ég strax augun hver er í forsvari fyrir íslenska ríkið gagnvart Mannréttindadómstólnum. Það er prófessor við Háskóla Íslands sem þar að auki er giftur þáverandi for- seta Hæstaréttar og dómara við rétt- inn. Þetta þótti mér strax mjög ein- kennilegt því ég var að kæra dóm Hæstaréttar sem mér þótti mjög öf- ugur og snúinn. Þarna fannst mér mjög óeðlilega og ófaglega haldið á málum fyrir hönd íslenska ríkisins vegna þessara augljósu tengsla. Samkvæmt ráðleggingum lögmanna minna voru ekki gerðar athugasemd- ir þess vegna. Ég tel persónulega að betra væri að algjörlega ótengdir að- ilar önnuðust hagsmunagæslu og ráðgjöf fyrir hönd íslenska ríkisins. „Sjómennirnir voru hetjur okkar drengjanna. Það stóð aldrei neitt annað til en að verða sjómaður,“ segir Kjartan. Helgin öll á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.