Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 63 MENNING GREEN TEA FRÁ Orka og vellíðan H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku Góð heilsa - Gulli betri -fyrir útlitið HEILSUBÚÐIN NJÁLSGÖTU Karlakór Keflavíkur heldur tónleika á eftirtöldum stöðum: Í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 1. maí kl. 20 Í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 2. maí kl. 20.30 Söngstjóri: Guðlaugur Viktorsson Undirleikur: Sigurður Marteinsson á píanó Juri og Vadin Fedorov harmonika Þórólfur Þórsson bassi Einsöngur Steinn Erlingsson bariton og Davíð Ólafsson bassi UMSÓKNIR NÝNEMA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS 2005-2006 Í Háskóla Íslands eru 11 deildir með um 80 mismunandi náms- leiðum í grunnnámi. Allar deildirnar bjóða framahaldsnám til meistara- og doktorsprófs. Upplýsingar um nám við Háskóla Íslands er að finna í Kennsluskrá á www.hi.is. Tekið verður við umsóknum nýnema í grunnnám til 5. júní. Sótt er um með rafrænni umsókn á vefsetri Háskólans, www.hi.is. Einnig er hægt að prenta út umsóknareyðublöð af vefnum eða fá þau hjá Nemendaskrá í Aðalbyggingu Háskólans. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini. Umsækjendur sem sækja um á vefnum senda fylgigögn í pósti til Nemendaskrár Háskólans. Þeir sem ljúka stúdentsprófi í vor skila fylgigögnum jafnskjótt og þau liggja fyrir. Umsóknarfrestur rennur út 5. júní 2005. Afgreiðsla umsókna og staðfesting Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu umsókna fyrir 30. júní. Öllum umsóknum verður svarað. Þeim sem býðst skólavist verður sendur greiðsluseðill skrásetningargjalds kr. 45.000. Inntökuskilyrði Stúdentar sem hefja nám í Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi, eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Almennt er áskilið að stúdentspróf sé af bóknámsbraut, en deildir geta með samþykki háskólaráðs ákveðið að falla frá því skilyrði eða bundið aðgang að námsgreinum frekari skilyrðum um undirbúning. Sjá nánar á www.hi.is. Fjöldatakmörkun Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður 21.-22. júní 2005, sjá nánar sérstaka auglýsingu í dagblöðum og upp- lýsingar á heimasíðu læknadeildar www.hi.is/nam/laek. Í hjúkrunarfræðideild, tannlæknadeild og lífeindafræði og geislafræði við læknadeild eru samkeppnispróf við lok haust- misseris í desember 2005. Fyrirvari er gerður um mögulega fjöldatakmörkun í fleiri greinum. Háskóli Íslands – Nemendaskrá Aðalbyggingu við Suðurgötu - 101 Reykjavík Sími 525 4309 – nemskra@hi.is – www.hi.is Opið virka daga kl. 9-15. Hjá Vöku-Helgafelli er komin út Leynd- ardómur smaragðsaugans eftir Ger- onimo Stilton. Aðalpersónan Geronimo Stilton er fæddur í Músahöfn í Músítalíu. Hann lauk embættisprófi í músafræðum og meistaraprófi í nagdýrabók- menntum. Það ger- ist oft að Geronimo lendir í háskaleg- um ævintýrum, þótt hann sé í eðli sínu afskaplega varkár. Öll þessi ævintýri skráir Geronimo í bækur sínar, sem nú eru orðnar vel þekktar. Í þessari bók segir hann frá leitinni að græna smaragðinum. Sú saga hófst með því að Tea systir hans sagði honum frá gömlu fjársjóðskorti sem hún hafði fundið. Bækurnar um Geronimo Stilton hafa notið mikilla vinsælda og víða verið þaulsetnar á metsölulistum. Þýðandi: Sigríður Halldórsdóttir Útgefandi: Vaka-Helgafell Verð: 1.590 kr. Börn ÞAÐ væri mitt síðasta að fara að gera mér upp heimspekiþekkingu, en þeg- ar ég fletti upp hugtakinu tvíhyggja í orðabók kemur fram að þar sé átt við þá heimspekikenningu að tilveran skiptist í tvo óskylda og ósamrým- anlega frumþætti, t.d. efni og anda. Í guðfræði á kenningin við um þá hug- mynd að í heiminum togist á tvö gagnstæð öfl, hið góða og hið illa. Síð- an er sú kenning að maðurinn hafi tvö eðli, hið líkamlega og hið andlega. Lítils háttar uppflett á netinu stað- festir þessar kenningar og tengir þær við ýmsa heimspekinga allt aftur til Plató. Þar til hugsanlegu „einhvern- tíma-þegar-ég-hef-tíma“-heim- spekinámi mínu lýkur tjái ég mig ekki frekar um slíkar kenningar en það er þó augljóst að hinn vestræni heimur er undirlagður af tvíhyggju og þessar kenningar um togstreitu milli góðs og ills og efni og anda eru innrættar okkur frá blautu barns- beini. Togstreitan milli menningar og náttúru, hins manngerða og þess náttúrulega, er af sama meiði. Kristján Jónsson málari, sem sýnir nú ámálaðar ljósmyndir í Galleríi Sævars Karls, gæti hafa haft þessa tvíhyggjuhugsun að leiðarljósi við gerð verka sinna, hvort sem það er meðvitað eða ekki, því að í nær öllum myndum hans kallast á tveir veru- leikar, hinn manngerði og náttúran, eða manngert mynstur og óregluleg blöndun lita á myndfletinum. Lita- skyn Kristján virðist falla nokkuð saman við minn sans fyrir fallegum litasamsetningum og þrjú verka hans höfðuðu sérstaklega til mín, þar sem abstrakt málun kallast á við litagrunn ljósmyndanna, svo úr verður víbrandi heild sem minnir að nokkru leyti á óhlutbundin verk Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar þar sem hann leikur sér t.a.m. að vatnsyfirborði. Í öðrum verkum leitast Kristján við að setja saman manngerð mynstur, litaflæði og ljósmyndagrunn, eða hann teiknar krúsidúllur og skrautramma inn á myndflötinn. Það er því erfitt að fá til- finningu fyrir sterkri heild á þessari sýningu en Kristján er fær málari sem virðist liggja eitthvað á hjarta og að mínu mati hefðu vinnubrögð sem miðuðu að skýrara marki hug- myndafræðilega séð skilað eft- irminnilegri sýningu, en hér er hver höndin upp á móti annarri. Ef til vill má skilja það sem svo að við lifum á þeim tímum þegar listamenn þurfa ekki að velja því allt er hægt, líka ab- strakt og fígúratíft á sömu sýningu og að vissu leyti er það svo. Rannsókn- arferli líkt og það sem Kristján glímir augljóslega við í verkum sínum er líka nauðsynlegt. Ég hefði samt gjarnan viljað sjá fleiri verk á borð við þau þrjú sem ég nefndi sem eru að mestu abstrakt og laus við mynstur. Á myndfletinum skapast spennandi togstreita sem er þanin til hins ýtr- asta þar sem handbragð og vélræn ljósmynd, ósnortin náttúra og mann- gerðir litir spila saman. Hér kemur styrkur Kristjáns sem málara og næmi hans fyrir litasamsetningum vel fram. Í heildina má segja að sýn- ingin einkennist af fjölhyggjuhugsun sem einkennir samtímalistir, en hvert og eitt byggjast verkin að miklu leyti á samspili tveggja þátta, aldagamalli tvíhyggjuhugsun. Einn á móti einum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Jónsson við tvö verka sinna. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Ljósmyndir – málverk, til 12. maí. Opið á verslunartíma. KRISTJÁN JÓNSSON Ragna Sigurðardóttir SÝNING Þjóðleikhússins, Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonar- son, verður sýnd tvisvar sinnum í Samkomuhúsinu á Akureyri dag- ana 13. og 14. maí. Græna landið hlaut fjórar tilnefningar til Grím- unnar – Íslensku leiklistarverð- launanna síðastliðið vor. Gesta- sýningar Þjóðleikhússins á Akureyri eru í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Græna landið er samið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson og Krist- björgu Kjeld en auk þeirra leikur Björn Thors í sýningunni. Hann hlaut Grímuna – Íslensku leiklist- arverðlaunin sem leikari ársins í aukahlutverki í vor. Þessi áhrifamikla sýning, um hlutskipti þeirra sem glata minn- ingum löngu áður en lífið hverfur þeim, hefur verið sýnd rúmlega 60 sinnum fyrir fullu húsi í Þjóð- leikhúsinu. Kári Sólmundarson byggingarmeistari reisti á sinni tíð hús sem teygðu sig allt upp til skýjanna. Nú situr hann einn eft- ir, hans nánustu eru horfnir hon- um, hver á sinn hátt, og jafnvel minningarnar eru að hverfa. Nema þær sárustu, þær sitja lengst eftir. Heimilishjálpin Lilja, hressileg kona á besta aldri, reynist óvæntur bandamaður og vinur. Tónlist samdi Gunnar Þórðar- son, lýsingu hannaði Ásmundur Karlsson, höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Ólafur Haukur Símonarson er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hef- ur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvik- myndahandrit, gefið út hljóm- plötur með eigin lögum og söng- textum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld í Græna landinu. Græna landið á Akureyri Gestasýning Þjóðleikhússins ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.