Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 25
HAPPDRÆTTI DAS er nú að hefja sitt 51. happdrættisár og eru yfir 700 milljónir króna í boði, Aðalvinningur er 20 millj- ónir króna en auk þess eru nú í boði sem vinningar tíu Ford Must- ang-bílar af árgerð 2005, bílarnir verða dregnir út sem aðalvinn- ingar í fimm útdráttum í júní nk. og fimm útdráttum í nóvember í haust. Þess ber að geta að Ford Mustang var valinn athyglisverð- asti bíllinn í Bandaríkjunum í ár og að sögn Sigurðar Ágústs Sig- urðssonar, forstjóra Happdrættis DAS, anna framleiðendur þessara bíla vart eftirspurn. „Í fyrra á 50 ára afmælinu var dreginn út aukavinningur í tilefni afmælisársins, Chevrolet Bel Air, árgerð 1954 auk 700 þúsund króna í farangursrými og vakti sá vinningur mikla athygli, nú er ætl- unin að gera enn betur með fyrr- greindum tíu Mustang-bílum,“ segir Sigurður. „Verðmæti hverrar bifreiðar er um 3 milljónir króna en miða- verðið hjá okkur helst óbreytt, aðeins 900 krónur fyrir hvern mánuð. Um leið og fólk freistar gæf- unnar er gott að minnast þess að stuðningur við DAS er um leið fjáröflun til enduruppbyggingar og nýrrar herbergjaskipanar fyrir aldraða á Hrafnistu í Reykjavík, sem tekið var í notkun 1957. Með því að eiga miða í Happdrætti DAS leggur almenningur því sitt af mörkum við að þetta verkefni megi ganga fljótt og vel fyrir sig. Þegar er búið að flytja til landsins tvær af hinum tíu Must- ang-bifreiðum. Þar sem umboðs- aðili Ford á Íslandi, Brimborg gat ekki fengið bílana til landsins var leitað til IB-bíla sem tóku verk- efnið að sér. Þess má geta ef vinningshafi myndi fá slíka bifreið og ætti hann tvöfaldan miða fengi hann 3 milljónir króna að auki sem munu þá fylgja með í farangursrýminu.“ En er mikill áhugi almennings á Happdrætti DAS? „Viðtökur núna hafa verið mjög góðar, strax í byrjun og greinilegt að fólk hefur mikinn áhuga á að eignast svona bíl fyrir 900 krón- ur. Við höfum verið að selja innan við helminginn af þeim miðum sem í boði eru og það er því fjöldi fólks sem ekki spilar með og við viljum endilega fá það í lið með okkur til að styðja okkur í að fjármagna þetta mjög svo verðuga verkefni sem er að fara í gang á Hrafnistu, bæði í Reykja- vík og Hafnarfirði. Happdrætti DAS hefur verið líf- æð uppbyggingar á Hrafnistu og þörfin er ennþá brýn, því er stuðningur almennings okkur hvatning til áframhaldandi verka.“ Sigurður Ágúst Sigurðarson við einn af vinningsbílunum – Ford Mustang. Nýtt happ- drættisár MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 25 FRÆÐIV ER K Hugbúnaðarverkfræði Tölvunarfræði Tölvuverkfræði Rafmagnsverkfræði Vélaverkfræði Iðnaðarverkfræði Efnaverkfræði Byggingarverkfræði Umhverfisverkfræði VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.verk.hi.is Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð á www.hi.is E N N E M M / S IA / N M 15 2 9 2 meira spennandi en aðhlynningar- störf. Ég undirstrika að flest fólk í aðhlynningarstörfum hefur unnið hjá okkur lengi þótt launin séu lág en fólk nær að lyfta þeim með því að vera í vaktavinnu.“ Fé þarf til að uppfylla markmið Er hin opinbera stefna, að breyta í raun dvalarheimilum fremur í hjúkr- unarheimili heppileg að þínu mati? „Sú hugmyndafræði, að fólk búi eins lengi heima og kostur er, er góðra gjalda verð. Hins vegar er ekki nóg að hafa góð og háleit mark- mið ef peningarnir sem þarf til að uppfylla þau fylgja ekki með. Til að þessi stefna gangi upp þarf að gera heimahjúkruninni fjárhagslega kleift að sinna þeim einstaklingum sem búa heima þannig að hún geti uppfyllt þarfir þeirra þar til einstak- lingur getur alls ekki lengur verið á heimili sínu, þrátt fyrir góða þjón- ustu. Mín skoðun er sú að við getum aldrei hætt alveg við dvalarheimilis- formið því aðstæður einstaklinga eru svo mismunandi, ekki síst fé- lagslega, það úrræði verður því allt- af að vera til. Nýju herbergin eru björt og rúmgóð. Hér er Úlla Sigurðardóttir í herbergi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.