Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 51 MINNINGAR ✝ Svava IngibjörgIngimundardótt- ir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1916. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 17. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Akranesi, f. 3. maí 1889, d. 17. október 1968 og Ingimundur Nóvember Jónsson frá Vatnsleysu- strönd, f. 30. nóvem- ber 1885, d. 9. maí 1937. Systkini hennar eru Guðrún Margrét, f. 1915 d. 1975, Margrét, f. 1921, Finnur Hilmar, f. 1926, d. 1995 og Guðmundur Rafn, f. 1931. Svava giftist fyrri manni sínum Magnúsi Hauki Helgasyni raf- virkjameistara frá Akureyri árið 1938. Haukur drukknaði í Glerá í Eyjafirði árið 1945. Þau voru barnlaus. Svava giftist 7. apríl 1951 seinni manni sínum Hákoni Guðmundi Ólafssyni, f. 4. nóvember 1916. Kjördóttir þeirra er Sólveig Magnea Hákonar- dóttir, f. 29. mars 1956. Börn hennar eru Hákon Atli Birg- isson, f. 16. desem- ber 1976 og Svava Hlín Hilmarsdóttir, f. 27. mars 1987. Á yngri árum vann Svava í Björns- bakaríi við Ingólfs- torg og síðan í bak- aríi Jóns Símonar- sonar að Laugavegi 5. Eftir fráfall Hauks árið 1945 hélt hún til London og dvaldi þar í tæpt ár. Eftir komuna frá Bretlandi vann hún sem klínik- dama hjá Matthíasi Hreiðarssyni tannlækni. Hún lét af starfi sínu þar árið 1949 vegna veikinda. Frá þeim tíma var hún heimavinnandi húsmóðir. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir ásamt eftirlifandi manni sín- um. Útför Svövu fór fram frá Foss- vogskapellu miðvikudaginnn 27. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. „Amma Svava og afi Hákon,“ hljómar í mínum eyrum sem eitt orð, ein heild. Nú er bara afi Hákon. Ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fá að búa hjá ömmu og afa þegar ég var lítill snáði ásamt mömmu minni, því má segja að ég hafi alist jafnmikið upp hjá þeim og mömmu á þeim tíma. Amma var alltaf þar til staðar fyrir mig, vildi allt fyrir mig gera. Amma var alltaf eins í skapinu, ró- leg, glaðlynd og leit alltaf á björtu hliðarnar, ef ég á að segja eins og er þá man ég ekki eftir neinu einasta skipti þar sem hún skipti skapi. Amma gat alltaf fundið sér eitt- hvað til dundurs, mikið var lesið í dönsku, norsku og ensku slúðurblöð- unum og hafði hún gaman af því að lesa um kóngafjölskyldurnar og hagi þeirra. Amma var nefnilega ansi góð tungumálamanneskja. Hún var hins vegar ekkert að gorta af því og það er akkúrat það sem einkenndi hana, þ.e.a.s. hlédrægnin. Ég man ekki eftir einu einasta skipti þar sem amma var að tala um fortíðina eða liðna atburði. Eitt af því sem ég man svo vel eft- ir eru bíltúrarnir með ömmu og afa á gamla góða R 5100, þá fórum við oft saman í Heiðmörkina og Öskjuhlíð- ina og svo var það alltaf rútína að fá ís í enda bíltúrsins. Svona þegar að ég halla aftur aug- unum og hugsa aftur í tímann sem ég átti með ömmu og náttúrulega afa, þá dettur mér alltaf fyrst í hug öll kvöldin þar sem ég sat á stólarm- inum í fanginu hjá afa mínum og með ömmu á hægri hönd í sófanum við hliðina á stólnum hans afa. Þann- ig eyddum við mörgum kvöldum saman í að horfa á sjónvarpið eða spjalla. Það er sennilegast mesta ör- yggistilfinning sem ég man eftir að hafa upplifað. Ég átti minn eigin bedda inni í svefnherberginu hjá ömmu og afa en hann var nú sjaldnast notaður á mín- um yngri árum því ekkert var betra en að kúra á milli hjá ömmu og afa. Svo var amma Svava sérfræðing- ur í að gera allan mat góðan, það er sjálfsagt henni að þakka að mér þyk- ir enn þann dag í dag allur matur góður og þekki ekki matvendni. Svo að það sé ekki talað um pönnsurnar og jólakökurnar sem virtust vera til í tonnatali fyrir okkur krakkana. Ég mun minnast ömmu með gleði í hjarta, hún kenndi mér að horfa á björtu hliðarnar, gera gott úr því sem maður hefur og sýna hógværð. Við áttum margar gleðistundir sam- an, alveg fram á það síðasta því hjá ömmu var alltaf stutt í brosið. Hákon Atli. Þegar ég var yngri var ég mikið hjá ömmu og afa í Safamýrinni. Þau bjuggu rétt hjá og ég gat alltaf skottast yfir til þeirra þegar ég vildi. Það var alltaf gaman hjá þeim og amma passaði alltaf vel upp á það að ég væri nú ekki svöng. Hún sauð oft ýsu og stappaði kartöflur og gulræt- ur með. Svo bakaði hún líka oft pönnukökur af því mér finnst pönnu- kökur svo góðar. Ég hafði unun af því að sitja í eldhúsinu og horfa á fagmannleg vinnubrögð hennar við baksturinn. Enn í dag er enginn sem getur gert pönnukökur eins og amma gerði þær. Ömmu þótti vænt um það að ég skyldi heita í höfuðið á henni. Hún kallaði mig stundum nöfnuna sína og svo brosti hún og hló. Hún var alltaf góð við mig. Það var alveg sama þótt ég léti stundum illum látum og væri frek, hún æsti sig aldrei. Hún gaf mér bara ís í fallegu gulu skálunum sínum og það fannst mér alveg topp- urinn á tilverunni. Amma las mörg erlend blöð og ég skoðaði myndirnar. Hún þýddi myndasögurnar fyrir mig af því mér fannst þær langskemmtilegastar. Eftir að amma veiktist og gat ekki verið heima lengur hitti ég hana ekki eins oft og ég gerði þegar ég var yngri. Samband okkar hætti að vera eins náið eftir því sem tíminn leið og sjúkdómurinn ágerðist. Hún vissi samt alltaf hver ég var þótt hún tengdi ekki endilega nöfn við andlit. Hún var alltaf glöð að sjá mig og mér þótti gott að sjá hana þó að það væri stundum erfitt. Mér eru minn- isstæð næstsíðustu jól þegar ég og mamma komum til hennar á að- fangadag. Þá sungum við fyrir hana jólalög og hún virtist hafa gaman af þessum óvæntu tónleikum. Mér þótti sérstaklega vænt um þegar við sungum Heims um ból og hún raul- aði með. Mér finnst skrýtið að amma sé farin. Ég er samt glöð yfir því að hún sé farin upp til guðs og englanna og finni ekki lengur til. Þessi bæn er ein af bænunum sem hún kenndi mér þegar ég var lítil. Guð geymi þig, amma mín, og sofðu rótt um alla tíð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Svava Hlín. SVAVA INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður míns, bróður, mágs og frænda, EÐVALDS MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkar til Bryndísar Valbjarnar- dóttur útfararstjóra. Þráinn Eðvaldsson, Erla Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Paulin Magnússon og frændsystkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, AUÐUNS KL. SVEINBJÖRNSSONAR svæfingalæknis, Hlein, Álftanesi. Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur Auðunsson, Elizabeth Goldstein, Sveinbjörn Auðunsson, Guðrún Elísabet Árnadóttir, Guðbjörg Auðunsdóttir, Hartmann Kárason, Erna Sif Auðunsdóttir, Dagur B. Agnarsson, Ósk Auðunsdóttir, Hermann Sigurðsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ODDNÝJAR HANSÍNU RUNÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Vífilsstöðum fyrir frábæra umönnun. Friðrik Jósepsson, Kristín Árdal, Oddný og María. Ástkær fósturfaðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR GÍSLASON vörubílstjóri frá Viðey, Traðarlandi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 2. maí kl. 15.00. Ellen Emilsdóttir, Svava Svavarsdóttir, Geir Svavarsson, Jóhanna Svavarsdóttir, Jóhannes Svavarsson, Esther Svavarsdóttir, Jóhannes Björnsson, afa- og langafabörn. Eiginmaður minn, EYJÓLFUR BJARNASON frá Kyljuholti, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju þriðju- daginn 3. maí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Kristjánsdóttir. Systir mín, LILLA MOSS (RAGNHILDUR E. HJALTESTED) lést á heimili sínu í East Hampton, New York, laugardaginn 16. apríl. Fyrir hönd dætra hennar og annarra ættingja, Þórður B. Sigurðsson. ✝ William PatonCleland fæddist í Ástralíu 30. maí 1912. Hann lést 29. mars síðastliðinn. Bill kvæntist Norah Cleland sem er látin og þau eignuðust börnin John, Susan og Peter. Bill lauk lækna- prófi frá háskólanum í Adelaide í Suður- Ástralíu 1935 og var síðan í framhalds- námi í brjósthols-, lyf- og síðar skurð- lækningum í London. Hann tók sérfræðipróf í lyflæknisfræði 1939 og í handlæknisfræði 1946 við Lundúnaháskóla. Hann varð skurðlæknir við sjúkrahús í London frá 1948 og dósent í brjósthols- skurðlækningum við Royal Postgraduate Medical School, Hammersmith frá 1949. Síðar varð hann ráðgjafi hjá konunglega breska sjóhernum og hjá breska heilbrigðis- ráðuneytinu. Hann var meðlimur í fjölda félaga í sínu fagi í Bretlandi og Bandaríkjunum, skrifaði bókakafla og fjölda greina í fagtímarit og var sæmdur heið- ursmerkjum í Finnlandi og Ís- landi. Útförin hefur farið fram en minningarathöfn um Bill fer fram í Englandi 9. maí. Látinn er í hárri elli William P. Cleland F.R.C.S, F.R.C.P. Þessar skammstafanir tákna að Bill, eins og hann var alltaf kallaður, hafði sér- fræðipróf bæði í lyflækningum og skurðlækningum. Hann var starf- andi lyflæknir á lungnadeild Bromp- ton-spítalans í London á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá voru út- lærðir skurðlæknar drifnir á vígvöll- inn og hinir sem eftir sátu urðu að taka til hendinni á skurðstofunum. Þannig varð hann starfandi lungna- og hjartaskurðlæknir bæði á Brompton- og Hammersmith-spítul- unum í London meðan aldur entist. Undirritaður var svo heppinn að starfa með Bill um nokkurra ára skeið á Hammersmith-sjúkrahús- inu. Þá kom í ljós að til hans var ætíð leitað þegar um erfið sjúkdómstil- felli var að ræða. Þessi víðfeðma menntun hans gerði honum kleift að hugsa bæði sem lyf- og skurðlæknir. Hann safnaði því drjúgum í reynslu- sarpinn sem kom okkur Íslending- um vel. Bill var verulega áhugasamur og slyngur laxveiðimaður. Nú gerðist það hvort tveggja að Bill fór að veiða í íslenskum laxveiðiám og skera upp íslenska hjartasjúklinga. Hann not- aði tækifærið í veiðiferðum sínum til Íslands að líta endurgjaldslaust á sjúklinga sem hann hafði skorið upp sem og að skoða með okkur hjarta- sérfræðingunum á Landspítalanum sjúklinga sem vafi lék á hvaða með- ferð skyldu hljóta. Hann fylgdist vel með þróun hjartaskurðlækninga á Íslandi og var einn fárra erlendra hjartaskurðlækna sem trúðu því að hægt væri að framkvæma opnar hjartaskurðaðgerðir hér heima. Bill var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslenskra hjartasjúklinga. Norah kona hans er látin fyrir nokkrum árum en eftir lifa þrjú börn þeirra sem öll komu með foreldrum sínum hingað til lands. Við hjarta- læknar sem þekktum Bill bæði sem framúrskarandi vandvirkan lækni og afskaplega alúðlegan vin sendum eftirlifandi ættingjum fyrir okkar hönd og allra sjúklinganna hans innilegar samúðarkveðjur. Minningarathöfn um Bill fer fram í Englandi 9. maí nk. Árni Kristinsson. WILLIAM P. CLELAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.