Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 29
sótt viðbótarmenntun og bætt kjör í þetta nám og þessi kennsluþjónusta okkar er mjög lifandi; grunnstig sem fólk getur notað til þess að komast áfram.“ Enginn maður má vera tapari Næsti steinn sem Guðrún stiklar á í starfi Námsflokkanna er stærð- fræðiaðstoð og sérkennsla í lestri og skrift fyrir þá, sem stríða við les- blindu. Guðrún glímdi sjálf við þennan vanda. „Þá var nú enginn skilningur á lesblindu. Börnin voru bara aumingjar og ég var sögð léleg í stafsetningu.“ Guðrún segir þessa kennslu hafa verið farsælt starf frá upphafi. „Fólk hættir ekki að vera lesblint, þótt menntunin í landinu aukist.“ Hún segir það skipta meginmáli að lesblint fólk mæti skilningi og hlýju hjá þeim, sem það leitar til. Og er ekki í vafa um að reynsla hennar sjálfrar af lesblindu hafi gert hana betur í stakk búna til þess að standa við hlið þeirra, sem leitað hafa á náðir Námsflokkanna. Næst nefnir Guðrún námskeið fyrir atvinnulausa og svo karla- smiðjuna og kvennasmiðjuna, sem eru í samstarfi við Félagsþjón- ustuna í Reykjavík. Þar getur fólk sem af einhverjum ástæðum stend- ur höllum fæti sótt námshjálp, styrk og stuðning. „Allt byggist þetta á því að við séum á jafnréttisgrund- velli í samskiptum okkar við aðra. Það er svo margt til. Pabbi minn gekk í skóla eina viku á ævinni. En hann menntaði sig vel, talaði mörg tungumál, var vel lesinn og fékk sín húsasmíðaréttindi. Ég vil ekki fyrir nokkurn mun líta á einhvern sem tapara. Maður getur það sem maður ætlar sér. Mitt leið- arljós hefur verið að opna fólki leið- ina, því fólk á rétt á að fá þá þekk- ingu, sem þarf til að lifa í nútímaþjóðfélagi.“ Nám í íslenzku fyrir útlendinga er stór og vaxandi þáttur í starfi Námsflokkanna. „Það er gömul hefð að Náms- flokkarnir kenni flóttamönnum ís- lenzku. Þegar flóttafólkið kom frá Austur-Evrópu áður fyrr önnuðust Námsflokkarnir íslenzkunám þeirra. Þegar svo flóttamennirnir komu frá Víetnam 1979 hafði Rauði krossinn samband og spurði hvort við vildum hjálpa þeim. Ég sagði auðvitað já, já. Svo kom hver hóp- urinn af öðrum og við kenndum og kenndum. Nú eru Námsflokkarnir komnir með aldarfjórðungsreynslu í því að kenna nýbúum. Það var verra með Víetnamana en Filipps- eyingana. Filippseyingarnir töluðu allir ensku, en Víetnamar sitt móð- urmál og kínversku. Ég var svo heppin að fá kínverskumælandi kennara og svo hefur þetta undið þannig upp á sig, að þeir eru sjálfir farnir að taka þátt í kennslunni. Svo gerðist það að sett voru lög í landinu, sem segja að allir sem vilja fá dvalarheimild og búseturétt verði að geta sýnt fram á svo og svo mikla kunnáttu í íslenzku. Þetta skaut mörgum skelk í bringu, því fólk ótt- aðist að því yrði vísað úr landi. Þessi lög mega vera góð og bless- uð. En það gleymdist alveg að búa til kennsluefnið svo á endanum urð- um við að taka það að okkur líka. Nú eigum við mjög gott kennsluefni, en það kostaði mikið og við fórum fram úr fjárheimildum, því satt að segja gekk erfiðlega að fá fjárhagsaðstoð til að standa undir gerð kennsluefn- isins. Og nú er mér legið þungt á hálsi fyrir þessa framúrkeyrslu. Við hefðum kannski ekki átt að gera neitt, en ég er þess fullviss, að við hefðum aldrei getað staðið undir þessu lagaákvæði um íslenzku- kennsluna, ef við hefðum ekki tekið af skarið með námsefnisgerðinni.“ – Sárnar þér? „Ég veit ekki hversu sár ég á að segjast vera. En persónulega finnst mér þetta ekki sanngjarnt. Hitt er svo aftur annað, að ég gerði þetta og það er hægt að berja mig fyrir það. En ég vil auðvitað verja mig og klóra á móti!“ Ég vil veita þjónustu Það sýndi sig svo þegar Guðrún varð sjötug, 28. febrúar sl., að fólk af asískum uppruna telur hana til sinna velgjörðarmanna. Það var einn hópurinn, sem hélt henni veizlu. „Þetta var nú meira afmæl- ishaldið, hver veizlan af annarri í marga daga. Sjálf hélt ég enga veizlu. Þetta var allt gert fyrir mig.“ Í Höfða var tilkynnt um stofnun Guðrúnarsjóðs, henni til heiðurs og í þakkarskyni fyrir óeigingjarnt hugsjónastarf, sagði í frétt Morg- unblaðsins. Það eru Reykjavíkur- borg og Efling stéttarfélag sem standa að sjóðnum og á að úthluta úr honum til verkefna, einstaklinga eða félagasamtaka á þeim sviðum sem Guðrún hefur helgað ævistarf sitt; jafnréttis, kennslu og fjölmenn- ingar. – Var gaman í afmælinu? „Auðvitað þykir mér vænt um all- an þann vináttuvott, sem mér var sýndur. Það flögraði að mér, að ég hefði þá kannski ekki starfað til einskis eftir allt saman. Það var góð tilhugsun.“ En Adam var ekki lengi í Paradís! „Nei. Það rann nú fljótt af mér af- mælisfögnuðurinn. Ég var varla hætt og búin að fá alla þessa dýrð og virðingu, þegar menn fóru að tala um að leggja Námsflokkana niður.“ Og nú fer ekkert á milli mála að Guðrúnu sárnar! „Ég bara trúi því ekki að svo fari. Námsflokkarnir eiga að bjóða upp á það sem þarf en ekki það sem er í boði. Þeir eru enginn samkeppnis- aðili. Það komu oft til mín menn og spurðu: Hvernig gengur þetta og hvernig gengur hitt? Bara vel, svar- aði ég. Þá fóru þeir út í bæ og settu upp sams konar námskeið. Þá hætt- um við bara. Og mér var bannað að koma á fót tölvunámskeiðum á þeim forsendum að aðrir byðu upp á slíkt. Allt í lagi mín vegna. Ég hef aldrei haft dálæti á samkeppni. Ég vil veita þjónustu. Námsflokkarnir eiga ekki að keppa um nemendur, heldur veita þjónustu, sem þörf er fyrir. Og þörfin er alltaf fyrir hendi. Það er bara að finna, hvar skórinn kreppir. Er ekki sagt nú, að sex hundruð manns komist ekki inn í framhaldsskólana á ári? Er einhver betur til þess fallinn að sinna þeirra þörfum en Námsflokkar Reykjavík- ur? Menn verða að hafa augun opin fyrir ástandinu í samfélaginu. Um leið og harðnar á dalnum minnkar aðsóknin í hefðbundna frístunda- námið. Menn læra ekki frönsku, ef þeir eiga ekki salt í grautinn. Þá þarf að breyta til og kenna þá und- irstöðuþætti, sem fólk þarfnast til að komast af í samfélaginu. Þjóðfé- lagið er alltaf að breytast og það verður alltaf þörf fyrir Námsflokk- ana. Ef það á að skera hausinn af þessari öflugu kennslustofnun nú, þá finnst mér það bæði ranglátt og sárt.“ – Hefur þú átt þér vettvang utan Námsflokkanna, eða einhver áhuga- mál? „Hvað er áhugamál? Náms- flokkarnir hafa verið mínar ær og kýr! Það hefur ekki gefizt tími til annars. Ég hef aldrei gifzt og aldrei eignazt barn. En ég hef eignazt fóstursyni og það má vera áhugamál að koma fólki til manns sem þarf á því að halda. Þessir fóstursynir mínir eiga börn og ég er amma þeirra. Það er hægt að vera amma án þess að vera mamma. Svo eru það öll víetnömsku börnin mín. Ég gæti verið með heila skrúðgöngu af þeim á eftir mér! Langa amma segja þau, því víetnamískan á ekki til löng orð eins og langamma. Þess vegna er ég þeirra langa amma!“ – Hvað tekur nú við hjá Guðrúnu Halldórsdóttur? „Satt að segja hef ég sjaldan haft meira að gera en eftir að ég hætti skólastjórninni. Það er alltaf verið að biðja mig um eitthvað. Og svo er ég að lesa með nokkrum útlenzkum vinum mínum. Ef til vill er hægt að lögsækja mig fyrir það, ef það kemst upp!“ Morgunblaðið/Þorkell freysteinn@mbl.is opna fólki leiðina MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 29 Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Rannsóknamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum í mark- áætlun Vísinda- og tækniráðs um rannsóknir á sviði erfðafræði í þágu heilbrigðis og á sviði örtækni. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2005. Erfðafræði í þágu heilbrigðis beinist að lífvísindum í kjölfar raðgreiningar á erfðamengjum fjölda lífvera. Áhersla verður lögð á notkun erfðafræði- legrar þekkingar til grunnrannsókna á líffræðilegum ferlum er tengjast sjúkdómum og heilbrigði, sem og á hagnýtingu hennar til að þróa grein- ingartækni, lyf eða meðferðarform. Örtækni vísar til vísinda og tækni á örsmæðarkvarða þvert á hefðbundin fagsvið eðlisfræði, efnafræði og líftækni. Í markáætluninni verður miðað við að efri mörk smæðarkvarðans liggi við 10 míkrómetra. Markáætlunin var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 17. desember sl. Gert er ráð fyrir að á fyrstu tveimur árum áætlunarinnar verði varið 200 m. kr., þar af 90 m. kr. á yfirstandandi ári og 110 m. kr. á næsta ári. Til næstu þriggja ára þar á eftir verða tryggðir nauðsynlegir fjármunir til áætl- unarinnar, en hún mun standa yfir í 5 ár (2005-2009). Tilgangur markáætlunarinnar er að efla þverfaglegt samstarf hér á landi og auka styrk okkar á ofantöldum sviðum á alþjóðavísu. Reynt verður að hámarka nýtingu tækjabúnaðar og aðferðafræði sem fyrir er í landinu á þessum sviðum, styrkja frekari uppbyggingu á færni og þekkingu og rann- sóknir og rannsóknahópa sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenn- ingu. Lögð er áhersla á grunnrannsóknir sem og hagnýt verkefni í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla til uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Hver styrkur verður á bilinu 5 til 10 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að í fyrri lotu (2005 til 2006) verði styrkir veittir til allt að tveggja ára fyrsta árið og til eins árs annað árið. Í seinni lotu (2007 til 2009) er gert ráð fyrir að veittir verði styrkir til þriggja ára verkefna. Í fyrri lotu er heimilt að leggja fram verkáætlun til lengri tíma en tveggja ára. Frekari styrkveiting til verkefnisins verður í samkeppni við aðrar nýjar umsóknir. Styrkir mark- áætlunar geta numið frá fjórðungi til helmings af heildarkostnaði verkefnis og í sérstökum tilvikum allt að tveimur þriðju hlutum heildarkostnaðar. Styrkirnir verða verkefnisstyrkir hliðstæðir styrkjum sem veittir eru úr öðr- um samkeppnissjóðum. Sérstök umsóknareyðublöð gilda fyrir markáætlunina, sameiginleg fyrir bæði svið hennar. Þau er hægt að nálgast ásamt upplýsingum um áætlun- ina og frekari leiðbeiningum á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Rannís. Slóðin á heimasíðu Rannís er: http://www.rannis.is. Umsóknum og öllum fylgiskjölum skal skila á ensku. Umsóknir verða metnar faglega í fagráði að fengnum umsögnum innlendra og/eða erlendra sérfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.