Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ línuskautar fullorðins. Margar gerðir. H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 .2 00 4 Línuskautar hlífarog hjálmar Varahlutir og viðgerðaþjónusta ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og APEC legur. Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40 fyrirtæki í forystu í þróun betri og þægilegri línuskauta Þ egar Kópavogsbær eignaðist Bösendorf- flygil með kliðmjúkum hljómi árið 1990 varð til vísir að reglubundnu tónleikahaldi á vegum bæjarins. Árið 1993 var það sett í fastar skorður, fyrst í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni, í Digraneskirkju þegar svo bar undir og loks í Salnum. Tónleikaröðin var snemma kennd við Tíbrá, samnefnt ljóð skáldsins Þorsteins Valdimars- sonar, og einkennist fyrst og fremst af fjölbreytni; fiðlur, flautur, píanó, mannsröddin og önnur hljóðfæri skipa þar jafnan sess. Tíbrár-tónleik- arnir skipta hundruðum frá upphafi, en að meðaltali eru þrjátíu til fjörutíu slíkir haldnir á hverjum vetri. „Við höfum staðið fast á að kalla dag- skrána Tíbrá til aðgreiningar frá öðru tónleikahaldi í Salnum, en þar er alls um 150 tónleika að ræða á ári,“ segir Jónas Ingimundarson. Hann hefur hin síðustu ár verið tónlistar- ráðgjafi Kópavogsbæjar og unnið þrekvirki í þágu tónlistarinnar á þeim tíma, skipulagt tónleika og fengið listamenn til samstarfs og hef- ur sjálfur verið óþreytandi við að halda tónleika, einn og með öðrum, haldið námskeið og heimsótt skóla og stofnanir. Drepfyndin þjóðargersemi Tónleikaröðin hefst á afmælisdegi Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og heiðursborgara Kópavogs, hinn 7. september ár hvert, og nær allt til 11. maí, en þá á Kópavogsbær afmæli. Að þessu sinni er um stórafmæli að ræða, bærinn fagnar 50 árum og vit- anlega skartar Tíbráin sínu fegursta af því tilefni. „Það er meðvitað að hafa toppinn svona í lokin, við viljum enda með bravúr vegna afmælisins,“ segir Jónas. Alls verða haldnir þrennir hátíð- artónleikar í Salnum til að gleðja af- mælisbarnið og gesti hans. Hinir fyrstu verða föstudagskvöldið 6. maí og þeir síðan endurteknir kvöldið eft- ir, þá verða tónleikar 8. maí og loks fimmtudagskvöldið 12. maí. Kanad- íska söngkonan og skemmtikraftur- inn Mary Lou Fallis ríður á vaðið ásamt Peter Tiefenbach, undirleik- ara hennar, og má lofa fágætum kokkteil hreinræktaðs gríns og fyrsta flokks tónlistarflutnings. Þessi dagskrá Mary Lou nefnist Príma- donnan og hefur síðustu ár verið sýnd við mikinn fögnuð víðs vegar um heiminn. Hvarvetna hefur Mary Lou verið líkt við danskættaða spaugarann Victor Borge, sem heill- aði heimsbyggðina um áratugaskeið með hnyttinni blöndu gamanmála og hágæða tónlistar. „Ég er þeirrar gerðar að hafa ekk- ert afskaplega gaman af því að skemmta mér og verð sjaldnast eins einmana og þegar ég á að skemmta mér,“ segir Jónas. „En fyrir fimm ár- um síðan sá ég skemmtun með Mary Lou Fallis í Toronto og hef aldrei nokkurn tímann á ævinni hlegið jafn- mikið. Hún er söngkona í fremstu röð en notfærir sér hæfileika sína til að bregða upp spéspegli á lífið og til- veruna, með músíkívafi. Hvernig bregst söngkona við æstum aðdá- endabréfum? Hvernig líður henni fyrir framan spegilinn áður en hún fer á sviðið? Hvernig líður henni þeg- ar hún áttar sig á að píanóleikarinn byrjaði lagið og endaði áður en hún gat stunið upp einum tón? Eða á Vín- artónleikunum þar sem Vínartertan var svo gómsæt að hún gleymdi að mæta á eigin tónleika? Hvernig eru samskipti kennara og nemanda í söngnámi? Og allt þetta tengist lífinu sjálfu. Þetta eru tilbúin dæmi en það er öllum hollt að skoða sig í spéspegli annað slagið. Mary Lou er þjóðar- gersemi Kanadamanna, fer heims- horna á milli og er vanari því að leika í þúsund sæta sölum en svona þrjú- hundruðsæta sal sem við höfum hér.“ Á sunnudeginum stígur hinn heimsfrægi píanóleikari Ann Schein á svið ásamt eiginmanni sínum, fiðlu- leikaranum Earl Carlyss, sem er ekki síður rómaður fyrir tónlistar- gáfu sína. Sónötur Coplands, Beet- hovens og Saints-Saëns verða þar í fyrirrúmi. Hjónin vilja einnig miðla langt komnum tónlistarnemendum þekkingu sinni og færni og halda því masterclass-námskeið 5. og 6. maí, þar sem almenningur getur heyrt upprennandi tónlistarmenn þjóðar- innar spreyta sig undir leiðsögn þeirra. „Það kann að vera hættulegt orðalag en staðreyndin er þó sú að Ann Schein er í hópi bestu píanista heimsins. Hún kom hingað fyrst haustið 1958 og lék með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, þá aðeins 18 ára gömul, og fékk feikilega góðar við- tökur. Næsta ár spilaði hún hjá Tón- listarfélaginu í Austurbæjarbíói, og hefur heimsótt landið nokkrum sinn- um eftir það. Ann lærði meðal annars undir handleiðslu meistaranna Mieczyslaw Munz og Arthur Rubin- steins, og er tvímælalaust listamaður af guðs náð. Eiginmaður hennar er í hópi virtustu fiðluleikara Bandaríkj- anna, gríðarlega eftirsóttur kennari eins og kona hans og lék með Juill- iard-strengjakvartettinum um ára- bil. Það er því mikill fengur að fá þau til landsins.“ Hin sammannlega kvika Tónleikahátíðinni lýkur svo með flutningi hins öfluga tvíeykis, Krist- ins Sigmundssonar og Jónasar Ingi- mundarson, sem hafa sungið sig og spilað inn í hugskot tónelskandi manna fyrir margt löngu. Þar hljóma íslensk lög frá ýmsum tímum, söngv- ar eftir Schubert og aríur ýmissa meistara. Þarna er um að ræða mikið af efni sem þeir félagar hafa ekki flutt áður, en einnig gamalkunnug lög. Uppistaðan í dagskránni, sem verður endurflutt 13. maí, eru verk sem þeir flytja síðan á tónleikum í höfuðborgum allra Norðurlanda næstu daga þar á eftir, í samvinnu við sendiráðin á hverjum stað. Aðspurður kveðst Jónas ekki ætla að keppa við Mary Lou Fallis um að vekja hlátrarsköll, en bendir á að tón- listin er full af húmor. „Að spila eða syngja fyrir fólk miðar að því að skapa stemmningu. Að framkalla hughrif. Ef þú hrífst er það vegna þess að það hefur verið komið við hina sammannlegu kviku. Það þýðir ekki að þú hrífist endilega af því sem ég hrífst af, því mannlífið er svo óendanlega fjölbreytt, en málið snýst um hughrif. Ég verð alltaf mjög stolt- ur þegar menn tala um að ég syngi á píanóið, en sit þó ekki heima og velti vöngum yfir hvernig ég fari að því, heldur gerist það á staðnum.“ En hefurðu hlegið á píanóið? „Já, það hef ég líka gert. Ef ég færi með þig inn í sal gæti ég látið þig velt- ast um af hlátri með hjálp tónlistar- innar. Ég er stundum að spila fyrir fullan sal af starfsfólki fyrirtækja og þar er oft mikið hlegið. Ég tel mig vera mjög mikinn alvörumann í mín- um húmor og það er það sem gerir húmorinn eftirsóknarverðan. Það er ekki skrípóið sem stendur fyrir al- vöru húmor. Stundum finnst mér þetta óskilgreinanlega fyrirbæri, húmor, næsta misskilið, ekki síst þegar ég sé einhverja menn vera að geifla sig á sjónvarpsskjánum eða gera grín að vesalingum – það er ekki fyndið í mínum huga, aðeins átakan- legt.“ Jónas hélt fyrstu tónleika sína árið 1965 og á því fjörutíu ára tónleika- afmæli á þessu ári. Hann segist vera fæddur þreyttur og latur að eðlisfari en þegar skyggnst er yfir ferilinn er ljóst að hann hefur ekki leyft letinni að ná yfirhöndinni. Hann var kór- stjóri í aldarfjórðung og stýrði hinu metnaðarfulla verkefni Tónlist fyrir alla, hefur kennt ótal nemendum, leikið á á annað þúsund tónleikum, einn og með öðrum, komið fram á mörg þúsund skemmtunum, uppá- komum og tónlistarkynningum, gefið út fjölda hljóðritana ásamt því að troða upp í sjónvarpi og útvarpi, skipulagt tónleika annarra og hefur með margvíslegum hætti öðrum boð- að fagnaðarerindi tónlistarinnar hér heima og erlendis. Frá því að hann vaknar á morgnana og þar til hann leggst til hvílu snýst tilvera hans um tónlist. Það er því nærtækt að spyrja hvort hann verði aldrei dauðleiður á tónlist? Svarið er nei. „Ég skynja mig stundum sem of- vaxinn kirtil, sem tónaflóðið vökvar. Laxness sló fram hugtakinu „bað- stofukaldur“, og ég hugsa að það eigi við mig fái ég ekki að nærast reglu- lega á tónlist. Ég verð þá sennilega leiðinlegur heima hjá mér.“ Drykkjurútur að þylja Einar Ben. á bar Hann er af þeirri kynslóð sem fékk Elvis og Bítlana beint í æð og við- urkennir að hafa stundum sperrt eyrun þegar lög þeirra hljómuðu, en taugin sem togaði hann yfir í sígildu deildina hafi þó verið margfalt sterk- ari. „Ég var bara strákur en breyttist síðan í lítinn kall. Ég stökk einhvern veginn yfir táningstímabilið. Börnin mín segja hins vegar stundum núna að ég hagi mér eins og táningur. Ég veit ekki fyllilega hvað þau meina en held að það snúist um mótþróa ein- hvers konar,“ segir hann og hlær dátt. Hann hvílir sig því ekki frá sinfón- íum og ljóðasöngvum með því að setja popp, rokk eða djass undir geislann. „Mér finnst tónlistin hafa innri merkingu. Tónarnir flytja boð- skap í sjálfum sér, boðskap sem ég get ekki útskýrt í orðum og læt þá al- farið um að gera. Það er ekkert jafn- þreytandi fyrir mig og hlusta á mann sem er að gaufa eða ráfa um hljóð- færið sitt – það virkar svolítið á mig eins og að hitta drukkinn mann á bar. Hann getur verið skemmtilegur og þulið Einar Ben. utanbókar en hann verður samt þreytandi áður en yfir lýkur. Það skortir kannski ekki inn- takið, en frásagnaraðferðin höfðar ekki til mín. Þetta gildir um dægur- tónlist í mínum huga.“ En þótt Jónas hafi aldrei blandað mikið geði við dægurtónlist kveðst hann þó ósáttur við þá tilhneigingu samtímans að flokka allt og draga í dilka, og sama gildir um tónlistina. „Ég nota aldrei hugtakið „klassísk tónlist“ nema að ég sé að tala um tón- list frá klassíska tímabilinu. Ég skil ekki rökræðuna um hámenningu eða lágmenningu, annaðhvort finnst mér tónlist góð eða vond, og er sá ham- ingjuhrólfur að hafa fengið að eyða lífinu í félagsskap góðrar tónlistar. Ekki spyrja mig hins vegar hvað er góð tónlist,“ segir hann. „Ef maður lítur til bókmenntanna hins vegar, er þar að finna fólk sem rífst hástöfum yfir því hvort vísa sé vel eða illa ort. Yfir okkur streyma dagblöð, tímarit, auglýsingapésar og alls kyns prentað mál af sama sauða- húsi, en við ruglum því ekki saman við bókmenntir. Við tölum ekki í sömu andrá um Morgunblaðið, með fullri virðingu fyrir því, og skáldsögu eftir Laxness. Það breytir því ekki að bókmenntalegt afrek getur birst í dagblaði og ein bók eftir Laxness getur verið lakari en önnur. Hið Ég vil helst spila en vera Um það leyti sem Salurinn var opnaður í Kópavogi greind- ist Jónas Ingimundarson með alvarlegan sjúkdóm, sem hann hefur barist við allar götur síðan. Baráttan virðist þó ekki hafa komið niður á afköstum hans, fáir eru iðjusamari á sviði tónlistar á Íslandi. Hann spilar næst á einum af þrennum hátíðartónleikum í tilefni af 50 ára afmæli Kópa- vogs. Sindri Freysson spjallaði við Jónas um tónlistina, feimnina, letina og hláturinn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jónas Ingimundarson píanóleikari: „Tónninn er handan við orðið, hann tekur við af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.