Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er ráð að gera fjárhagsáætlanir. Þig langar til þess að eyða pen- ingum í tiltekinn hlut, er ekki ráð að fara yfir stöðuna? Hefur þú ráð á þessu? (En niðurdrepandi.) Naut (20. apríl - 20. maí)  Sól (grunneðli) og Venus (sam- skipti) eru í nautsmerkinu núna og gera nautið meira aðlaðandi í aug- um náungans en ella fyrir vikið. Notaðu tækifærið og lappaðu upp á mannorðið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gerðu þér grein fyrir þörf þinni fyrir hvíld og slökun. Sinntu vinnunni í einrúmi, ef þú mögulega getur. Þú þarft að taka það rólega. Þú þarft að taka þig á, áður en þú leggur í langferð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu gamminn geisa við vini og fé- laga, nú er ekki rétti tíminn til þess að draga sig í hlé. Fólk er hjálplegt í þinn garð núna, nýttu meðbyrinn og þiggðu það sem þér er rétt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú eru sól (grunneðli) og Venus (samskipti) efst í sólarkortinu þínu, þú hlýtur virðingu málsmetandi fólks á meðan. Komdu hugmyndum þínum á framfæri. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Farðu í ferðalag, ef þú mögulega getur núna. Að sama skapi er upp- lagt að fara á námskeið eða setjast aftur á skólabekk. Þú þarft að víkka sjóndeildarhringinn núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ástríður þínar hafa svo sannarlega kviknað upp á síðkastið. Tilfinn- ingar þínar eru sterkari en vana- lega, ekki síst gagnvart þínum nán- ustu. Þú tekur skyldur þínar líka alvarlega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur lært margt af sam- ferðafólki þínu á þessum tímapunkti í lífi þínu, vertu móttækilegur fyrir ráðleggingum maka og náinna vina núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef sólin skín er ekki úr vegi að sinna heyskap, eða þannig. Bog- maðurinn er að springa úr fjöri núna og þráir að vera skipulagðari. Frábært. Láttu hendur standa fram úr ermum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú væri ráð að skella sér í smáveg- is frí. Steingeitin er full galsa og prakkaraskapar og meira en til í rómantík, afþreyingu og skemmti- lega dægradvöl. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Heimili og fjölskylda eru þér mik- ilvæg núna og ekki úr vegi að fegra dvalarstað þinn á meðan. Þú finnur kannski hjá þér hvöt til þess að gefa þínum nánustu gjafir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er svo sannarlega upp- tekinn. Notaðu tímann í stutt ferða- lög og fyrir verslun og viðskipti. Einnig er ráð að spjalla dálítið við systkini og ættingja þessa dagana. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert raunsæ manneskja, en þér meðvit- andi um kaldhæðni tilverunnar líka. Þú ert róleg og sanngjörn í eðli þínu og at- hyglisgáfa þín er góð. Þú hefur áhuga á því sem gerist í kringum þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Landsfundur forvarnaverkefnisins Vertutil! verður haldinn miðvikudaginn 4.maí í Salnum í Kópavogi. Yfirskriftfundarins er: Stefnumótun og fram- kvæmd forvarna í sveitarfélögum landsins, en hann er ætlaður þeim sem vinna forvarnastarf, vinna með ungu fólki eða hafa áhuga á mála- flokknum. Aðgangur er ókeypis og stendur fund- urinn yfir frá klukkan 12.45 til 16.30. Vertu til! er samstarfsverkefni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar um að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga og hafa tæplega 30 sveitarfélög nýtt sér sér- fræðiþjónustu Vertu til! Verkefnisstjórar eru Sig- ríður Hulda Jónsdóttir og Svandís Nína Jóns- dóttir. Sigríður Hulda mun kynna stöðu verkefnisins á landsfundinum. Fulltrúar ýmissa sveitarfélaga munu líka kynna áherslur í for- varnastarfi á sínu svæði og einnig munu fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra segja frá stefnumótun í forvarnastarfi hjá embættinu sem unnin hefur verið m.a. í samvinnu við Vertu til! Hugmynda- fræði Vertu til! byggist á kenningum fræði- manna, rannsóknarniðurstöðum, upplýsingum um forvarnastarf í sveitarfélögum og áratuga- langri reynslu af forvarnastarfi. Leitast er við að fylgjast með nýjustu straumum og áherslum í fræðigreinum sem mest snerta forvarnastarf. „Vertu til! byggist meðal annars á kenningum Harvey Milkman, prófessors í sálfræði við há- skólann í Denver, en hann hefur unnið athyglis- vert starf í þágu forvarna um langt skeið,“ segir Sigríður Hulda. Hvað er efst á baugi í forvarnafræðum í dag? „Áhersla á að byggja upp sterkan einstakling, ábyrga fjölskyldu og umhverfi sem býður upp á margvíslega og jákvæða afþreyingu, sem hentað getur öllum ungmennum. Allir þurfa að vera góð- ir í einhverju og sérhvert ungmenni þarf að geta blómstrað á sínum forsendum. Það er okkar ábyrgð að skapa slíkt umhverfi. Í sveitarfélögum er unnið mikið forvarnastarf og þar er geysilega mikil reynsla, sem okkar hlutverk er að styrkja, því er lögð áhersla á að vinna út frá forsendum hvers sveitarfélags. Víðtæk samvinna allra sem koma að starfi með ungu fólki er nauðsynleg, einnig að vinnustaðir leggi sitt af mörkum til að efla stöðu ungmenna. Til að forvarnastarfið sé markvisst verður að vinna eftir skýrri stefnu þar sem allir aðilar í sveitarfélaginu hafa afmarkað hlutverk. Sé það fyrir hendi höfum við skapað umhverfi sem t.d. getur brugðist á skilvirkan hátt við rannsóknarniðurstöðum hverju sinni, hefur skilgreindar leiðir, t.a.m. til að styrkja fjölskyld- una og gæta þess að sérhvert ungmenni fái við- eigandi stuðning til að lifa merkingarbæru lífi.“ Vímuvarnir | Landsfundur forvarnaverkefnisins Vertu til! haldinn á miðvikudag Ungt fólk fái viðeigandi stuðning  Sigríður Hulda Jóns- dóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi og starfaði í 15 ár í FG. Auk Vertu til! stýrir hún forvarnastarfi framhaldsskólanna fyr- ir menntamálaráðu- neytið, tekur þátt í þriggja ára Leonardo- verkefni um brotthvarf ungmenna frá námi með Félagsvísindastofnun HÍ og HR, sinnir forvarnaverkefnum fyrir Garðabæ og situr í stjórn Fjölsmiðjunnar. Hún er gift Þorsteini Þorsteinssyni skólameistara og eiga þau dæt- urnar Svanhildi Silju og Sóldísi Eik.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skemmtitæki, 8 skrifuð, 9 vondur, 10 starf, 11 rík, 13 kona, 15 metta, 18 refsa, 21 næstum því, 22 skarpskyggn, 23 ólyfjan, 24 hafnaði. Lóðrétt | 2 visnar, 3 kyrrð- in, 4 vafinn, 5 hátíðin, 6 espum, 7 skjóta, 12 sár, 14 klaufdýr, 15 saga, 16 áræðin, 17 hryggja, 18 grikk, 19 illkvittið, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 husla, 4 sarga, 7 fatli, 8 líðan, 9 nam, 11 reif, 13 barr, 14 ryðja, 15 nóló, 17 Krít, 20 sal, 22 semja, 23 úruga, 24 iðnar, 25 aftra. Lóðrétt | 1 hæfir, 2 sótti, 3 alin, 4 sálm, 5 riðla, 6 asnar, 10 auðna, 12 fró, 13 bak, 15 nisti, 16 lómur, 18 raust, 19 tjara, 20 saur, 21 lúga. Gullbrúðkaup | Í dag, sunnudaginn 1. maí, eiga hjónin Halldóra Guðvarð- ardóttir og Eysteinn Viggósson (Dúdda og Steini), Sauðármýri 3, Sauðárkróki, 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau senda börnum og barnabörnum sínum kæra kveðju og þakklæti fyrir gjöfina. Þau eru stödd erlendis í dag. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. O-O Bg4 6. h3 Bh5 7. g4 Bg6 8. Rxe5 Bd6 9. Rxg6 hxg6 10. Df3 Dh4 11. Kg2 Rf6 12. e5 Rd5 13. d4 Be7 14. Dg3 Dh7 15. c4 Rb4 16. Ra3 O-O-O 17. Be3 Rd3 18. Hab1 g5 19. Df3 c5 20. dxc5 Bxc5 21. Bxg5 Rxe5 22. Df5+ Dxf5 23. gxf5 Hd3 24. Rc2 Hdxh3 25. Be3 Hh2+ 26. Kg3 Bd6 27. c5 H8h3+ 28. Kf4 Hf3+ 29. Ke4 Hh4+ 30. Kd5 Staðan kom upp í A-flokki skákhá- tíðar sem lauk fyrir skömmu í Gausdal í Noregi. Undrabarnið norska, Magnus Carlsen (2548), náði sér ekki á strik á mótinu en í stöðunni fann hann með svörtu snjalla leið til þess að máta kóng Sebastian Bogner (2409). 30... Rc6! Hótar mát á tvenna vegu. 31. Rd4 Hxf5+! hvítur gafst upp þar eð hann yrði mát eftir 32. Rxf5 Rb4#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Langsóttur möguleiki. Norður ♠ÁK2 ♥K76 ♦D109 ♣K843 Suður ♠53 ♥Á9543 ♦Á54 ♣Á52 Suður verður sagnhafi í fjórum hjörtum án afskipta mótherjanna af sögnum. Útspilið er spaðadrottning, sem er tekin í borði, hjartakóng spil- að og hjarta á ásinn. Þá upplýsist að austur á tvo slagi á tromp, en hann hafði byrjað með DG10x. Er einhver vinningsvon? Það er djúpt á tíu slögum, en með góðum vilja má teikna upp hagstæða legu. Segjum að austur hafi byrjað með kónginn smátt fimmta í tígli. Þá má koma honum í klípu með því að hreinsa upp svörtu litina og senda hann svo inn á tromp til að spila tígli. Blindur fær á tígulníu og síðan mun drottningin gleypa gosann ann- an í vestrinu. Í sveitakeppni er sjálfsagt að láta reyna á þennan langsótta möguleika, en spilið er frá úrslitum Íslands- mótsins í tvímenningi. Og þessi spilamennska býður heim hættunni á að fara tvo niður, sem er dýrt spaug í því keppnisformi. Keppendur sættu sig því flestir við að tapa spilinu – dúkkuðu fyrst lauf og tvísvínuðu svo í tígli þegar laufið féll ekki. Austur átti KG í tígli, svo spilið fór aðeins einn niður. Sem dugði í meðalskor, en einn bjartsýnismaður fór tvo niður á geiminu og fékk botn fyrir vikið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is RITHÖFUNDARNIR Björn Th. Björns- son og Fríða Á. Sigurðardóttir voru kjörin heiðurs- félagar Rithöfunda- sambands Íslands á aðalfundi félags- ins sem haldinn í Gunnarshúsi á dög- unum. Á fundinum var auk hefðbund- inna aðalfund- arstarfa sam- þykktur nýr samningur við Þjóðleikhúsið. Stjórn sambandsins er óbreytt frá fyrra ári en hana skipa: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður, Andri Snær Magnason, varaformaður, Karl Ágúst Úlfsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson, með- stjórnendur, en varamenn eru Bragi Ólafsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Félagar í Rithöfundasambandi Íslands eru nú 365 talsins. Björn Th. og Fríða heiðursfélagar Fríða Á. Sigurðardóttir Björn Th. Björnsson VORTÓNLEIKAR Kammerkórs Mosfellsbæjar verða sunnudaginn 1. maí kl. 16 í Þrúðvangi, Álafoss- vegi 20 í Mosfellsbæ. Yfirskrift tónleikanna er „Nú vorljóðin óma“. Að vanda er efnisskráin mjög fjölbreytt og inniheldur hún verk frá öllum helstu tímabilum sögunnar, þar sem þekktustu tón- skáld tónlistarsögunnar koma við sögu. Meðal tónskálda eru ensku endurreisnartónskáldin J. Dow- land og Henri VIII, ítölsku meist- ararnir L. da Vidana, G.P. Pal- estrina, G. Caccini og G. Carissimi, og svo klassísku Vín- armeistararnir J. Haydn og W. A. Mozart. Einnig verða sungin nokkur íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Hafliða Hallgrímssonar, Jóns Ásgeirssonar og Gunnars Reynis Sveinssonar. Þá verða sungin tvö gospellög, annað í út- setningu A. Thomas og hitt eftir E.M. Sontonga. Í lok tónleikanna verður boðið upp á fjöldasöng. Kórstjóri Kammerkórs Mosfells- bæjar er Símon H. Ívarsson og meðleikari er Arnhildur Val- garðsdóttir. Nú vorljóðin óma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.