Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MIKIL gerjun hefur verið ígallerírekstri í borginniá síðustu árum. Gall- eríum, sem þó hafa vakið athygli fyrir fínar sýningar, hefur verið lokað, en ný sprottið upp jafn- harðan. Eitt athyglisverðasta gallerí sem starfrækt hefur verið hér síðustu árin er Gallerí Skuggi á Hverfisgötu, rekið af Önnu Jóa myndlistarkonu og móður henn- ar, Hönnu Gunnarsdóttur mynd- listarkonu og innanhússhönnuði. „Við mæðgur hófum rekstur á sýningarsal í október 2001 og töldum þá vera eftirspurn eftir góðu sýningarrými í miðborginni þar sem listamenn gætu komið sér á framfæri við almenning og listasöfnin,“ segir Anna Jóa um stofnun Gallerís Skugga. „Rekst- urinn byggðist á því að í stað þess að taka prósentu af seldum verkum var tekin föst þóknun fyrir afnot af salnum en hún gekk upp í rekstrarkostnaðinn. Galleríið var opnað meira af áhuga á myndlist og myndlist- armiðlun en með gróðamarkmiði og því var þóknunin höfð eins lág og mögulegt var, auk þess sem öll þjónusta af okkar hálfu var unnin kauplaust, s.s. yfirseta á virkum dögum og gerð vefsíðu þar sem sýningar voru kynntar. Hugmyndin var að reka þetta svona til að byrja með og standa með styrkjum fyrir 2–3 boðssýn- ingum á ári. Yrðu undirtektir góðar höfðum við áhuga á að færa okkur yfir í sérhæfðari gall- erírekstur sem byggðist á sam- vinnu við valinn hóp listamanna þar sem tekjur fælust í umboðs- sölu á verkum og kynningu á listamönnum, jafnvel erlendis þegar fram liðu stundir.“    Anna Jóa segir að í GalleríiSkugga hafi ætíð verð lögð áhersla á vandaðar sýningar, og það að byggja upp gott orðspor. Það voru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að rekst- ur Skugga gekk ekki sem skyldi. „Það setti strik í reikninginn að um svipað leyti og galleríið var opnað felldu mörg þekkt sýn- ingarrými á höfuðborginni, þ.e. söfn á borð við Gerðarsafn, Ný- listasafnið og Listasafn ASÍ, nið- ur þá þóknun sem þau höfðu tek- ið fyrir afnot af sýningarsölum til að mæta alþjóðlegum kröfum um faglegri rekstur sem fól m.a. í sér boðssýningar og markvissari sýningarstefnu. Í framhaldinu var Safn opnað á Laugavegi sem hóf að bjóða starfandi listamönn- um að sýna hjá sér sem og Lista- safn Íslands með tilraunarýmið Sjónarhorn í kjallaranum. Við lentum þá í samkeppni við burðu- gar stofnanir og þar sem Gallerí Skuggi er einkarekið fjölskyldu- fyrirtæki fórum við einfaldlega halloka í þeirri samkeppni.“ Spurð hvort komið hefði til greina að reka Skugga undir ein- hverjum öðrum formerkjum segir Anna Jóa þær mæðgur fljótlega hafa farið að huga að öðru rekstrarformi, þ.e.a.s. umboðs- sölu á verkum og kynningu á listamönnum enda hafi þær fund- ið fyrir miklum áhuga á slíku strax við opnun gallerísins. „Hér sárvantar sérhæfða umboðsaðila sem annast sölu á samtíma- myndlist og geta haft milligöngu um kynningu á listamönnum til stærri stofnana og sýningarstjóra bæði hér heima og erlendis. Við sáum fljótt að staða myndlist- armarkaðarins hér heima var ekki góð, og að ekki er grund- völlur fyrir sérhæfðan rekstur með fáum listamönnum nema með alþjóðlegri markaðssetningu. Slíkur rekstur felur hins vegar í sér gríðarlegar fjárfestingar og við höfum því miður engin tök á slíku. Þegar vaxtalaus lán til mynd- listarkaupa í samvinnu við KB banka með stuðningi menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar voru kynnt íhuguðum við gall- erírekstur sem byggjast myndi nær eingöngu á innlendum mark- aði og þróuðum hugmyndir um hliðarstarfsemi sem færa myndi galleríinu tekjur, þ.e. fræðslu- starfsemi um samtímamyndlist fyrir almenning með fyrirlestrum og heimsóknum á gallerí, söfn og á vinnustofur, og við sóttum um styrki til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Undirtektirnar voru hins vegar dræmar – þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um þörf á slíkri starfsemi í opinberri um- ræðu síðastliðin ár – og því sáum við fram á að tími væri kominn til að loka galleríinu á Hverf- isgötunni. Við höfum unnið sjálf- boðavinnu í meira en þrjú ár eða „góðgerðarstarfsemi“ eins og mikill athafnamaður í við- skiptaheiminum kallaði það – en nú er komið nóg.    Reynslan af því að reka GalleríSkugga hefur verið afar at- hyglisverð og lærdómsrík. Þegar upp er staðið veldur það hins vegar vonbrigðum hvað stuðn- ingur við starfsemi gallerísins hefur verið lítill en farið hefur meira fyrir gagnrýni sem rekja má til krafna um faglega rekin gallerí á alþjóðlega vísu í stað þess að stutt sé við bakið á þeirri starfsemi sem reynt er að halda úti í þágu myndlistarumhverf- isins. Rekstur sérhæfðra mynd- listargallería á Íslandi virðist ekki arðbær eða fjárhagslega hagkvæmur og gallerí á borð við i8 er afrek út af fyrir sig í þessu litla landi. Það er vonandi að hin nýstofnaða Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar, KÍM, sem hefur það markmið að stuðla að alþjóðlegum tengslum, geti tekið að sér að bæta starfsgrundvöll ís- lenskra myndlistarmanna með því að miðla þeim til sérhæfðra gall- ería erlendis, allt eftir því hvaða markaði þau sinna og hvers kon- ar myndlist þau kynna og bjóða til sölu.“    Anna Jóa segir að það hafiætíð verið markmið þeirra mæðgna með starfrækslu Skugga að skapa áhugaverðan sýningarvettvang fyrir íslenska og alþjóðlega samtímamyndlist og hefur Gallerí Skuggi staðið fyrir sýningum á myndlist eftir 73 listamenn frá átta löndum (Bandaríkjunum, Englandi, Skot- landi, Japan, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð) auk Ís- lands. Um er að ræða margar af- ar áhugaverðar sýningar á mál- verkum, ljósmyndum, hönnun, grafík, saumaverkum, skúlptúr- um, myndbandsverkum og inn- setningum af ýmsu tagi. Einnig hefur galleríið kostað eina sýn- ingu á ári og rúmlega það. „Þar má nefna opnunarsýningu gall- erísins 2001 þar sem Birgir Andrésson valdi með sér lista- menn á mjög fjölbreytta sýningu þar sem möguleikar rýmisins voru nýttir á skemmtilegan hátt. Þá má nefna sýninguna „My name is Þorri – but they call me Elvis“ 2002 – en það er sú sýn- ing sem okkur þykir vænst um, – og fallega einkasýningu Krist- jáns Guðmundssonar 2004, en þær voru settar upp á meðan Listahátíð stóð yfir í borginni. Galleríið hefur einnig haft frum- kvæði að því að bjóða Orra Jóns- syni ljósmyndara og myndlist- armönnunum Rögnu Hermannsdóttur og Huldu Ágústsdóttur að sýna.“ Vefsíða Skugga verður starf- rækt enn um sinn. Þar er að finna upplýsingar um allar sýn- ingar og listamenn gallerísins: www.galleriskuggi.is Skuggi hverfur af Hverfisgötu ’Við sáum fljótt að staða myndlistarmarkaðarinshér heima var ekki góð og að ekki er grundvöllur fyrir sérhæfðan rekstur með fáum listamönnum nema með alþjóðlegri markaðssetningu. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hanna og Anna Jóa við Skugga á Hverfisgötunni þegar galleríið var opnað þar árið 2001. begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.