Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KENNA RÁÐ VIÐ OFFITU Landspítali – háskólasjúkrahús er leiðandi á Norðurlöndum í fram- kvæmd offituaðgerða og hafa læknar frá Danmörku, Noregi og Bretlandi komið hingað til lands á námskeið í slíkum aðgerðum. Síðan offituað- gerðir með kviðsjárholstækni voru fyrst gerðar á LSH í lok ársins 2000, hafa verið gerðar um 70–90 slíkar að- gerðir á ári, alls 250 frá upphafi. Að- gerðirnar verða sífellt hættuminni fyrir sjúklinga vegna tækniþróunar síðustu árin. Minnst stríðsloka í Víetnam Þess var minnst með miklum há- tíðarhöldum í Víetnam að liðin voru 30 ár frá lokum Víetnamstríðsins. Talið er að allt að þrjár milljónir landsmanna hafa fallið í stríðinu auk 58.000 Bandaríkjamanna sem studdu stjórn Suður-Víetnams. Lögð var áhersla á framtíðina og efnahaginn í gær og hvöttu ráðamenn til góðra samskipta við Bandaríkjamenn. Rær í kringum landið Kjartan J. Hauksson kafara ætlar í sumar að ljúka við að róa í kringum landið og safna með því fé fyrir ferða- sjóð Sjálfsbjargar. Eins og flestir muna ætlaði hann að róa í kringum landið árið 2003 en varð frá að hverfa eftir að báturinn brotnaði í vestfirsk- um brimsköflum. Öflugt markaðsstarf Í skýrslu nefndar um heilbrigð- istölfræði á Norðurlöndunum kemur fram að á árunum 1999–2004 hafi sala þunglyndislyfja aukist um 65%. Aukningin sé að verulegu leyti til- komin vegna öflugrar markaðs- setningar á serótónín-þunglynd- islyfjum og þá sé lítil fyrirstaða í samfélaginu við notkun slíkra lyfja. Landlæknisembættið áætlar að um 900 börn og unglingar hafi verið á slíkum lyfjum árið 2004. Hlynntir stjórnarskrá ESB Franskir kjósendur virðast vera að skipta um skoðun á stjórnarskrá ESB. Ný könnun gefur til kynna að 52% ætli sér að greiða atkvæði með stjórnarskránni í þjóðaratkvæðinu 29. maí en síðustu mánuði hafa kann- anir sýnt meirihluta gegn henni. Atvinnumenn á Reyðarfirði Stofnað verður atvinnuslökkvilið í Fjarðabyggð og munu átta manns skipa liðið og er gert ráð fyrir að tveir verði á vakt hverju sinni. Slökkviliðið mun einkum sinna Reyð- arfirði og Eskifirði sem og slökkvi- starfi við álverið. Verið er að leita að hentugum körfubíl vegna byggingar háhýsa á Reyðarfirði. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 49/53 Fréttaskýring 8 Myndasögur 58 Hugsað upphátt 27 Dagbók 58/61 Sjónspegill 30 Víkverji 58 Veiðipistill 26 Staður og stund 61 Forystugrein 36 Leikhús 62 Reykjavíkurbréf 36 Bíó 66/68 Umræðan 38/46 Sjónvarp 70 Bréf 41 Staksteinar 71 Hugvekja 48 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „EITT mikilvægasta skrefið nú er að fræða almenning hér í Indónesíu um hverjar hætturnar eru og hvernig réttast sé að bregðast við ef stór jarð- skjálfti verður eða önnur flóðbylgja skellur á, því það skortir mikið upp á skilning almennings hér á eðli ham- faranna,“ segir Freysteinn Sig- mundsson, jarðeðlisfræðingur og for- stöðumaður Norræna eldfjalla- setursins, sem staddur er í Banda Ache í Indónesíu á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og ut- anríkisráðuneytisins þar sem hann vinnur fyrir stofnunina OCHA (Office for the Coordination of Humanitarian Affairs) hjá Samein- uðu þjóðunum. Að sögn Freysteins veitir OCHA ýmiss konar ráðgjöf varðandi upp- byggingu á svæðinu og sér um tengsl og samræmingu á hjálparsvæði. Fór Freysteinn utan 20. apríl í því augna- miði að starfa með hópi indónesískra jarðvísindamanna í rúman hálfan mánuð. Meginhættan sunnar „Ég var fenginn inn í hópinn til að veita jarðfræðilega ráðgjöf um skjálftavirknina sem er á svæðinu núna, áframhaldandi atburðarás og ráðleggja hvernig fólk eigi að bregð- ast við og hegða sér í jarðskjálftum og leiðbeina um jarðfræðilegar hætt- ur,“ segir Freysteinn og tekur fram að hlutverk sitt sé líka að tryggja að SÞ fái allar upplýsingar frá svæðinu sem fyrst. Freysteinn segir það nokkuð af- gerandi skoðun indónesískra jarðvís- indamanna að meginhættan á stórum jarð- skjálfta sé ekki á því svæði sem hamfarirnar urðu í desember sl. heldur nokkru sunnar á Súmötru og telst borgin Pabang á Mið- Súmötru í mestri hættu. Segir hann menn hafa tals- verðar áhyggjur af því að atburða- rásinni á svæðinu sé ekki lokið. Segir það byggjast annars vegar á þeirri jarðfræðilegu virkni sem verið hefur á svæðinu og hins vegar reynslu manna frá öðrum stöðum í heiminum þar sem sambærilegar jarðfræðileg- ar aðstæður eru fyrir hendi þar sem ein jarðplata er að flytjast niður undir aðra. Freysteinn rifjar upp að brot- flötur skjálftans 26. desember sl. hafi verið mjög stór þar sem hann náði frá Súmötru langleiðina til meginlands- ins. „Þessi skjálfti varð þess líklega valdandi að það varð annar mjög stór skjálfti 28. mars sl. upp á 8,7 og í kjöl- far hans skjálfti upp á 6,7 hinn 10. apríl sl. enn sunnar. Í beinu framhaldi af honum varð síðan eldgos í Talang- eldfjallinu á Súmötru dagana 12.–14. apríl,“ segir Freysteinn og bendir á að ljóst sé að jarðskjálftavirknin sé að flytjast suður eftir plötumótum und- an ströndum Indónesíu. Sjálfvirk viðvörunarkerfi verði virk innan 18 mánaða Spurður hvernig staða mála sé varðandi jarðfræðileg mælitæki á staðnum segir Freysteinn enn skort á tækjum þótt eitthvað hafi verið bætt við. „Það liggja fyrir mjög stórar áætlanir um sjálfvirkt viðvörunar- kerfi um flóðbylgjur í Indónesíu sem mun byggjast á nokkur hundruð nýj- um jarðskjálftamælum og sjávar- hæðarmælum. Ég tók þátt í ráð- stefnu um þetta kerfi í vikunni og það er ákveðið að það eigi að fara af stað með þetta með hjálp ýmissa stofnana og erlendra aðila, en það mun taka um 18 mánuði áður en þetta verður virkt. Í millitíðinni verður stuðst við þau mælitæki sem indónesískir jarð- vísindamenn hafa sem og jarð- skjálftamælingar í öðrum löndum.“ Að sögn Freysteins verður með nýju sjálfvirku mælitækjunum á að- eins örfáum mínútum hægt að reikna jarðskjálfta út mjög nákvæmlega og út frá því meta hvort og hvernig flóð- bylgju hann myndar. „Meginvandinn sem við hins vegar stöndum frammi fyrir er hvernig við getum komið upp- lýsingum um yfirvofandi hættu til al- mennings og hvernig við getum feng- ið almenning til að skilja hættuna og vita hvernig best er að bregðast við henni. Þess vegna þarf strax að hefjast handa við að upplýsa og mennta almenning um eðli jarð- skjálfta og flóðbylgna þannig að hver og einn viti hvernig bregðast skuli við ef hættuástand skapast,“ segir Frey- steinn og tekur fram að mikill áhugi sé hjá ýmsum hópum um að koma slíkum fræðsluverkefnum af stað sem fyrst. Íslenskur jarðeðlisfræðingur veitir ráðgjöf um skjálftavirkni í Suður-Asíu Brýnt að kunna viðbrögð Borgin Banda Ache í Indónesíu var einn þeirra staða sem verst urðu úti í hamförunum í desember síðastliðnum. Hér má sjá skip sem flóðbylgjan skolaði langt upp á land og víða sópuðust byggingar burtu í flóðunum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Freysteinn Sigmundsson KÆRUNEFND útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hafi brotið lög þegar gengið var til samninga við Háfell ehf., sem átti næstlægsta tilboð í gerð Suðurstrandarvegar í byrjun þessa árs. Eftir að lægstbjóðandi afturkallaði sitt tilboð reyndist Nesey hf. eiga lægsta tilboð, 84 milljónir króna, en Vegagerðin samdi við Háfell, sem bauð 98 milljónir í verkið. Árni Svavarsson, einn eigenda Neseyjar, segir við Morgunblaðið að fyrirtækið muni krefjast skaða- bóta en kærunefnd útboðsmála kemst jafnframt að þeirri niður- stöðu að Vegagerðin sé skaðabóta- skyld vegna þessa útboðs. Var Vegagerðinni sömuleiðis gert að greiða Nesey 250 þúsund krónur í málskostnað fyrir kærunefndinni. Tilboð í framkvæmdina voru opnuð 18. janúar síðastliðinn. Dag- inn eftir fékk Nesey bréf frá Vega- gerðinni þar sem óskað var marg- víslegra fjárhagsupplýsinga um fyrirtækið og stöðu þess. Hinn 1. febrúar tilkynnti Vegagerðin Nes- eyjarmönnum að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við Háfell á grundvelli útboðsins. Nes- ey sætti sig ekki við þetta og krafðist þess að kærunefnd út- boðsmála stöðvaði samningagerð- ina. Hafnaði nefndin þeirri kröfu 17. febrúar þar sem hún taldi sig ekki hafa heimild til að stöðva samninga, sem þá höfðu þegar verið undirritaðir. Nesey hafði þá lagt inn aðra kæru til nefndarinn- ar um að útboðið yrði úrskurðað ólögmætt. Óljóst ákvæði í útboðsgögnum Í þessu máli er deilt um tiltekið ákvæði í útboðslýsingu Vegagerð- arinnar, þ.e. hvort Nesey hafi upp- fyllt það skilyrði að upphæð fyrri verksamninga síðustu fimm ára hafi að lágmarki verið 50% af til- boði í Suðurstrandarveginn. Vega- gerðin túlkaði ákvæðið svo að um hafi verið að ræða eitt sambæri- legt verk en túlkun Neseyjar var að um hefði verið að ræða fleiri en eitt verk. Kærunefnd útboðsmála tekur undir með Nesey og telur þetta ákvæði ekki hafa verið nógu skýrt. Vegagerðin verði að bera hallann af þeirri ónákvæmni sem í útboðsgögnum voru. Því hafi val Vegagerðarinnar á verktaka ekki byggst á lögmætum forsendum. Talin hafa brotið lög í út- boði á Suðurstrandarvegi Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Verktakinn sem átti lægsta gilda tilboðið hyggst krefjast skaðabóta KATRÍN Fjeldsted hefur verið kjörin varaforseti í Evrópusam- tökum lækna til næstu tveggja ára. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur tekur sæti í stjórn- inni og Katrín er jafnframt fyrsta konan sem kjörin er í stjórn þeirra. Ný stjórn tekur við um áramótin. Evrópusamtök lækna (CPME) eru regnhlífarsamtök lækna- félaga í Evrópu og er m.a. leitað til þeirra um að gefa umsagnir um tillögur Evrópusam- bandsins og Evrópuþings- ins í heilbrigð- ismálum. Þau hafa auk þess frumkvæði að því að koma á framfæri af- stöðu lækna til hinna ýmsu mála sem unnið er að á Evrópuvettvangi. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Brussel og eru stjórnarfundir yfirleitt haldnir þar. Katrín hefur verið fulltrúi Íslands í samtökunum í tæplega fimm ár. Katrín var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins frá 1982–1994, þingmaður flokksins 1999–2003 og er nú varaþingmaður hans. Þá var hún formaður Félags ís- lenskra heimilislækna á árunum 1995–1999 og átti jafnframt sæti í stjórn Læknafélags Íslands. Katrín Fjeldsted Varaforseti Evrópusamtaka lækna FRAM kom í skýrslu Davíðs Odds- sonar um utanríkismál, sem hann flutti á Alþingi í fyrradag, að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um Íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar. Gert væri ráð fyrir því að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í haust. Lög um Íslensku friðargæsluna MEÐALDAGVINNULAUN fé- lagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Ís- lands eru 295.000 kr. á mánuði skv. viðhorfskönnun sem gerð var meðal félagsmanna og birt er á vefsíðu sambandsins. Þar kemur einnig fram að samkvæmt nýjustu upplýs- ingum frá kjararannsóknanefnd eru heildarmánaðarlaun rafiðnaðar- manna að meðaltali í dag um 360 þúsund krónur. Könnunin bendir einnig til þess að meðalvinnutími rafiðnaðarmanna hafi styst. Meðalvinnuvikan er 44 klst. og hefur hún styst um tæplega tvær klst. á síðustu tveim árum og um liðlega ellefu klst. frá því þjóð- arsáttin var gerð árið 1990. Liðlega 42% félagsmanna vinna í dag ein- ungis dagvinnu. Meðallaun félaga í RSÍ 360 þúsund HELDUR kuldalegt var um að lit- ast á Húsavík í gærmorgun en þar var snjór yfir öllu enda hálfgert kuldakast víða norðanlands og víða gránaði í fjöll. Hiti var þar víða ekki nema rétt yfir frostmarki. Hlýrra var sunnanlands en spáð er norðlægum áttum og svölu veðri næstu daga. Allt hvítt á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.