Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það var í hæsta máta for-vitnileg sýning sem lista-safnið í Kerteminde,kennt við Johannes Lar-sen, hleypti af stokkunum í húsakynnum sínum og stóð yfir frá 9. október til 31 desember á síðasta ári. Var þarnæst opnuð í Sophien- holm í Lyngby á útmánuðum og lauk annan í páskum. Um að ræða anga hugmyndar sem safnið vinnur einkum með, hvar útgangspunkturinn er „List og nátt- úra með augum Norðurlandanna“. Í þessu tilviki „Sögueyjan“, 150 ára tímabil séð með augum danskra og íslenskra listamanna. Í framhaldinu hefur sýningin verið sett upp í aðal- sölum Hafnarborgar í Hafnarfirði. Fyrir okkur Íslendinga er fram- kvæmdin auðvitað hin mikils- verðasta vegna þess að í brennidepli er íslenskt landslag í augum danskra og íslenskra málara, öll samanburðarfræðin sem hún inni- ber. Kunnara en svo að orð sé á ger- andi, að fyrir daga ljósmyndarinnar töldust málarar og teiknarar ómiss- andi í rannsóknarleiðöngrum um ókunna stigu í þeim tilgangi að skjalfesta þá sjónrænt. Sjálf skrá- setningin þótti engan veginn full- nægjandi, sjónarheimurinn varð skilyrðislaust að koma til sem mik- ilvæg viðbót, áhersla og sönn- unargagn. Í inngangsorðum sýning- arskrár er vísað til þess „að sambandið við Ísland sé mjög sterkt og endurspeglist í verkum lista- manna frá Kerteminde. Í þá veru megi álíta að Kerteminde sé ein- staklega vel til þess fallið að miðla íslensk-dönskum tengslum í list frá þessu tímabili“. Mörgum mun þessi staðhæfing um Kerteminde vafalaust ný tíðindi, þótt ekki verði á nokkurn hátt dreg- ið í efa, má hér nefna að hinn nafn- kenndi myndlistarmaður Johannes Larsen (1867–1961) heimsótti Ísland 1927 og 1930 og tengdist landinu nánum böndum. Kynntist Mugg og Jóni Stefánssyni og vingaðist við Kjarval og Ólaf Túbals. Átti til við- bótar drjúgan þátt í að vekja áhuga Dana, ekki síst danskra listamanna á íslenskri myndlist. Um sína daga aðallega þekktur fyrir teikningar og vatnslitamyndir, ekki síst fugla- myndir, í þeirri grein var hann í sér- flokki í Danmörku, einnig málaði hann talsvert í olíulitum. Segir nokkra sögu að notalega listasafnið í Kerteminde á Fjóni ber nafn hans. Johannes Larsen gerði fjölda rissa og vatnslitamynda á ferðum sínum á Íslandi og myndskreytti viðhafn- arútgáfu af Íslendingasögunum, rit- stýrða af engum minni en Johannes V. Jensen (nóbelsverðlaunaskáld 1944), sem gefin var út í kjölfar al- þingishátíðarinnar 1930, hvors tveggja sér stað á sýningunni. Einn- ig myndlýsti Larsen Íslandsblað Berlingsins, sem út kom í tilefni há- tíðarinnar, bæði með teikningum og vatnslitamyndum þar sem mynd- efnið var sótt til Þingvalla. Jafn óviðjafnanlega og hér var staðið að verki er ámælisvert að eintökin skuli ekki til sýnis á Þjóðminjasafninu í ljósi hinar miklu sögu sem að baki liggur og kemur okkur öllum við. Gunnar Gunnarsson skrifar mikla grein yfir heila opnu sem fékk heitið Det tusindaarige Island, og Sigfús Blöndal aðra. Í tilefni sýningarinnar í Kerteminde kom út veglegt rit í stóru broti: „Sagafærden, Island oplevet av Johannes Larsen 1927– 1930“. Inniber frásagnir, dagbækur og bréf listamannsins, ásamt fjölda myndrissa af landinu. Stórmerkilegt framtak sem fljótlega verður fjallað um. Loks ber að geta vel hannaðrar efnisskrár/ katalógu á íslensku og dönsku sem Erland Porsmose hefur tekið saman og er mjög upplýsandi, þó helst hvað snertir hina eldri lista- menn sem sóttu menntun sína til Danmerkur. Illu heilli hefur stórum minni rækten skyldi verið lögð við þannsérstaka þátt í samskiptum grannþjóðanna sem gengur út á að miðla norrænum sjónmenntaarfi. Raunar hefur það verið svo um alla opna samvinnu varðandi innbyrðis miðlun myndlistar á Norðurlöndum, sem enn í dag er einhæf og máttlaus, helst í skötulíki. Engin yfirgrips- mikil gagnsæ og hlutlæg sam- anburðarúttekt verið gerð á þróun myndlistar á svæðinu í tímans rás. Má þó telja hana löngu tímabæra ætli Norðurlönd að rækta sérstöðu sína í líkingu við aðrar þjóðir af skyldum meiði. Minni hér aðeins á, að samsetning þjóða er yfirleitt ærið fjölskrúðug, hvort sem um er að ræða England, Frakkland, Þýska- land eða Bandaríkin, hér koma til héruð, umdæmi, sýslur og lands- hlutar sem hafa meiri og minni sjálf- stjórn. Þeim mjög annt um fortíð sína og koma fram sem ein heild, um leið fylgir að innan þeirra er mesta svigrúmið fyrir hvers konar framrás í formi jarðbundinna nýjunga og nú- listir. Og ef stóru þjóðheildirnar telja það frumskyldu sína að hlúa öðru fremur að sínum afmarkaða garði og viðteknu ímynd, í þeirri vissu að tíminn langa dregur drögu lífs, að hann sé efnismeira hugtak en andráin ein og morgundagurinn, má ætla frumskyldu Norðurlanda að fara að dæmi þeirra. Að öðrum kosti er hætta á að menning þeirra þynn- ist út og löndin verði ósjálfstæð og lítilþæg þý í hópi þjóða. Einfaldast að spyrja að svo komnu; hvar er Samnorræna listasafnið til húsa og hvaða ár kom samnorræna al- fræðiritið um sjónmenntir út? Hvernig sem á er litið er þema-hugmynd listasafnsins íKerteminde í hæsta máta marktæk og raunhæf, þannig séð verð allrar athygli. Löngu kominn tími til að menn rétti út hönd yfir höf og landamæri í stað þess að sitja hver í sínu horni nema þegar um skálaræður og glasaglaum til hátíða- brigða er að ræða. Hið staðbundna hefur alltaf verið mikilvægasta eldsneyti listarinnar, jafnt í sígildri list og núviðhorfum. Beinar og láréttar línur eru þannig listamönnum flatlendis tamari en þeirra sem lifa í stórbrotnu um- hverfi, hálendi og fjallstinda ber yf- ir. Annað mál að menn leita líka í andstæðurnar og má hér vísa til fjölda hústurna í Kaupmannahöfn og Amsturdammi annars vegar, en flatra þaka hugmyndasnauðra og lágreistra bygginga í Reykjavík, hins vegar kemur fleira náttúrlega til. Dönskum myndlistarmönnum er þannig jafneðlilegt að vinna með lá- réttar línur og hið blíðlega og Ís- lendingum að leita til hins stór- brotna, fjölþætta og hrjúfa. Þá er sjálfstæðisbarátta eða stjórn- málastefnur ekki endilega drif- kraftur skapandi athafna eins og dæmin sanna, þótt hvort tveggja geti ýtt við listamönnum. Þeir eiga skilyrðislaust að vinna út frá efnivið- inum handa á milli og allt um kring, hann er hinn eini sanni frjóangi og alþjóðamál listarinnar, einkum á seinni tímum þegar einangrun og umrót fortíðar er að baki. Aldrei mikilvægara að viðhalda sem mestri fjölbreytni en á tímum þá heimurinn er sífellt að verða einsleitari, álykt- un þess efnis meira að segja komin frá Sameinuðu þjóðunum. Í seinni tíð leitar hinn hugsandi fjöldi æ meir til hins fágæta, jafnt í listum sem náttúrusköpunum, og óhætt að árétta hér enn einu sinni að fortíðin hefur löngu þrengt sér inn í mynd- ina hvað samanlagðan sjónarheim- inn snertir. Þetta allt kemur nefndri sýn-ingu mikið við, einnig nýrskilningur á mörgum fyr- irbærum í kringum okkur, landslag- inu um leið. Landslagið sem til- tölulega ungt fyrirbæri í málaralist hverfur ekki svo glatt út úr mynd- inni, ekki mögulegt að úrelda fyr- irbærið frekar en manninn og nátt- úruna. Að landslag varð öðru fremur hluti svonefndrar stofulistar var í og með tískufyrirbæri á tímum fólks- flótta úr sveitum þá þéttbýliskjarnar tútnuðu út sem aldrei fyrr. Fólk vildi hafa sveitirnar hjá sér inni í stofu og landslagið að vissu marki ímynd rómantískrar fortíðarþrár, en þar fyrir er landslagið í sjálfu sér ekki ómerkara viðfang en önnur sýnileg fyrirbæri og verður að telja þess lags fullyrðingar óyfirvegaðan og grunnhygginn framslátt. En svo er annað, að landslagið er miklu meira en ytra byrði jarðmöttulsins, ber í sér stöðug umskipti eftir birt- umögnum og veðurfari. Í þá veru er það að vissu marki abstrakt, hið hlutvakta myndferli á grunnfleti verður að sértækri og einstaklings- bundinni skilgreiningu á lifun en síð- ur einhverju óhagganlegu og al- gildu. Lifunin andar á skoðandann, engum sýnileg en þó til staðar eins og aðrar kenndir okkar og tilfinn- ingar; gleði, sársauki, ást og hatur, allt það margþætta samsafn skynj- ana sem í mannskepnunni býr. Þetta framber að ekki er til neitt algilt innsæi á landslag né önnur hlutvakin fyrirbæri, að hið innra auga ásamt einstaklingsbundinni lif- un gegnir hér stærra hlutverki en sú takmarkaða beina sjónskynjun sem maðurinn hefur yfir að ráða. En sjón mannsins er nú einu sinni í jafnvægi við önnur skilningarvit hans, og samanlagt gera þau manndýrið að mjög sérstöku sköpunarverki. Loks hefur maðurinn heila sem í tímans rás hefur gert honum fært að þróa með sér andlega hæfileika fram yfir önnur dýr jarðar. Ég hugsa, þess vegna er ég, „Cogito ergo sum“ sagði nýaldarhugsuðurinn Des- cartes. Kjarninn í heimspeki hans var að efast kerfisbundið um allt, að hið eina sem ekki yrði dregið í efa væri efinn sjálfur, og þar með tilvist þess að efast. Í ljósi þessa er sú ár- átta nútímamannsins að slá ein- hverju föstu, bera á borð algildar staðreyndir í þjóðmálum og listum ekki traustvekjandi. Jafnvel hefur meira verið rifið niður á friðartímum en sprengjuregn tveggja heims- styrjalda megnaði að gera og allt með fulltingi sannfæringarinnar um óskeikuleika klæðskerasaumaðra hugmynda. Myndefnið eitt sér getur ekki helgað útkomuna, myndstíllinn ei heldur, myndverkið stendur og fell- ur með sjálfu sér, tjákrafturinn og innsæið geta helst réttlætt tilvist þess. Liggur fullkomlega milli hluta hvort ytra byrði landslagsins sé sér- staklega tekið til meðferðar eða hin beinu og rafmögnuðu hrif sem þau hafa á gerandann, brigðum í lofti og gróandi. Hvort tveggja skarar jarð- arsköpin og sækir tilverurétt sinn til landsins. Sýningin „Sögueyjan“ í Sophien-holm og Hafnarborg, þyrlarupp áleitnum hugleiðingum um norræna samvinnu á sviði mynd- lista og listhugtakið í það heila. Hugsunin að baki er meginveigur og aðal hennar en helstur meinbugur að hún er of smá í sniðum og ófull- komin, einkum í Hafnarborg, inn- vígður skoðandi fær fljótlega á til- finninguna að það vanti eitt og annað inn í framkvæmdina, glomp- urnar auðsæjar. Til kemur einnig að ekki hefur tekist að bregða upp þeirri nálgun og yfirsýn sem slíkri framkvæmd er lífsnauðsyn, milli- veggir veikja sýninguna frekar en styrkja, hér hefði þurft að koma til fjölbreytni og metnaður í líkingu við uppsetningu sýningar á verkum Elí- asar Hjörleifssonar á síðasta ári, sem sonur hans Ólafur Elíasson og lið hans stóðu að, og helst hefði hún þurft að vera yfirgripsmeiri og í öllu húsinu. Þá vantar eitt og annað inn í heildina í Hafnarborg, sumt virðist hafa orðið eftir í Danmörku annað alveg horfið eins og framlag Georgs Guðna og Ólafs Elíassonar og er heldur slakt. Töluverður hluti sýn- ingarinnar eru nefnilega laus riss og bókalýsingar sem þurfa alveg sér- staka meðhöndlun til að grípa hug skoðandans, ekki síður en til að mynda innsetningar unga fólksins nú á dögum, og missa marks í þess- um slitna og sundurlausa búningi. Hér falla framkvæmdaaðilar í keim- líka gryfju og þeir á Gerðarsafni varðandi sýnishorn íslenskrar myndlistar sem Danir sönkuðu að sér á liðinni öld. Verið að búa til eins konar sérsýningar í stað þess að bregða upp hlutlægri mynd af þver- skurðinum, hins vegar verður að telja báðar þessar framkvæmdir hinar mikilsverðustu, ámælisvert og illt til þess að vita að hér eru það Ís- lendingar sem hafna útréttri hönd. Framkvæmdin Sögueyjan er þrátt fyrir allt afar mikilvægur gjörningur sem hlýtur að snerta djúpa strengi í brjóstum allra þeirra sem annt er um íslenska sögu. Ís- lenska og norræna myndlist um leið, – geta fundið til. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11–17 til 9. maí. Lokað þriðjudaga. Aðgangur 300 krónur. Sögueyjan SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsíða Íslandsblaðs Berlingske Tidende í tilefni alþingishátíðarinnar 1930. bragi_asgeirsson@msn.com s: 570 2790www.baendaferdir.is hjólaferðir til evrópu Austurríki og SlóveníaHjólað og siglt í Hollandi 26. júní - 5. júlí 2005 Fararstjóri: Þórður Höskuldsson 11. – 18. júní 2005 Fararstjóri: Þórður Höskuldsson LÉTT FERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.