Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI STÆRSTA far-þega-þota heims, Airbus 380, fór í sitt fyrsta reynslu-flug frá Toulouse í Frakk-landi á miðvikudaginn. Flugið stóð í um fjóra klukku-tíma. Fjöldi fólk fylgdist með fluginu og klappaði það þegar vélin fór á loft, líka þegar hún lenti. Airbus 380 hefur tvær hæðir og er pláss fyrir 550 eða 840 far-þega í henni. Það fer eftir því hvernig vélin er inn-réttuð. Airbus býst við að hafa selt um 150 þotur um mitt þetta ár. Hver þota kostar um 18 millj-arða króna. Þess má geta að stór hluti álsins sem þoturnar eru smíðaðar úr er frá Alcoa, og því líklegt að það verði seinna meir fram-leitt hér á landi. ReutersAirbus A380 lendir á flug-vellinum í Toulouse í Frakk-landi. Stærsta far-þega-þota heims ÖRYRKJUM hefur fjölgað mjög mikið á Íslandi síðustu árum. Mun fleiri ís- lensk ung-menni fá örorku-líf-eyri en á öðrum Norður-löndum. Hefur yngstu bóta-þegunum fjölgað um meira en helm-ing á tveimur árum. Heil-brigðis-ráðherra lét gera skýrslu um málið, og í henni stendur að sex aðal-ástæður séu fyrir þessari fjölgun. 1) Íslenska þjóðin er að eldast og þar með fjölgar öryrkjum. 2) Fólk sem fram-leiðir minna á vinnu-stað hefur misst vinnuna í langan tíma og síðan orðið ör-yrkjar. 3) Fyrir fólk með lág laun er hag-stæðara að sækja um ör-orku-lífeyri. Sérstak-lega ein-stæða foreldra og fólk sem á mörg börn. 4) Þar sem lægstu launin eru lægri en ör-orku-bæturnar er verra fyrir ör-yrkja að fara aftur að vinna, jafn-vel þótt þeir geti það og vilji. 5) Fólk sem fær atvinnu-leysis-bætur eða peninga-aðstoð frá sveitar-félagi vill frekar fá ör-orku-bætur þar sem þær eru hærri. 6) Árið 1999 komu ný við-mið þegar ör-yrkjar eru metnir, og eftir það er mun auð-veldara að fá ör-orku-mat en áður. Mikil fjölgun ör-yrkjaJÓN Arnór Stefánsson, lands-liðsmaður í körfu-knattleik, varð í gær fyrsti Íslend-ingurinn sem vinnur Evrópu-keppni í körfu-knattleik. Hann leikur með rúss-neska liðinu Dynamo St. Péturs-borg. Þeir unnu liðið BC Kiev frá Úkraínu 85:74, og þar af skoraði Jón Arnór 9 stig. Dynamo-liðið tapaði engum leik í allri keppn-inni. Jón Arnór lék með NBA-liðinu Dallas Mavericks í fyrra, en samdi um að leika eitt ár með rúss-neska liðinu. Jón Arnór er bróðir Ólafs Stefáns- sonar, hand-knatt-leiksmanns hjá spænska liðinu Ciudad Real, en Ólafur hefur þrisvar sinnum orðið Evrópu-meistari. Jón Arnór er Evrópu-meistari AP Jón Arnór, í bláum keppnis-búningi, í sigurleik Dynamo. HVÍT-RÚSS-NESKA söng-konan Anje-lica Agur-bash kom til Íslands að kynna lagið sem hún mun syngja í Evró-visjón-- keppninni. Hún hitti íslenska fréttamenn og flutti lagið sitt með aðstoð dansara og söngv-ara. Anje-lica er fædd árið 1970, en þegar hún var 18 ára vann hún í fyrstu fegurðar- sam-keppninni sem haldin var í Hvíta- Rússlandi. Hún var þá nemi við Lista- háskóla Hvíta-Rúss-lands. Hún er vinsæl söng- og leik-kona og býr í Moskvu ásamt eigin-manni sínum og þremur börnum. Angelica á Íslandi Morgunblaðið/Þorkell Angelica verður full-trúi Hvíta- Rúss-lands í keppninni. ÍSLENDINGAR unnu í norrænni stærð-fræði- keppni sem heitir KappAbel. Í vikunni var hún haldin í þriðja sinn, og nú í Kennara-háskóla Íslands. Í liðinu voru fjórir ung-lingar úr 9. bekk B í Lundar-skóla á Akur-eyri, þau Sunna Þorsteins- dóttir, Auðunn Skúta Snæbjarnarson, Eyþór Gylfason og Kamilla Sól Baldursdóttir. Kennarinn þeirra er Sigurveig María Kjartansdóttir. Íslenska liðið fékk 24 stig af 25 mögu-legum. Í öðru sæti urðu Norð-menn með 21 stig, en Danir, Svíar og Finnar fengu 17 og 16 stig. Keppnin er haldin til að efla áhuga ungl-inga á stærð-fræði og einn þriðji allra 9. bekkja á landinu tekur þátt í keppninni. Unnu í stærð-fræði-keppni Morgunblaðið/Árni Sæberg Kamilla Rún, Auðunn Skúta, Eyþór og Sunna sigruðu glæsi-lega. ÞRÍR íslenskir friðar-gæslu-liðar sem slösuðust í sprengju-árás í Kabúl í Afganistan í fyrra-haust fá ekki bætur frá Trygginga-stofnun ríkisins. Stofnunin segir að ástæðan sé sú að þeir hafi ekki að slasast í vinnu-slysi heldur í frí-tíma sínum. Sverrir Haukur Grönli, Stefán Gunnarsson og Steinar Örn Magnússon urðu fyrir árás þegar þeir stóðu vörð fyrir utan teppa-búð við Kjúklinga-stræti, sem er mikil versl- unar-gata í Kabúl. Í árásinni lést afg- önsk stúlka og ung banda-rísk kona lést af sárum sínum daginn eftir. Þar sem friðar-gæslu-liðar eru á hættu-slóðum utan og innan vinnu- tíma, þykir ljóst að eyða verður óviss- unni sem nú ríkir um rétt-indi þeirra. Morgunblaðið/Golli Sverrir, Stefán og Steinar skoða rönt- genmynd af Stefáni sem tekin var á hersjúkrahúsi í Kabúl. Friðar-gæslu- liðar fá ekki bætur HAUKAR urðu Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna í hand-knatt-leik á fimmtudaginn var. Hauka-stúlkur unnu ÍBV frá Vest-manna-eyjum í þriðja sinn í röð í úrslita-keppni DHL- deildarinnar. Lokatölur voru 26:23. „Eins og staðan er í dag erum við með langbesta liðið og sýndum það svo sannar-lega og sönn-uðum í kvöld,“ sagði Hanna Gréta Stefánsdóttir, leik-maður Hauka, en hún skoraði 9 mörk í leiknum. Morgunblaðið/Þorkell Kátar Hauka-stúlkur fagna sigri. Haukar eru Íslands-meist- arar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.