Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ É g er fædd í kreppunni, 1935, í húsi sem hét Bjarmahlíð og stóð við Laugarásveg. Þetta var sumarhús kaupmanns, sem var með búð í Bankastræti og foreldr- ar mínir; Þorbjörg Jónsdóttir og Halldór Jónsson,fengu að búa í því á veturna. En á sumrin urðu þau að finna annan samastað. Svo byggði pabbi, en hann var smiður, viðbót við geymsluskúr á lóðinni og eftir það bjuggum við þar á sumrin en í hinu húsinu á veturna. Sumarhúsið var ekki stórt. Það var alltaf fullt af fólki. Foreldrar mínir komu báðir að norðan; úr Húnavatnssýslum, hann úr vestur- sýslunni, hún úr austursýslunni. Bæði áttu stórar fjölskyldur og ég man ekki eftir öðru en að það væri mjög gestkvæmt hjá okkur. Við sváfum út um öll gólf á fiðursæng- urm og undir dúnsængum. Þær lögðust svo vel að manni, að þótt frost væri inni, komst kuldinn ekki að. Þessar sængur voru að norðan.“ Guðrún leggur sérstaka áherzlu á: að norðan. Það er ljóst að hún er stolt af sínu húnvetnska upplagi og hún setur jafnan upp sérstakan svip, þegar Húnvetninga og Húna- vatnssýslur ber á góma! „Ég var langyngsta barn foreldra minna, en eldri systkini mín voru Elínborg og Hannes. Hann var söðlasmiður í Reykjavík. Mér finnst, þegar ég lít til baka, að bernska mín hafi verið mjög góður tími.“ – Áttu ennþá vini frá þeim tíma og þessu umhverfi? „Já. Fyrsta vinkona mín var hún Systa. Hún flutti reyndar með for- eldrum sínum austur á Eyrarbakka eða Stokkseyri, en það hefur alltaf haldizt með okkur vinátta. Systa varð sjötug á dögunum, rétt eins og ég! Önnur vinkona mín, hún Þor- björg, bjó innar á Laugarásvegin- um. Hún býr núna suður með sjó. Okkur hefur alla tíð verið vel til vina. Og hún varð líka sjötug á dög- unum. Skrýtið hvað þetta hellist yf- ir okkur vinkonurnar svona um líkt leyti! Línhildur, þriðja vinkona mín úr bernsku, er löngu dáin. Enn eina vinkonu vil ég nefna, sem var miklu eldri en ég. Þetta var Nína Sveinsdóttir, leikkona. Hún bjó í helmingi kaupmannshússins og á móti okkur, þegar ég fæddist. Nína tók á móti mér. Ljósmóðirin sat föst úti í snjóskafli og meðan pabbi dró hana upp, fæddist ég. Nína var því mín ljósa og hún var mér væn og trygg alla tíð. Ég var flest sumur fyrir norðan; fyrst hjá afa; Jóni Kr. Jónassyni bónda á Másstöðum í Vatnsdal, svo móðursystur minni, Guðrúnu dóttur hans sem bjó á næsta bæ, Bjarna- stöðum, og síðast systur minni, El- ínborgu, sem gerðist bóndakona á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal. Ég á mjög sterkar rætur í Húnavatnssýslu- num. Foreldrar mínir voru úr Vatnsdalnum og Víðidalnum og heima var alltaf verið að tala um fólkið fyrir norðan. Ég vissi meira um karla og kerlingar í Húnavatns- sýslum en fólk í Reykjavík! Ég er aldrei ein þegar leið mín liggur um Húnavatnssýslurnar, því ég veit að á hverjum hól hefur ætt- menni mitt staðið.“ Rótin er grátur skólasystur „Við Systa fórum í Laugarnes- skólann. Hún var læs en ég ólæs svo við lentum ekki saman. Það var rað- að eftir lestrarkunnáttunni og svo voru nemendur færðir upp og niður eftir árangri. Mamma hjálpaði mér með lærdóminn og ég tók stöðugum framförum og var flutt upp á hverju ári. Ég veit að það var mjög sárt fyrir þá, sem voru færðir niður. Ég man eftir einni vinkonu minni, sem var færð niður og hún grét svo mik- ið. Það tók á mig að standa bara hjá henni og geta ekkert gert til að hjálpa henni. Þessi stúlka var vel gefin og varð síðar hjúkrunarfræð- ingur. En ég man hvað ég fann til með henni og hvað gráturinn henn- ar nísti mig.“ Hér verður Guðrún hugsi og ég bíð rólegur meðan minningin fer hjá. Hún lítur til mín og segir: „Kannski þarna liggi rótin að því að ég hef alltaf viljað hjálpa fólki til að komast áfram í námi.“ Svo halda skólaminningarnar áfram: „Laugarnesskólinn var góður skóli. Okkur var haldið að mjög skapandi skólastarfi. Við vorum alltaf eitthvað að gera. Ég heyrði á dögunum mann nokkurn segja, að í skóla biðu menn bara eftir því að verða eitthvað. Þetta er alrangt. Í Laugarnesskóla vorum við að skapa, það var leiklist, tónlist og skólablaðið. Skólar sem virkja sköpunargleði krakkanna eru ekki stofnanir sem kenna börnum að bíða, heldur vera. Ég man sérstaklega hvað Ingólf- ur Guðbrandsson var duglegur að fara með okkur krakkana í ferðalög. Ég hef alltaf metið það við hann og hann má alveg heyra það núna! Mig langar líka að nefna kenn- arana mína Gunnar Guðmundsson og Magnús Sigurðsson. Ég fékk sterkan íslenzkugrunn hjá þessum mönnum og hann reyndist mér dýr- mætur. Báðir urðu þeir Gunnar og Magnús síðar skólastjórar, en Ing- ólfur gerðist ferðafrömuður og tón- listarmeistari með meiru.“ „En það var einelti í þessum skóla sem öðrum,“ segir Guðrún og það dregur ský fyrir sólina í andliti hennar, þegar hún rifjar það upp. „Einu sinni var ég ásamt annarri stúlku úti á túni, þegar til okkar komu strákar og fóru að abbast upp á okkur; þeir vildu króa okkur af. Ég sagði stúlkunni að elta mig, hljóp að gaddavírsgirðingunni og varði mig við hana. En hún varð svo hrædd, að hún hljóp út á völlinn, beint fyrir bíl og dó. Það er náttúrlega alveg sama hvað maður upplifir marga sólskins- daga í skólanum, svona atburður situr alltaf í manni.“ Í Laugarnesskólanum var boðið upp á aukakennslu fyrir þá, sem vildu þreyta landspróf og það gerði Guðrún í Austurbæjarskólanum. Þaðan lá svo leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og nú halda Guðrún og bekkjarsystkini hennar upp á 50 ára stúdentsafmæli. En þótt stúdents- prófinu væri náð, var Guðrún enn á báðum áttum. „Ég var ekki búin að gera það upp við mig, hvað ég vildi verða. Ég hafði verið í sumarvinnu í eld- húsinu á Vífilsstöðum. Þar stjórnaði víkingskona norðan úr Skagafiði; Jórunn Jónsdóttir. Ég man þegar hún messaði yfir okkur, hvað mér fannst hún kjarnyrt og fyndin. Ég átti bágt með mig að skella bara ekki upp úr undir skömmunum! Svo vann ég líka í Landsbankan- um, í seðlagreiningunni. Þar sátum við með seðlabúntin og áttum að ákveða, hvaða seðlar væru nothæfir og hverja ætti að brenna.“ Síðar varð Guðrún gjaldkeri í Landsbankanum og hugðist jafn- framt læra íslenzku í Háskólanum, en það gekk ekki, því hún varð að vinna fyrir sér. Frá seðlunum til unglinganna „Ég undi hag mínum vel í Lands- bankanum, en vinkona mín, Bryndís Víglundsdóttir, lagði hart að mér að fara í stúdentadeild Kennaraskól- ans, sem þá var einn vetur. Ég dró lappirnar, því ég hafði enga trú á því að ég réði við nokkurn krakka. Svo æxluðust mál þannig að ég aðstoð- aði frænku mína með hennar stráka og þá hugsaði ég sem svo, að ef mér tækist að tjónka við strákana þá gæti ég kannski tjónkað við heilan bekk! Framan af stefndi nú ekki í það að ég yrði kennari, en svo urð- um við strákarnir mestu mátar og þá skellti ég mér í það að taka kenn- araprófið.“ Það var ekki auðvelt að fá kenn- arastöður í Reykjavík á þessum tíma. Á endanum ákvað Guðrún að draga umsókn sína tilbaka. „En þegar ég er á leiðinni út, kemur maður hlaupandi á eftir mér og spyr hvort ég sé ekki til í að leggja umsóknina inn aftur, en ekki um barnadeild heldur unglinga- deild. Þetta var Jón Gizzurarson, skólastjóri Lindargötuskólans, og hann sannfærði mig þarna á gang- inum um það að ég ætti að leggja kennsluna fyrir mig. Ég lagði umsóknina inn aftur, fékk starfið og þar með hófst ákaf- lega skemmtilegur tími. Ég hafði svo gaman af að kenna unglingun- um, þeir voru sko ekki neinn óstýri- látur lýður eins og ég hafði heyrt haldið fram, heldur góðir félagar, ef maður bara sýndi þeim einhverja tiltrú.“ – Saknaðir þú ekkert seðlabúnt- anna? „Ég var í sumarafleysingum í bankanum fyrst í stað. En seðla- búntanna saknaði ég aldrei. Það var ekkert lífsspursmál að umgangast þau! Enda steindauð! Þá voru nú krakkarnir skemmtilegri; lifandi og gefandi.“ Guðrún kenndi við Lindargötu- skólann í 10 ár. Á þessum árum urðu breytingar á skólakerfinu og til komu framhaldsdeildir gagn- fræðaskólanna. Þær urðu starfs- vettvangur Guðrúnar. „Þarna komu unglingar með skapandi gáfur, en þeim gekk ekki eins vel með tæknihliðina á náminu. Þetta fólk náði svo áttum, þegar því var beint á rétta braut. Það er nefni- lega svo með kennarann að hann kennir aldrei neitt. Galdurinn er að leiðbeina fólki til þess að læra sjálft. Ég man að ég las á þessum árum um einhverjar rannsóknir, sem áttu að sýna það að í 30 manna hópi yrðu 10% taparar í lífinu. Þetta fékk ákaflega á mig. Ég mátti ekki til þess hugsa að einhverjir nemenda minna kæmust ekki áfram í lífinu. Sem betur fer reyndust þessar rannsóknir tóm vitleysa og allir mínir gömlu nemendur hafa spjarað sig. Þeir hafa glatt mig óskaplega mikið með því.“ Jón Gizzurarson leyfði kennurum að hliðra til, ef þeir lögðu stund á háskólanám. Það freistaði Guð- rúnar. „Ég hafði áhuga á íslenzkunni. En það var mikill hörgull á dönsku- kennurum og þegar ég var látin kenna dönsku, komst ég að því að ég kunni ekki neitt! Svo ég fór í háskól- ann og lærði hana. Fyrir nokkru hitti ég gamlan nemanda minn, sem sagði að þeir hefðu verið svo ánægðir með það sem ég lét þá gera, að þeir hefðu jafnvelverið farnir að hafa gaman af dönskunni. Ég sagði að það hlyti að hafa verið af því að ég kunni ekki neitt í dönsku. Honum brá nú svolít- ið við. En ég lærði í háskólanum og kenndi svo krökkunum eftir því! Og þá er komið að því að nefna, hvað íslenzkugrunnurinn úr Laug- arnesskólanum kom sér vel við málanámið í háskólanum. Hann dugði mér svo vel í dönskunáminu, að ég hefði aldrei trúað því að óreyndu.“ Guðrún kláraði svo dönskuna, nam jafnframt sagnfræði og tók BA-próf í dönsku og sagnfræði. Fljótlega eftir það stóð hún að stofnun félags dönskukennara og segir hún, að hún og Haraldur Sig- urðsson hafi safnað liði til félagsins, þar á meðal fyrsta formanni þess; Ingólfi Þorkelssyni. Um svipað leyti kom út hennar fyrsta dönsku- kennslubók, um málfræði; danskar æfingar, sem kennd er enn í dag. Hún hefur einnig tekið saman tvær lestrarbækur og eina talæfingabók, en segir þær ekki hafa náð æfinga- bókinni í vinsældum. Vildi ná í þá sem vildu læra Guðrún kenndi við framhalds- deild gagnfræðaskólanna til 1972, þegar Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri, kallaði hana á sinn fund og bað hana að sækja um forstöðu- mennsku Námsflokka Reykjavíkur. „Ég hafði nú engan sérstakan áhuga á því. Ég hafði svo gaman af að kenna unglingunum. En fyrir orð Jónasar lét ég tilleið- ast, enda sá ég svo sem í Náms- flokkunum ýms sóknarfæri til þess að hjálpa fólki að brjótast til mennta.“ Þegar Guðrún tók við Námsflokk- unum, fór kennslan fram á fjórum stöðum í bænum og sjálf fékk hún aðsetur á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. 1976 fengu Náms- flokkarnir Miðbæjarskólann til um- ráða, en þar voru þeir einmitt stofn- aðir 1939. Þegar Guðrún kom til liðs við Námsflokkana voru nemendurn- ir 800 á ári, en nú þegar hún sleppir stjórnartaumunum eru þeir orðnir á fjórða þúsundið á ári. „Ég áleit auð- vitað að ég væri ráðin til þess að láta þá stækka!“ Námsflokkarnir hafa jafnan boð- ið upp á bóklegt og verklegt frístundanám, starfsfræðslu og starfsnám. Námskráin hefur þó allt- af verið breytingum undirorpin og fylgt þar breytingum í skólakerfinu og þjóðfélaginu. Um líkt leyti og Guðrún tók við Námsflokkunum komu öldungadeildir við mennta- skólana og þær ollu líka breytingum hjá Námsflokkunum. „Ég vissi að það var til fullt af fólki, sem komst ekki inn í öldunga- deildirnar og því fólki vildi ég bjóða hingað. Ég vildi ná í hina, sem ég vissi að voru til og vildu læra eitt- hvað. Það þurfti bara að opna þeim möguleikana. Og fólkið greip þá fegins hendi. Við vorum með námskeið til að hjálpa fólki inn í Iðnskólann. Og við stofnuðum sérstaka hagnýta verzl- unar- og skrifstofudeild, sem var hugsuð til þess að liðka til fyrir kon- ur sem vildu komast út af heimilun- um og á vinnumarkaðinn. Þær hóp- uðust til okkar, en svo komu nú líka karlar, sem vildu gjarnan læra bók- færslu. Þarna vorum við nú að bæta að- stöðu þeirra sem minnst kunnu og opna þeim framhaldsleið. Það hafa alltaf verið markmið Námsflokk- anna að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína og styðja þá sem hafa borið skarðan hlut frá borði í skólanámi.“ – Hvernig metur þú árangurinn? „Ég held að þetta hafi tekizt á ýmsa vegu glettilega vel, þótt ég segi sjálf frá!“ Guðrún var vakin og sofin í því að sjá út sóknarfæri fyrir Námsflokk- ana. Einn daginn las hún frétt, ætli það hafi ekki bara verið í Morgun- blaðinu, um að aðilar vinnumarkað- arins væru að fjalla um fræðslu fyr- ir ófaglært fólk í störf á sjúkrahúsunum. Hún fylgdist með málinu, en þegar ekkert gerðist tók hún til sinna ráða. „Ég labbaði upp í Sókn og spurði, hvort menn þar á bæ vildu að ég setti á námskeið fyrir þetta fólk. En það fékk engar undirtektir. Gleymdu því ekki að ég þekkti þetta fólk vel frá mínum Vífilsstaða- árum. En svo var haft samband frá sjúkraliðaskólanum og beðið um samstarf og þá stofnaði ég forskóla sjúkraliða. Síðan kom Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sem þá var orðin formaður Sóknar, til mín. Hún sagð- ist hafa verið stödd á skrifstofu Sóknar, þegar ég kom þangað með mitt tilboð og spurði hvort það stæði enn. Þetta var upphafið að áratuga farsælu samstarfi Námsflokkanna og Sóknar og verkalýðsfélaganna. Þeir eru orðnir margir, sem hafa Guðrún Halldórsdóttir varð sjötug á dögunum og hefur látið af skólastjórn við Námsflokka Reykjavíkur. Freysteinn Jóhannsson talaði við hana á þessum tímamótum. Guðrún Halldórsdóttir: Galdurinn er að leiðbeina fólki til þess að læra sjálft. Mitt leiðarljós hefur verið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.