Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 65 APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri GARÐATORGI | KRINGLUNNI | LAUGAVEGI | LÁGMÚLA | SETBERGI | SMÁRALIND | SMÁRATORGI | SPÖNGINNI | KEFLAVÍK | GRINDAVÍK FRÁ KL. 14-17 • Mánudag 2/5 LYFJA - Setbergi • Þriðjudag 3/5 LYFJA - Kringlunni • Miðvikudag 4/5 LYFJA - Smáratorgi • Föstudag 6/5 LYFJA - Garðatorgi • Föstudag 6/5 LYFJA - Lágmúla FRÁ KL. 13-16 • Laugardag 7/5 LYFJA - Smáralind • Laugardag 7/5 LYFJA - Laugavegi KYNNINGAR Í LYFJU Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun í eru m.a.: The Aviator, The Edge of Reason (Bridget Jones´s Diary II), Wimbleton, Mona Lisa Smile, Love Actually, CHICAGO, Die Another Day (James Bond 007), About a Boy, Vanilla Sky, Bridget Jones´s Diary, Charlotte Brey, Charlie´s Angels I og II, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, Evita... www.lyfja.is WAKE UP YOUR EYES NÝR MASKARI SEM LYFTIR OG ÞYKKIR AUGNHÁRIN. AUGNSVÆÐIÐ VERÐUR OPNARA www.medico.is Fáar hljómsveitir hafa komiðeins skemmtilega á óvart ásíðustu mánuðum og breskastuðbandið The Go! Team, sem átti eina af bestu plötum síð- asta árs, Thunder, Lightning, Strike. Á skífunni var að finna óhamið geggjað dansrokk sem hljómaði sem það væri tekið upp á stálþráð í skipasmíðastöð, leðju- bassi, glamrandi gítar, pappa- kassatrommur, bilaðir hljóðgervlar og svellandi stuð. Ómótstæðileg blanda. Hér sé stuð! Eins manns sveit framan af The Go! Team er frá Brighton og framan af eins manns sveit, hljómsveit Ians Parton, sem leikur á óteljandi hljóðfæri og semur öll lög sveitarinnar. Hann var reyndar búinn að taka slatta upp áður en fjölgaði í sveitinni, en í dag er hún sextett, skipuð þeim Sam, sem leik- ur á gítar, Chi sem leikur á trommur, Silke, sem leikur á ýmis hljóðfæri, Jamie á bassa, Ninja sem rappar og syngur og Ian Parton, sem leikur á rafgítar og munnhörpu. Eins og Parton rekur söguna byrjaði hann að setja saman lög fyrir nokkrum árum, setti saman hugmyndir með hljóðsmala og fléttaði saman hugmyndir og frasa úr ólíkum tónlistarstefnum og -hefðum með það að leiðarljósi að hafa hlutina eins hráa og unnt væri, taka allt upp á hæsta, með hljóðmælana í botni, til að hljóm- urinn yrði hrár og tættur. Eftir að hafa púslað þessu saman í þrjú / fjögur ár fékk hann Ninja til liðs við sig, sendi henni disk með hug- myndum, og síðan hina og þessa til að taka upp. Sumir ílentust og þannig varð til tónleikasveit. Þeir tónlistarmenn sem skipuðu svo Go Team! þegar upp var staðið eru hver úr sinni áttinni, sumir koma úr danstónlist, aðrir úr síðrokki og enn aðrir í hiphopi sem ýtir enn undir óreiðuna á sviðinu, óhamin óreiða. Brot og bútar Þeir sem heyra Thunder, Lightning, Strike þekkja víða hug- myndir og brot úr hugmyndum, búta úr alþekktum lögum, en sjálf- sagt er líka að finna parta úr lög- um sem enginn man eftir lengur og svo aðra sem eru orðnir svo skæld- ir að höfundar þeirra myndu ekki þekkja þá. Það er þó svo að allt verður að vera skráð á höfunda, hvort sem hægt er að þekkja það eða ekki. Átök um smalamennsku í tónlist hafa reyndar harðnað und- anfarin ár og svo komið að fjöl- margar skífur eru ekki gefnar út á alþjóðvettvangi því menn óttast lögsóknir og milljónakostnað vegna þeirra. Í viðtali við Pitchfork fyrir skemmstu kemur Parton einmitt inn á þetta – segir að sveitin muni líkast til semja við stórfyrirtæki vestan hafs til þess að standa klár- ir á lögsóknum, smáfyrirtæki hafi einfaldlega ekki efni á að verjast slíku og gildir einu hvort þau hafi réttinn sín megin. Fyrstu Go Team! smáskífurnar, Junior Kickstart og The Power is On, komu út síðasta sumar, og breiðskífan Thunder, Lightning, Strike um miðjan september. Sveitinni var þegar vel tekið og smáskífurnar fóru víða, svo víða reyndar að forráðamenn McDo- nald’s hamborgaraapparatsins leit- uðu eftir því að fá að nota eitt laga sveitarinnar í auglýsingu. Parton segir að hann hafi ekki vitað hvort hann ætti að gráta eða hlæja, en sterkasta tilfinningin hafi þó verið vonbrigði, enda var einn höfuðtil- gangur sveitarinnar að vera sem ólíkust því miðjumoði sem McDon- ald’s-menn og álíka kónar kunna að meta. Undanfarið hefur Go Team!- gengið verið önnum kafið við tón- leikahald og ef marka má dóma um frammistöðu sveitarinnar á sviði eiga þeir Íslendingar sem halda til Hróarskeldu í sumar von á góðu því Go Team! leikur þar. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hér sé stuð! Breska rokksveitin The Go! Team er mikið stuð- band eins og heyra má á fyrstu breiðskífu sveit- arinnar Thunder, Lightning, Strike. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Vaninn er sá að fræga fólkið er ástöðugum flótta undan vökulu auga blaðaljósmyndanna – einkum þegar það er í fríi. En sú saga flýgur nú fjöllunum hærra í bandarísku götublöð- unum að Angelina Jolie hafi vís- vitandi látið leka til ljós- myndara að hún og Brad Pitt væru á leið í frí sam- an og hvar þau myndu halda til – í hinum meintu felum. Þetta á hún að hafa gert í því skyni að renna stoðum undir þær sögusagnir í eitt skipti fyrir öll að hún og Pitt ættu í ástarsambandi, nú þegar hann bíður þess að skilja við eiginkonu sína Jennifer Aniston. „Þegar þú ert stjarna á borð við Pitt og Jolie og ert orðinn leiður á að vera í felum, þá er þetta besta leiðin til að ljóstra upp um sannleikann á sem mýkstan máta.“ Hvað sem þess- um getgátum líður um fjölmiðla- kænsku Jolie þá ku það liggja fyrir að ljósmyndari hafi náð af þeim myndum þar sem þau liggja saman í góðu yfirlæti á ónefndri strönd að leik við son Jolie Maddox. US Weekly tímaritið hefur fest kaup á umræddum myndum en stríðið um það var svo blóðugt að samkeppn- isaðili þess, tímaritið Star, greip til kunnuglegs örþrifaráðs, sem var að láta klippa og líma saman falsaða mynd af þeim saman á ströndinni og gefa það ekki upp nema með smáu letri á síðu 46 að um fölsun væri að ræða. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.