Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ K jartan Ásmundsson er Eyjapeyi, fæddur á Gjábakka í Vest- mannaeyjum vorið 1949. Leikvöllur hans var fjaran og hetj- urnar fiskimenn. Bernskustöðvarnar lifa aðeins í minningunni því þær huldust hrauni í Heimaeyjargosinu 1973. Kjartan er sonur hjónanna Ásmundar Guðjóns- sonar, sem nú er látinn, og Önnu Friðbjarnardóttur. Kjartan er í mið- ið þriggja bræðra, eldri er Atli og Gísli yngri. „Ég ólst upp í mjög skemmtilegu samfélagi í austurbænum í Vest- manneyjum, heimili okkar var alveg niðri við sjó. Hafið blasti við úr eld- húsglugganum og Heimaklett bar við himin. Úr glugganum fylgdist maður með bátunum fara út og koma inn í alls konar veðrum. Addi á Suður- eynni VE 20, Arnoddur heitinn Gunnlaugsson, var mikill vinur okkar og undir sérstöku eftirliti okkar bræðra. Oft fórum við austur á Skans og snerum ekki aftur heim fyrr en okkar maður var kominn að landi. Sjómennirnir voru hetjur okkar drengjanna. Það stóð aldrei neitt annað til en að verða sjómaður. Klappirnar og sjórinn voru leik- völlur okkar. Við vorum alltaf að fiska, veiddum á stöng af Urðaklöpp- unum, hafnargarðinum og Naust- hamarsbryggjunni. Við lögðum línu í Langalóni sem nú er farið undir hraun. Þetta var ævintýraveröld fyr- ir unga drengi. Fullorðna fólkinu stóð ekki á sama og þurfti oft að sækja mann niður í klappir. Ég var farinn að fara þangað 4–5 ára, Mamma, sem þá var sundkennari í Eyjum, brá á það ráð að kenna mér að synda því ég fékkst helst ekki úr fjörunni.“ Ungur til sjós Það dró fyrir sólu í bjartri æsku- veröld Kjartans þegar hann missti föður sinn í júní 1964. Ásmundur veiktist af krabbameini og dó þegar Kjartan var nýorðinn 15 ára. Anna móðir hans var ein með þá bræður um tíma. Hún kynntist síðar Markúsi Jónssyni skipstjóra frá Ármóti í Vestmannaeyjum og urðu þau hjón. Anna flutti þá með yngri drengina að Ármóti við Skólaveg. Sama sumar og Kjartan missti föð- ur sinn fór hann í fyrsta sinn til sjós sem messagutti á Drangajökli, ný- orðinn 15 ára. „Við sigldum til Jakobstad í Finn- landi sem var fyrsti staðurinn sem ég kom til erlendis. Síðan lá leiðin til Leníngrad í Rússlandi. Við fluttum frosinn fisk og höfðum nokkra við- dvöl í Rússlandi. Sovétríkin voru þarna upp á sitt besta og skipið var vaktað af hermönnum. Þeir sögðust vera að gæta þess að enginn úr áhöfninni styngi af í land! Ég náði því að skoða garð Péturs mikla og Vetr- arhöllina að utan því hún var lokuð. Mér þótti borgin fremur drungaleg.“ Um haustið settist Kjartan í Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og fór að róa á Faxa VE 282 vorið 1965. Hann var formlega „munstraður“, eða skráður, háseti 1. júní og var um borð allt humarúthaldið. „Sjómennskan lagðist vel í mig og ég kunni vel við þetta líf,“ segir Kjartan. „Upp frá þessu gerði ég nánast ekki neitt annað en að vera til sjós, fyrst á bátum frá Vestmanna- eyjum bæði sem háseti og stýrimað- ur. Ég fór í Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum haustið 1968 og lauk minna fiskimannaprófi.“ Heillaður af gömlu togurunum Kjartan segist hafa heillast af ný- sköpunartogurunum, sem svo voru kallaðir, strax á unga aldri. „Ég sá þá stundum á Víkinni heima, svarta og brúna og gufuna lagði frá þeim. Ég var alveg bergnuminn þegar ég sá þessi skip, fannst þau fallegustu skip sem ég hafði séð og yfir þeim æv- intýraljómi. Haustið 1965, ég var orð- inn 16 ára, var ég að vinna í Fiskiðj- unni. Togarinn Marz RE kom inn til Eyja og lagðist við Nausthamars- bryggjuna, rétt fyrir neðan Fiskiðj- una. Við löbbuðum nokkrir félagar niður á bryggju í tíukaffinu um morguninn að skoða Marzinn. Það var örlagarík ferð því ég var munstr- aður um borð. Fór heim og sótti sængina mína og sjópokann. Ég man alltaf hvað mamma var áhyggjufull og leist ekki meira en svo á blikuna. Mannskapurinn á togurunum var sagður svona og svona og þótti henni skipið drungalegt – leist ekki á að senda „barnið“ þarna um borð. Ég kom sem sagt aldrei úr kaffitímanum í Fiskiðjunni heldur fór með Marz- inum á veiðar við Grænland og við seldum síðan aflann í Hull. Ég á víst enn eftir að stimpla mig út úr Fiskiðj- unni!“ Þar með upphófst togarasjó- mennska Kjartans. Næstu árin var hann mest á gömlu togurunum, flest- um gufuknúnum. Auk Marzins nefnir hann Hallveigu Fróðadóttur RE, Neptúnus RE og Þormóð goða RE meðan hann stundaði sjó frá Reykja- vík. Kjartan segir að starfið hafi oft verið erfitt og hættulegt, en um borð í þessum skipum kynntist hann mörgum góðum dreng. Af Reykja- víkurtogurunum lá leiðin norður til Siglufjarðar á togarann Hafliða SI. Kjartan var á honum frá því um jólin 1969 þar til skipinu var lagt. „Það væri efni í heila bók að segja frá dvöl minni á Hafliða, þótt ekki eigi það allt heima á prenti. Það var mikið drukkið í landi, hver mínúta notuð í þeim efnum, og gekk mikið á stundum. Þess ber þó að geta að oft var maður úti á hafi 310 til 320 daga á ári. Þá þekktist ekki að fara í frí,“ segir Kjartan. „Meðal þess sem not- að var til að lokka menn á þessi skip voru þau góðu lífeyrisréttindi sem í boði voru. Engu að síður fengust ekkert margir á togarana og þurfti oft að bíða á ytri höfninni í Reykjavík meðan leitað var að mannskap.“ Þegar Hafliða var lagt flutti Kjart- an til Akureyrar og byrjaði þar á togaranum Kaldbak EA, sem var ný- sköpunartogari. Síðan var hann á Harðbak EA, sem var síðasti gufu- togarinn sem gerður var út frá Ís- landi og var á honum þar til honum var lagt. Þá lá leiðin á Sléttbak EA, sem var glæsilegur skuttogari. Kjartan kveðst þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessari teg- und togarasjómennsku sem nú heyri sögunni til. Hann hugsar til þessa tíma með hlýju og góðra félaga sem hann var samskipa á þessum árum. Örlagarík sjóferð „Í desember 1978 vorum við á Hal- anum út af Vestfjörðum og ætluðum að vera úti um jólin. Ég var ekki óvanur því að vera úti á sjó á jólun- um. Það var kominn 18. desember og við vorum að láta trollið fara í slæmu veðri. Ég hafði þann starfa á dekkinu að vera pokamaður, sem kallað var, og að ganga frá bakstroffunni þegar skipið fékk á sig þungan sjó. Við það lagðist skipið á bakborðssíðuna. Frá túrnum áður var 200 til 300 kílóa grjót bundið úti við stjórnborðssíð- una, það hafði átt að fara í land en farist fyrir. Ég heyrði skruðning og fann svo stingandi sársauka í hægri fætinum. Við veltuna hafði grjótið losnað, komið fljúgandi yfir dekkið í hægri löppina á mér og klemmt hana við upphækkun á dekkinu. Ég vissi strax að ég var mölbrotinn. Það var Sjómaðurinn sem sigraði kerfið Kjartan Ásmundsson stundaði sjómennsku þar til slys setti strik í reikninginn. Hann varð öryrki og ófær til fyrri starfa. Lagabreyting vegna slæmrar stöðu Lífeyrissjóðs sjómanna varð til þess að hann og fleiri sjómenn voru sviptir áunn- um virkum réttindum. Kjartan leitaði réttar síns fyrir ís- lenskum dómstólum sem dæmdu andstæðingi hans í vil. Þá leitaði hann til Mannréttindadómstóls Evrópu og sigr- aði. Guðni Einarsson ræddi við Kjartan um sjómennsku og baráttuna við kerfið. Morgunblaðið/ÞÖK „Réttlætið sigraði og ég er persónulega mjög sáttur við mína niðurstöðu,“ segir .Kjartan Ásmundsson. Kjartan Ásmundsson var á Harðbak EA snemma á áttunda áratugnum. Harð- bakur var síðasti gufutogarinn sem gerður var út frá Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.