Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Iðnaðarhúsnæði í Garðabæ óskast. 250-400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð í Garðabæ óskast. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast - staðgreiðsla. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-200 fm einbýlishús á einni hæð á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Espigerði óskast - staðgreiðsla. Traustur kaupandi óskar eftir 110 fm íbúð við Espigerði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Sérhæð við miðborgina óskast. Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 hæð sem næst miðborginni. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Hæð í Hlíðunum eða Kleppsholti óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 120-140 fm hæð í Hlíðunum. Sverrir veitir nánari upplýsingar. ,,Penthouse" í miðborginni óskast - staðgreiðsla. Óskum eftir 200-250 fm ,,penthouse"-íbúð eða (efstu) sérhæð í miðborginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-75 millj. Nánari uppl. veitir Sverrir. Íbúð við Kirkjusand óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm íbúð við Kirkjusand. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Dæmi úr kaupendaskrá: Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu - einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - traustir kaupendur Einbýlishús í Garðabæ óskast - staðgreiðsla. 180-280 fm einbýlishús, helst á einni hæð, óskast sem fyrst. Staðgreiðsla í boði. Allar uppl. veitir Sverrir. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - Faxaskjól 10 - einstakt útsýni Á einni glæsilegustu lóð landsins höfum við fengið í einkasölu 312 fm einbýlishús með einstöku sjávarútsýni. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris auk bílskúrs. Að innan skiptist eignin m.a. þannig; aðalhæð: forstofa, baðherbergi, hol, þrjár samliggjandi stofur og eldhús. Ris: þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús. Geymsluris. Kjallari: 2ja herbergja íbúð, herbergi og tvær geymslur. Innangengt í bílskúrinn. Tveir arnar. Eignin býður uppá möguleika á að verða eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar. verð. 84,0 m Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 17 og 19. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Íbúðin er fullbúin með vönduðum inn- réttingum og gólfefnum, rúmgóðu baðherb. með bæði kari og sturtu- klefa og rúmgóðu eldhúsi. Suðursval- ir. Sérþvottahús. Frábær staðsetning. Göngufæri í alla þjónustu, lækna, verslun, skóla og íþróttaaðstöðu. Guðrún Árný og Jens sýna íbúðina í dag milli kl. 14-16. Allir velkomnir. Verð 25,9 millj. Mynd 7351 Lautasmári 22 - Opið hús Í einkasölu gullfalleg og rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli á besta stað í Bökkunum. Nýlegt bað- herb. Parket. Sérþvottahús. Fallegt útsýni. Vestursvalir. Gott sjónvarps- hol. Göngufæri í alla þjónustu, skóla og íþróttahús. Frábær aðstaða í fal- legum garði með leiktækjum fyrir börnin. Guðlaug Bára sýnir íbúðina í dag milli kl. 16.30 og 18.00. Allir velkomnir. Verð 15,5 m. Mynd 7328 Leirubakki 26 - Opið hús Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Í einkasölu fallegur ca 40 fm sumarbústaður á fallegum stað fyrir ofan veg, í hlíðinni gegnt Útey, þ.e.a.s. rétt áð- ur en þú kemur að Laugar- vatni. Rafmagn. 1 hektara eignarland. Glæsilegt útsýni yfir vatnið. Bústaðurinn þarfnast standsetningar að einhverju leiti. Verð aðeins 5,5 millj. Upplýsingar veitir Jakob í síma 862 1368. Sumarbústaður við Laugarvatn Espigerði – 108 Reykjavík Rúmgóð 5 herb. 118,2 fm íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Frábært útsýni, tvennar svalir. Stutt í alla þjónustu. Verð 23,9 millj. Nánari upplýsingar veitir Reynir Erlingsson í síma 820 2145 ÞVÍ ER oft haldið fram að minni kjósenda nái ekki langt aftur í tím- ann. Umræðan undanfarnar vikur um konu í formanns- sæti stjórnmálaflokks og tilurð Samfylking- arinnar benda til þess að fjölmiðlamenn og áhugafólk um stjórn- mál hafi einnig þetta skrýtna skamm- tímaminni. Þetta fólk virðist fylgja dæg- urþrasinu gagnrýn- islaust eins og flestir aðrir. Ég var að hlusta á þá ágætu útvarpsstöð Tal- stöðina á fimmtudag- inn, á þátt Hallgríms og Helgu Völu. Þar kom kosning for- manns í Samfylkingunni til umræðu og stjórnendur þáttarins voru að velta fyrir sér hvort Ingibjörg Sól- rún yrði ekki fyrsta konan til að gegna embætti formanns í stjórn- málaflokki yrði hún kosin. Nið- urstaða þeirra var að einu sinni áður hefði kona verið formaður flokks, Jó- hanna Sigurðardóttir í Þjóðvaka, flokki sem hún sjálf bjó til. Ég veit ekki um Helgu Völu en Hallgrímur er að minnsta kosti búinn að fylgjast með íslenskum landsmálum í marga áratugi og á að vita betur en þetta. Kona áður í forsvari? Margrét Frímanns- dóttir var kjörin for- maður Alþýðu- bandalagsins árið 1995, fyrst kvenna til að gegna slíku embætti í gamla fjórflokknum. Rétt er að halda því til haga að hefði Margrét ekki verið kosin hefði Samfylkingin aldrei orðið til! Málið er ekki flóknara en það. Sem formaður Al- þýðubandalagsins lagði Margrét allt undir til að mynda samfylkingu vinstri manna, í andstöðu við flesta samþingsmenn sína. Og oft setti hún höfuð sitt á höggstokkinn í þeirri baráttu. Þessi óumdeilda ljósmóðir Samfylkingarinnar náði þeim ár- angri, ásamt Sighvati Björgvinssyni formanni Alþýðuflokksins, Kvenna- listanum og Þjóðvaka að mynda kosningabandalagið Samfylkinguna í kosningum til Alþingis árið 1999. Margrét var í forsvari fyrir Sam- fylkinguna í kosningunum og eftir þær en taldi rétt þegar að form- legum samruna kom með stofnfundi árið 2000 að draga sig í hlé. Margt benti til að hún myndi ekki fá mót- framboð ef hún gæfi kost á sér sem formaður flokksins en Margrét taldi farsælla að nýr aðili leiddi flokkinn, einstaklingur sem ekki væri með forystufortíð í gömlu flokkunum. Hún hefur þó aldrei skorast undan merkjum við uppbyggingu flokksins; tók kjöri varaformanns á stofnfund- inum og er núna formaður þing- flokks Samfylkingarinnar. Í ljósi þessarar fortíðar er furðu- legt að hlusta ítrekað á það í fjöl- miðlum að kona hafi ekki áður leitt sterkt stjórnmálaafl eða verið for- maður stjórnmálaflokks á Íslandi. Sama er að segja um þá undarlegu söguskoðun að Samfylkingin hafi stokkið fram fullsköpuð úr djúpinu á stofnfundi árið 2000. Stofnfundurinn var þvert á móti staðfesting á að löngu og erfiðu ferli var lokið með farsælum hætti. Stjórnmálaflokk- urinn Samfylkingin var kominn til að vera. Ný lýðræðisleg aðferð? Annað dæmi verður að nefna um gleymsku fjölmiðlamanna og þeirra sem virkir eru í pólitísku starfi: Nú er mikið rætt um lýðræðið og áhersla lögð á það meinta frum- kvæði Samfylkingarinnar að leyfa öllum skráðum flokksmönnum að kjósa formann í póstkosningu. Talað er um að hér sé um tímamótagjörn- ing að ræða sem eigi sér ekki for- dæmi og fleyti lýðræðinu fram á veginn. Eru allir búnir að gleyma slagnum harða á milli Margrétar og Stein- gríms J. um formannsembættið í Al- þýðubandalaginu fyrir tíu árum? Þær kosningar fór fram með ná- kvæmlega sama hætti og nú er not- aður við formannskjörið í Samfylk- ingunni. Allir skráðir félagar fengu kjörseðil í pósti og þá var slíkt við- haft í fyrsta sinn í sögu íslenskra stjórnmála. Þá var reyndar gengið lengra í lýðræðinu en núna, fram- bjóðendur fóru saman um landið og héldu 21 sameiginlegan kosn- ingafund þar sem tekist var á um áherslur og málefni. Margrét sigraði í þessum lýðræð- islegu kosningum og var kjörin for- maður. Það er hins vegar nokkuð ljóst að hefði þessi lýðræðislegi hátt- ur ekki verið hafður á kosningunni en landsfundur einn látinn um for- mannskjörið hefði hún líklega tapað. Og þá hefði Samfylkingin ekki orðið til! Málið er ekki flóknara en það. Höfum það sem sannara reynist Fyrirmyndin að reglum Samfylk- ingarinnar um kosningu formanns er sótt í þessa farsælu kosningu Al- þýðubandalagsins 1995. Allir voru sammála um að þessi aðferð hefði reynst vel til að kalla fram vilja stuðningsfólksins og gera því kleift að hafa afgerandi áhrif. Ég vona að reynslan núna verði sú sama, hver sem úrslitin verða. Það er flokks- fólkið sem kýs og það er vilji þess sem við viljum virða. Fjölmiðlamenn og áhugafólk um stjórnmál bið ég um að rifja upp söguna stöku sinnum og frambjóðendur og fylgifólk þeirra að skreyta sig ekki með stolnum fjöðrum. Minni fjölmiðlamanna og áhugamanna um pólitík Haukur Már Haraldsson fjallar um konur og formennsku í stjórnmálaflokkum og minni fjölmiðlafólks ’Fyrirmyndin aðreglum Samfylking- arinnar um kosningu formanns er sótt í þessa farsælu kosningu Alþýðubandalagsins 1995.‘ Haukur Már Haraldsson Höfundur er framhaldsskólakennari og flokksmaður í Samfylkingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.