Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 53 MINNINGAR Mikil heiðurskona er fallin frá, móðursystir okkar Ólöf Sigurbjarn- ardóttir. Fyrstu minningar okkar um frænku eru frá þeim tíma er við vorum börn og fórum í heimsókn í Laxárholt. Í litla torfbænum þeirra var hvorki hátt til lofts eða vítt til veggja en gestrisni og glaðværð réðu þar ríkjum. Víst er að margir eiga góðar minningar um skemmtilegar samverustundir og hlýjar móttökur hjá þeim. Lóa fluttist 8 ára gömul frá Litla-Kálfalæk í Laxárholt ásamt fjölskyldu sinni. Átti hún þar heimili þar til þær mæðgur flytja til Reykja- víkur eftir lát afa. Héldu þær saman heimili og leigðu fyrst íbúð á Ægi- síðu 74 og seinna á Reynimel 26. Þar vann hún hjá góðu fólki og var henni tekið sem einni af fjölskyldunni, átti hún vináttu þessa fólks og fjöl- skyldna þeirra til æviloka. Hún ÓLÖF SIGUR- BJARNARDÓTTIR ✝ Ólöf Sigurbjarn-ardóttir fæddist á Litla Kálfalæk í Hraunhreppi 20. júlí 1914. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ólöf Jónsdóttir, f. 28. október 1870, d. 26. desember 1960 og Sigurbjörn Jónsson, f. 27. nóvember 1874, d. 4. júní 1959, búsett lengst af í Laxár- holti. Systkini Ólafar voru Jósef, f. 26. desember 1899, d. 11. ágúst 1900, Margrét, f. 21. ágúst 1901, d. 19. mars 1990 og Sigurjón, f. 24. júlí 1905, d. 23. desember 1998. Fóstursystir og frænka Ólafar var Guðný Sigurðardóttir, f. 27. júlí 1902, d. 17. marz 1983. Útför Ólafar fór fram frá Foss- vogskapellu 20. apríl. frænka okkar gerði aldrei kröfur til ann- arra en gerði kröfur til sín, sýndi trúmennsku og kærleik í öllum sín- um verkum og gjörð- um, hún var mjög frændrækin og lagði sig fram um að halda sambandi við frændur og vini, afar gjafmild og lét sér annt um sitt frændfólk. Hún var góðum gáfum gædd, stálminnug og ættfróð, margir leituðu í hennar sjóð þegar eitthvað þurfti að vita frá gömlum tíma. Frænka gat slegið á létta strengi, kímnigáfu hafði hún góða,var manna skemmtilegust og hnyttin í tilsvör- um. Þegar vetur kveður og allt er að lifna og farfuglarnir komnir á Mýr- arnar kveður hún þennan heim sátt við lífið og sitt samferðafólk.Við vit- um að hún þakkar öllum frændum og vinum fyrir samfylgdina. Við þökk- um fyrir að hafa átt hana, hún kenndi okkur margt með lífsmáta sínum, lít- illæti, heiðarleika og hjartahlýju. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki augað sem glaðlegt hlær, hlýja í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Hvíl í friði, Guð blessi minningu þína. Ingigerður og Guðrún Jónsdætur. Það var ekki hátt til lofts né vítt til veggja í litla torfbænum í Laxár- holti, þar sem hún Ólöf Sigurbjarn- ardóttir eða Lóa eins og hún var ætíð kölluð, vinkona okkar, ólst upp í föð- urhúsum. En þar var mikið hjarta- rúm og öllum sem bar þar að garði var mætt með glaðlegu viðmóti og velgjörðum. Stutt var á milli bæj- anna Laxárholts og Vogs og mikill samgangur þar á milli. En aldrei kom maður svo þangað að ekki væri allt tandurhreint og hvítskúrað út úr dyrum. Nágrennið var ljúft og ein- kenndist af hjálpsemi og vináttu. En nú er þetta löngu liðin tíð og litli bærinn horfinn. Lóa flutti til Reykja- víkur ásamt móður sinni og fóstur- systur og héldu þær heimili saman meðan allar lifðu. Lóa giftist ekki né eignaðist börn en barngóð var hún og börn hændust fljótt að henni. Hennar hlutskipti var að þjóna öðr- um og vann hún við heimilishjálp mestallan sinn starfsferil. Vart er hægt að hugsa sér betri starfskraft, svo vönduð var hún til orðs og æðis og snyrtimennskan einkenndi öll hennar störf. Lóa var dagfarsprúð og hlédræg í margmenni en naut sín þeim mun betur í góðra vina hópi, var glettin í tilsvörum og oftar en ekki iðaði hún af góðlátlegri kímni. Hún var ættfróð og minnug og ósjaldan var leitað í hennar fróð- leiksbanka er þurfti að greiða úr efa- málum í sambandi við ættfræði eða rifja upp gamlan fróðleik. Lóa hafði ákveðnar skoðanir um menn og mál- efni og lét ekki aðra hafa áhrif á þær. Hjálpsemi og vinfesta voru þeir eig- inleikar sem fylgdu Lóu alla tíð. Hún var ætíð boðin og búin til að rétta hjálparhönd og mikið eigum við henni að þakka fyrir margvíslega að- stoð, ekki síst við foreldra okkar bæði meðan þau voru búandi í Vogi og eins er ellin færðist yfir og þau brugðu búi og fluttu til Kópavogs. Hún Lóa hringir ekki lengur til okkar á afmælisdögum eða öðrum tyllidögum, ekki heldur til að boða komu sína. En hún mun áfram lifa í minningum okkar. Þökk sé henni fyrir allar góðar stundir. Vogssystur. Elli frændi, eða Elli smellur eins og hann var oft kallaður, átti sér fleiri líf en kötturinn er sagður hafa úr að moða. Þegar horft er til baka mætti ætla að hann hafi vitað það sjálfur frá upphafi, það er líka mögulegt að honum hafi ekki ver- ið sérlega annt um líf sitt á köflum. Hann var yngstur í stórum systk- inahópi sem ólst upp í Bjarnaborginni við Hverfisgötu í Reykjavík. Elli var fremur smár vexti sem barn, snagg- aralegur, glaðlegur og uppáfinninga- samur. Systur hans sem voru honum talsvert eldri dáðu hann alla tíð. Elli lenti ungur í vandræðum eins- og það er kallað. Oft er reynt að finna orsakir svonalagaðs í barnæskunni og rétt er það að fjölskyldan í Bjarna- borginni varð fyrir áföllum sem settu mark sitt á drenginn. Pabbi hans týndist í nokkur ár meðan á heims- styrjöldinni seinni stóð og kom ekki alls kostar heill til baka úr hildar- leiknum. Þegar Elli var að komast til vits fórst bróðir hans í sjóslysi, áfall sem reyndi mjög á foreldra hans og fjölskylduna alla. Dvölin í Breiðuvík sem ætlað var að bæta hann og þroska gerði ekki annað en að berja í brestina og bæta í sársaukann. En svona er nú lífið, fjölskyldur verða fyrir skakkaföllum og það er misjafnt hvernig fólk bregst við áföllunum. Elli frændi minn drakk. Ég las fyrir mörgum árum viðtal EÐVALD MAGNÚSSON ✝ Eðvald Magnús-son fæddist í Reykjavík 24. sept- ember 1954. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 13. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð 22. apríl. við Englending sem var að kveðja Ísland eftir margra ára starf í sendiráðinu breska. Hann sagði bannað að segja það opinberlega, en eitt það sérstæðasta við Íslendinga væri drykkjumenningin, sem var að hans mati ákaf- lega skemmtileg! Það gerðist alltaf eitthvað þegar landinn drykki áfengi. Þannig var þessu varið með Ella. Þegar hann var í stuði var hann afar skemmti- legur og það gerðist alltaf heilmikið, í raun og veru alltof mikið og eftirleik- urinn var frænda mínum oft þungur í skauti. Það er kannski ekki bannað að tala um það sem gerðist á þessu skeiði í lífi Ella, en það er engin ástæða til að tíunda það allt saman. Í raun gerðist allt og á sama tíma ekki neitt, annað en það að hann eignaðist son sem var honum kær. Svo átti Elli líka aðrar hliðar og annað líf. Alkóhólismi er nöturlegur sjúk- dómur þegar verst lætur, erfiður bæði alkanum og aðstandendum hans. Elli barðist hetjulega gegn sjúkdómi sínum og var edrú árum saman. Það var aldrei auðvelt fyrir hann að stoppa neysluna, afleiðing- arnar, líkamlega, andlega og fé- lagslega voru slíkar. Á þessum edrú tímabilum var Elli oft í góðum tengslum við fjölskyldu sína og lét gott af sér leiða á margan hátt. Um nokkurra ára skeið vann hann sem næturvörður á sjúkrahús- inu Vogi. Þar tók hann á móti þján- ingabræðrum og systrum, gaf þeim flóaða mjólk og hlustaði á raunasögur þeirra sem ekki gátu sofið. Þannig gat Elli endurgreitt og veitt af því sem honum hafði verið gefið. Seinna bjó hann árum saman á Akureyri, edrú og í góðum friði við guð og menn. Elli hafði þannig langtímum saman betur í baráttu sinni við Bakkus. En alkóhólismi, ef við gefum okkur að sjúkdómurinn hafi sjálfstætt líf og vilja, er slægur og undirförull. Hann er líka afskaplega, afskaplega þolin- móður. Elli féll, en stóð upp aftur og barðist við ofureflið, þetta gera engir aukvisar. Fyrir rúmu ári lést Kristinn Ein- arsson, mágur Ella og mesti velgjörð- armaður. Kiddi var greindur maður, víðlesinn og afar raungóður. Hann gekk eiginlega Ella í föðurstað og studdi hann í gegnum þykkt og þunnt. Kiddi gat líka verið stríðinn og talaði stundum um vitleysingahjörð- ina í AA og SÁÁ. Það var hinsvegar Kiddi sem keyrði okkur upp á Vog þegar allt var komið í þrot. Það þrengdist heldur hagur Ella eftir að Kiddi dó. Ég hitti frænda minn síðast í nóv- ember þegar ég var í stuttri heim- sókn á Íslandi. Það virtist vera af hon- um mesti móðurinn og hann var hálf vondaufur. Ég spáði ekki mikið í það, hafði sætt mig við það fyrir mörgum árum að hann gæti dáið hvenær sem var, annaðhvort úr neyslu eða fyrir eigin hendi. Hann gat ekki ráðið ferð- inni þegar hann var í neyslu og hann var mikið þjáður líkamlega. Þetta var því í raun og veru hans mál og mínar tilfinningar eða skoðanir skiptu litlu máli. Ég sat einn á hótelherbergi, veð- urtepptur á Grænlandi þegar ég frétti að frændi minn væri allur. Þarna í einverunni fannst mér ég hafa svikið Ella og logið að sjálfum mér með því að hugsa sem svo að þetta væri bara hans mál. Það hefði verið nær að segja honum hversu vænt mér þótti um hann og að hans hlutverki væri ekki lokið, að hann mætti berjast aðeins lengur. Ég sakna nefnilega Ella frænda, ekki eins og hann hefði átt að vera, heldur nákvæmlega eins og hann var. Magnús Lárusson. Elsku Bassi minn, hér sit ég og hugsa um þig og mér finnst eins og þú sért ekki farinn. Ég uppgötvaði í kvöld að ég hef ekki kvatt þig og kannski af eigingirni hef ég ekki viljað það en þú ert farinn og verðum við að sætta okkur við það. Ég sakna að sjá þig ekki niðri í bæ að fara í fyr- irtækin og vita að þú sért í vinnunni, ég sá þig næstum upp á hvern dag því þú varst alltaf á ferðinni en nú rölti ég niður í bæ og hvergi sé ég þig. Í bernskuminningunum mínum ertu Bassi frændi sem varst svo hress, kátur og svo ofsalega góður og ekki má gleyma að húmorinn var alltaf við höndina. Þú varst í sama gæðaflokki og jólasveinninn í hug GUÐMUNDUR HREINN ÁRNASON ✝ GuðmundurHreinn Árnason fæddist á Akureyri 23. desember 1943. Hann varð bráð- kvaddur að kveldi 6. apríl síðastliðins og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 15. apríl. barnsins í mér, alltaf varstu barngóður. Elsku Bassi frændi, nú kveð ég þig með sorg í hjarta og fullan poka af góðum minn- ingum. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Sísí, Bóbó, Víðir og fjöl- skyldur, megi Guð halda í hönd ykk- ar og leiðbeina ykkur á þessum sorg- artíma. Elín Ása. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Okkar kæri faðir og uppeldisfaðir, GILS GUÐMUNDSSON, fyrrv. alþingismaður og rithöfundur, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 29. apríl. Erna Gilsdóttir, Úlfur Árnason, Lona Dögg, Lena, Nanna, Erik, Anna Björg, Hanna, Viola Sif, Jóhann, Gustav, Emma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.