Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 19 1. maí í Reykjavík Launafólk Kröfuganga dagsins fer frá Skólavörðuholti Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.00. Gangan leggur af stað kl. 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10. Ávarp : Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar stéttarfélags. Tónlist: Hljómsveitin Jagúar. Ávarp: Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Gamanmál: Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson, leikarar. Ávarp: Hulda Katrín Stefánsdóttir, formaður Iðnnemasambands Íslands. Tónlist: Hljómsveitin Jagúar. Fundarstjóri: Súsanna B. Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Einn réttur - Ekkert svindl! Stéttarfélögin í Reykjavík - BSRB - Bandalag háskólamanna - Kennarasamband Íslands - Iðnnemasamband Íslands. Landsfundur Vertu til verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 12.45-16.30 í Salnum í Kópavogi Yfirskrift: Stefnumótun og framkvæmd forvarna í sveitarfélögum landsins Þetta er annar landsfundur um forvarnamál sveitarfélaga sem forvarnaverkefnið Vertu til heldur. Vertu til er verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsu- stöðvar með það að markmiði að efla forvarnir í sveitarfé- lögum landsins. Fundurinn er ætlaður þeim sem vinna að forvarnamálum og/eða vinna með ungu fólki í sínu sveitarfélagi, einnig þeim sem áhuga hafa á málaflokknum. Æskilegt er að hvert sveitarfélag sendi fulltrúa á fundinn. Aðgangur er ókeypis. Á fundinum munu fulltrúar bæjar- og sveitarfélaga segja frá áherslum í forvarnamálum. Fjalla um tækifæri og hindr- anir, áherslur í starfi, hvernig ýmsir aðilar sveitarfélagsins koma inn í forvarnamálin á hverjum stað o.s.frv. Dagskrá fundar: 12.45-13:00 Skráning og gögn afhent. 13:00-13:10 Ávarp: Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. 13:10-13:40 Vertu til! Staða verkefnis: Sigríður Hulda Jónsdóttir, verkefnisstjóri. 13:40-15:00 Áherslur í forvarnastarfi: • Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, segir frá Þingeyjarsveit og Húsavík. • Harpa Þórðardóttir, forvarnafulltrúi Kópavogsbæjar, segir frá Kópavogi. • Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Hvolsvelli, segir frá Rangárvallasýslu. • Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir frá Ísafirði. Umræður 15:00-15:30 Kaffihlé. Veitingar í boði Kópavogsbæjar. 15:30-16:30 Áherslur í forvarnastarfi: • Erna Sigfúsdóttir, lögreglufulltrúi RLS, og Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur RLS, segja frá stefnumótun í forvarnastarfi hjá Ríkislögreglustjóra. • Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir frá Reykjavíkurborg. • Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar, segir frá Hafnarfirði. Samantekt og umræður um næstu skref. Fundarstjóri: Sæmundur Runólfsson. Til frekari upplýsinga er bent á heimasíðu Vertu til http://www.vertutil.is/ eru barðir til að skikka þá til munu þeir vilja hefna sín, þeir munu ekki breytast við það,“ segir Winstone. Mótmælendur eru að komast að því að þeir eru ekki „fólkið“ Á leiðinni í Shankills-hverfið þarf að fara í gegnum járnhlið, sem hægt er að loka ef þess gerist þörf. Byrjað var að byggja öryggisgirðingarnar á árunum 1972–73 og hafa þær víða verið hækkaðar síðan. Það er kald- hæðnislegt að hugsa til þess að vegg- irnir eru kallaðir „friðarveggir“. „Veggirnir koma í veg fyrir að hóp- arnir hittist. Fólk lærir að hata hvað annað án þess að þekkja hvað ann- að,“ segir Large. Montgomery í Shortstrand segir svipaða sögu. „Ég kalla þetta ekki friðarveggi heldur innilokunarmúra. Ef allar girðing- arnar væru teknar niður þyrfti fólk að eiga samskipti og takast á við vandamálin og hvað annað.“ Fátæktin blasir við þegar komið er inn á Shankill-svæðið, vel settir mótmælendur búa annars staðar. Árið 1960 bjuggu 72 þúsund mót- mælendur í Shankill, í dag eru þeir um 22 þúsund. „Við [mótmælendur] höfðum það miklu betra hér áður fyrr og þurftum ekki að hafa jafn- mikið fyrir hlutunum og kaþólikkar. Þeir eru því miklu betur skipulagðir en við, þar sem þeir þurftu að berjast og strita til að fá sínu fram. Við héld- um að við værum „fólkið“ en erum núna að komast að því að það er ekki rétt. Ég held að við sambandssinnar höfum heilmikið að vinna upp,“ segir Large. Sem dæmi um að meiri eining sé meðal kaþólikka, nefnir Large að vopnaðir hópar mótmælenda (UVF, UDA og UUF) hafi barist mikið inn- byrðis og jafnvel myrt menn hverjir úr annarra röðum í stað þess að vinna sameiginlega að því að bæta samfélagið. „Eftir friðarsamkomu- lagið fóru sambandssinnar að snúast hverjir gegn öðrum,“ segir hann og nefnir sem dæmi að UVF fari ekki niður fyrir Agnes Street og UDF fari ekki fyrir ofan sömu götu. Hann bætir við að í raun sé engin þörf á þessum hópum í dag, þar sem engin hætta stafi lengur af IRA. Hins vegar hafi vopnaðir hópar mót- mælenda enga fulltrúa í stjórnmál- um (eins og Sinn Féin er fulltrúi IRA). Því sé ómögulegt að semja við þessa hópa. „Sameinað Írland er ekki lengur aðalatriðið. Málið snýst um að búa saman í samfélagi og fá það sem við höfum rétt á. Við þurfum að ná sam- komulagi um valddreifingu, þetta snýst allt um lífsgæði,“ segir Large. Sjálfur segir hann að yrði N-Írland sameinað Írlandi hefði hann áhyggj- ur af áhrifum kaþólsku kirkjunnar. Kirkjan banni fóstureyðingar og getnaðarvarnir og hafi mikil áhrif á menntun og fjölskyldulíf. Það sé ólíkt þeim lífsgildum sem hann hafi. Undir stöðugu eftirliti Handan öryggisgirðingarinnar er Falls Road. Það var hér sem eldur var lagður að fjölmörgum húsum kaþólikka og eiginkona McCabes lét lífið, auk fjölda annarra. Brynvarðir lögreglubílar aka um göturnar og hvert sem litið er má sjá veggjakrot og málaða húsgafla. Einn húsveggj- anna sýnir Bobby Sands, sem var kjörinn á breska þingið í aukakosn- ingu en lést nokkru síðar í hungur- verkfalli árið 1981. Hann sat þá í fangelsi og barðist fyrir rétti kaþ- ÁTÖKIN á N-Írlandi hafa gjarnan verið skýrð á grundvelli trúarbragða, sem barátta milli kaþólikka annars vegar og mótmælenda hins vegar. Deilurnar koma trúarbrögðum hins vegar nán- ast ekkert við, heldur eru þær byggðar á aldalöngu hatri og tortryggni gagn- vart „hinum“. Til að skilja orsakir deiln- anna til hlítar þarf að fara margar aldir aftur í tímann. Á sautjándu öld, þegar Englend- ingar voru að reyna að auka völd sín á Írlandi fluttu Skotar og Englendingar af mótmælendatrú til Írlands, einkum til norðurhluta eyjunnar. Mótmælend- urnir á N-Írlandi í dag eru afkomendur þessa fólks og vilja almennt áfram vera hluti af bresku krúnunni. Það var að ósk mótmælenda sem sýslurnar sex í norðri, sem mynda N-Írland, voru áfram hluti af Bretlandi eftir að Írland fékk sjálfstæði árið 1921. Þá voru þeir um 70% íbúanna þar, í dag eru þeir rétt rúmur helmingur. Kaþólikkar eru aftur á móti af írsk- um uppruna, afkomendur fólksins sem var í landinu áður en mótmælendur tóku að flytjast til svæðisins. Kaþ- ólikkar líta almennt svo á að vanda- málin séu framhald af nýlendustefnu Bretlands og vilja vera hluti af írska lýðveldinu. Þeir telja að auki að mót- mælendur hafi farið illa með kaþólska íbúa N-Írlands í gegnum aldirnar. Þeir hafi t.d. haldið að sér mat þegar hung- ursneyð geisaði í landinu á 19. öld og eins hafi mótmælendum verið hamp- að á kostnað kaþólikka í gegnum tíð- ina. Hófst sem friðsamleg barátta fyrir borgaralegum réttindum Mótmælendur fengu t.d. víða for- gang við úthlutun húsnæðis, en mót- mælendur sem voru í meirihluta, voru smeykir við að deila völdum með kaþ- ólikkum og óttuðust að ef hlutfall kaþ- ólikka ykist á ákveðnum svæðum, gætu þeir náð meirihluta í ákveðnum kjördæmum og þannig fengið aukin völd. Kjördæmaskipanin hyglaði mót- mælendum, sem sýnir sig best að í Londonderry/Derry höfðu 20.102 kaþ- ólikkar átta borgarfulltrúa, en næstum því helmingi færri mótmælendur, eða 10.274, höfðu 12 borgarfulltrúa. Átökin á N-Írlandi hófust í lok sjö- unda áratugsins þegar kaþólikkar hófu baráttu fyrir réttindum sínum. Þeir litu til hreyfingar svertingja í Bandaríkj- unum, sem hafði sýnt að friðsöm mót- mæli, gátu borið árangur, og skipu- lögðu mótmælagöngur til að vekja athygli á kröfum sínum til húsnæðis, atvinnu og sanngjarnra kosninga. Í raun hefðu átökin ekki þurft að vera átök milli þessara tveggja sam- félagshópa. Í röðum mótmælenda var að finna fátækt verkafólk sem hefði getað tekið undir kröfur kaþólikka. Þessar raddir heyrðum við í ferðalagi okkar, bæði frá kaþólikkum og mót- mælendum. Því miður varð raunin þó ekki sú, heldur þróaðist baráttan út í að vera stríð milli kaþólikka annars vegar og mótmælenda hins vegar. Eft- ir blóðuga sunnudaginn, 30. janúar 1972, þar sem breski herinn skaut á óvopnaða borgara með þeim afleið- ingum að 14 létust, urðu vatnaskil í átökunum. Ungir menn og konur stóðu í biðröðum til að ganga til liðs við Írska lýðveldisherinn IRA og ofbeldið jókst til muna. Meira en 35 ár eru síðan átökin hófust og hafa allir á N-Írlandi sögu að segja um hvernig átökin hafa haft áhrif á líf þeirra. Flestir, ef ekki all- ir, hafa misst einhvern í fjölskyldunni, séð á eftir ættingja í fangelsi, misst eigur eða muna eftir því að vera vaktir upp um miðja nótt og sjá hermenn halda byssu að höfði foreldra eða systkina. Meira en 3.000 manns létust í átökunum áður en friðarsamkomulag náðist á föstudaginn langa árið 1998. Allir hafa harma að hefna, sem gerir friðarferlið í dag mjög flókið. Aðskilin samfélög Það er ótrúlegt að koma til N-Ír- lands og sjá öryggisgirðingarnar, bryn- varða lögreglubíla aka um götur og alla minnisvarðana um þá sem hafa látist í átökunum. Fyrir utanaðkomandi mætti halda að það væri ekki svo margt sem skilur íbúa N-Írlands að. Allir íbúar svæðisins eru jú kristnir, hvítir og tala sama tungumálið. Stað- reyndin er hins vegar sú að sam- félögin eru svo aðskilin og svo fáir staðir sem fólk getur hist þvert á sam- félagshópa að það er sem haf sé á milli. Aðeins um 5% skóla eru t.d. bland- aðir og er það oft ekki fyrr en fólk fer í háskóla sem það kynnist fólki af „hinni hliðinni“. Og það eru ekki margir sem feta menntaveginn. Eins og Tom Winstone bendir á fer minna en 1% af ungu fólki í V-Belfast í háskóla og að- eins 3% barnanna þar ljúka skyldu- náminu með einhvers konar réttindi. Það er auðvelt að hata þann sem maður ekki þekkir. Hvert sem litið er má sjá veggjakort, málaða húsgafla og annað sem minnir fólk á hvaða hópi það tilheyrir og af hverju það hatar „hina“. Samfélög kaþólikka flagga írsk- um fánum og þar sem páfinn er nýlát- inn má að auki sjá fána Vatíkansins og ljósmyndir af honum víða. Margir klæðast grænni og hvítri treyju skoska fótboltaliðsins Celtic, sem er lið kaþ- ólikka. Mótmælendur flagga aftur á móti breska fánanum, mála gangstétt- arbrúnir og ljósastaura í fánalitunum og flagga fána fótboltaliðsins Rangers, sem einnig er skoskt, og klæðast bláum fótboltatreyjum. Einn af okkur? Það er auðvelt að falla í þá gryfju, þegar maður er staddur á N-Írlandi, að fara að velta því fyrir sér hvaða hópi fólk sem maður er að tala við tilheyrir. Báðir hóparnir segja að „hinir“ séu lágvaxnir og hafi stutt á milli augn- anna. Ekki ólíkt og því þegar tveir Ís- lendingar hittast og spyrja um fjöl- skyldu og uppruna, hafa íbúar N-Írlands sínar aðferðir til að komast að því hvaða hópi fólk tilheyrir og hvort viðmælandi þeirra sé banda- maður þeirra, eða einn af „hinum“. Þeir spyrja ekki beint, heldur forvitn- ast um í hvaða skóla viðkomandi gekk og þar sem skólakerfið er svo aðskilið er það oftast fljótleg aðferð. Meðan á dvöl okkar á N-Írlandi stóð heyrðum við margar fullyrðingar um kaþólikka og mótmælendur. Ein sú minnisstæð- asta er kannski að kaþólikka og mót- mælendur megi þekkja í sundur á því að kaþólikkar aki beint áfram inn í bíla- stæði, á meðan mótmælendur bakka bílnum. Aldalangt hatur og tortryggni í garð náungans http://www.bbc.co.uk/history/war/troubles/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.