Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 17 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku bifreiðar í vinninga 10 Kauptu miða núna! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 27 49 9 4 /2 00 5 3 milljónir í skottið að auki ef þú átt tvöfaldan miða Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir! Ford Mustang En ég átti eftir að verða meira hissa seinna.“ Málið var samþykkt til meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum 28. janúar 2003. Sjö dómarar tóku ákvörðun um það og rökstuddu ákvörðun sína. Kjartan segist þá strax hafa verið þess fullviss að hann myndi vinna sigur. Dómstóllinn lagði til að reynt yrði að ná sátt milli máls- aðila. Kjartan segist fyrir sitt leyti hafa verið til í að reyna það. „Þegar svona sátt er gerð er hún í samræmi við Mannréttindasáttmál- ann. Upplýsingar sem málsaðilar veita varðandi sáttagjörðina eiga að vera trúnaðarmál. Dómstóllinn lagði fyrir aðferð um útreikning skaðabóta vegna fjárhagslegs tjóns, miskabóta og útlagðs kostnaðar. Þeir sögðu okkur að reikna þessa þrjá þætti út og höfðu milligöngu um að útbúa sáttatillögu með kröfu okkar gagn- vart ríkinu. Í þeim gögnum fylgdu upplýsingar sem ég gaf og voru trún- aðarmál, m.a. um tekjur mínar. Ég hef því aldrei talað um þessa þætti opinberlega og gætti trúnaðar bæði við ríkið og dómstólinn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tala opinberlega um þennan þátt þessa máls. Eftir að ég hafði lagt þessar upp- lýsingar fram hafnaði ríkið sáttatil- lögu dómstólsins alfarið og fór í mikið málaskak. Reyndi eiginlega að búa til nýtt mál og sagðist fulltrúi íslenska ríkisins ætla að leggja fram ný gögn í þessu máli. Það var því ekkert annað að gera en að þrauka og bíða eftir dómnum. Ég fékk síðan bréf frá dóm- stólnum sem ég þurfti að lesa tvisvar og þrisvar. Því fylgdu afrit af öðrum bréfum. Þar segist dómstóllinn hafa neitað að taka til greina greinargerð ríkisins að stórum hluta því það hafi brotið trúnað. Því fylgdu bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þar sem vísað er í bréfaskipti ráðuneyt- isins og Lífeyrissjóðs sjómanna um samvinnu þessara aðila um gagnaöfl- un í málinu. Trúnaðarupplýsingar voru komnar þangað og þeir að skiptast á um upplýsingar um mig, ríkið og lífeyrissjóðurinn. Lífeyris- sjóðurinn átti ekki neina aðild að mál- inu á þessu stigi og átti þar að auki að gæta hagsmuna minna! Þetta fannst mér sorglegast í öllu þessu máli. Í barnaskap mínum hélt ég að þegar mál væru samþykkt hjá Mannrétt- indadómstól Evrópu og send hingað til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins myndi hefjast ferli sem byggðist á öðrum vinnubrögðum en þessum. Ég þurfti því að marglesa þetta til að skilja það og trúa því.“ Sigur í höfn Kjartan segist hafa tekið ákvörðun um að bíða eftir niðurstöðu Mann- réttindadómstólsins, jafnsannfærður og áður um að niðurstaðan yrði já- kvæð fyrir sig. Mannréttindadóm- stóllinn kvað upp dóm 12. október 2004. Hann komst að þeirri niður- stöðu að ríkið hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Kjartani voru dæmdar bætur upp á 75 þúsund evrur vegna fjárhagstjóns, 1.500 evrur í miskabætur, auk skatta sem kunna að leggjast á bótafjár- hæðina. Þá voru honum dæmdar 20 þúsund evrur í málskostnað. „Það var góður dagur,“ segir Kjartan. „Þá voru liðin 8–9 ár frá því ég lagði af stað með málið. Ég fékk minni skaðabætur en ýtrustu kröfur okkar voru en það var tekið undir okkar málstað í einu og öllu.“ Dómsmálaráðherra vísaði bóta- þætti dóms Mannréttindadómstóls- ins til yfirdeildar dómstólsins. Það var í fyrsta skipti sem íslensku máli var vísað til yfirdeildarinnar. Yfir- deildin hafnaði því að taka málið fyr- ir. „Mér kom ekki á óvart að ríkið skyldi áfrýja dómsniðurstöðu Mann- réttindadómstólsins, ekki eftir það sem á undan var gengið,“ segir Kjartan. „Ríkið tók sér þá þrjá mán- uði sem það hafði til umhugsunar og áfrýjaði ekki mannréttindabrotinu heldur skaðabótunum, 76.500 evrum. Peningarnir voru ekkert aðalatriði fyrir mig. En þeir viðurkenndu mannréttindabrotið. Ég var búinn að lesa mér til um hvað þyrfti til að slík áfrýjun yrði samþykkt og var því allt- af sannfærður um að henni yrði hent út. Þau urðu líka örlög ríkisins.“ Kjartan hefur fengið skaðabæt- urnar greiddar frá ríkislögmanni. Hann segir að eftirfylgd málsins sé nú í höndum ráðherranefndar sem muni fylgja fullnustu dómsins eftir. Kjartan segist vera viss um að ýmsir eigi eftir að leita réttar síns á grund- velli þessa dóms. En hvernig líður honum í fætinum? „Fóturinn er enn að angra mig. Ég er misgóður, stundum alveg þokka- legur. Kuldinn fer illa í mig. Það er slitgigt í ökklanum og eftir því sem læknar segja mér munu óþægindin frá henni ágerast eftir því sem ald- urinn færist yfir. Ég hef verið búinn undir að ökklinn verði skrúfaður fast- ur þegar þar að kemur. Ég er alveg sáttur við það. Mér hefur vegnað vel, þrátt fyrir slysið. Margur hefur slas- ast verr en ég til sjós og margir ekki lifað það af. Þannig er nú sjómanns- starfið.“ Kjartan telur sig sleppa ósærðan frá þessari löngu baráttu og með sig- ur í hendi. Hvernig hugsar hann til andstæðinganna í málinu? „Ég ber engan kala til þessa fólks þótt það þyki einhverjum ótrúlegt. Ég hef ákveðið að fyrirgefa, réttlætið sigraði og ég er persónulega mjög sáttur við mína niðurstöðu. En það getur ekki verið íslenska ríkinu sam- boðið að vinna svona að þessum málaflokki. Það er landi og þjóð til skammar. Ég legg til að menn hugsi þetta upp á nýtt og breyti um vinnu- brögð. Það eiga ábyggilega fleiri eftir að koma á eftir mér og það má ekki taka svona á málum þegna landsins. Það er ójafn leikur þegar ríkið fer gegn einstaklingum sem hafa tak- markaða getu bæði fjárhagslega sem aðra. Ríkið getur sótt í ótæmandi sjóði til að reka sín mál. Það er ójafn leikur.“ gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.