Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20 Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Mi 4/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 20, Fö 6/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 7/5 kl 20 - UPPSELT, Su 8/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 13/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 14/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 Síðustu sýningar DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Fö 6/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Fö 6/5 kl 20, Lau 7/5 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Í kvöld kl 19.09 Síðasta sýning TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 - UPPSELT, Í dag 17 - UPPSELT, Su 5/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 14/5 kl 14, Su 22/5 kl 14 SÍMI 545 2500 I WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri: ::: Friedeman Riehle Söngvarar ::: Zuzka Miková, Nikoleta Spalasová og Gabina Urbánková Trommur ::: František Hönig STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FÖSTUDAGINN 6. MAÍ KL. 19.30 LAUGARDAGINN 7. MAÍ KL. 17.00 Græn tónleikaröð #5 Tónlist eftir Pink Floyd, Deep Purple, Gustav Mahler, Modest Mússorgskíj, Led Zeppelin, Queen og Ludwig van Beethoven Philharmonic Rock Night 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands Vínarferð Vinafélags Íslensku óperunnar Örfá sæti laus - Skráning í síma: 562-1077 Nánari upplýsingar á Óperuvefnum 250 skyndimyndum í tímaröð af þeim viðburðum vísindasögunnar sem hæst hefur borið hverju sinni. Þetta er á margan hátt skemmtileg nýjung, en þessum framsetningar- máta fylgja bæði kostir og gallar. Kostirnir eru helztir, að greinargott yfirlit fæst yfir framvindu atburða, fjölbreytni hugmynda og með hjálp millitilvísana glæðist skilningur á hvernig staðreynda er leitað stig af stigi. Gallarnir eru aftur á móti þeir, að hér er sagan slitrótt, ýmsum mikilsverðum uppgötvunum er sleppt og texti er svo knappur, að hvert fyrirbæri, jafnt stórt sem smátt, fær aðeins eina síðu. Vísindabókin fjallar um uppgötv- anir í náttúrufræði í víðustu merk- ingu orðsins (eðlisfræði, efnafræði, líffræði, stjörnufræði, og jarðfræði), en líka sálfræði, fornleifafræði og stærðfræði, en hins vegar er sögu tækniþróunar að mestu sleppt. Vissulega má sífellt deila um hverju á að hafna í riti sem þessu, þar sem loku er fyrir skotið að allt komizt með, þótt verðugt sé. Engu að síður hefur valið heppnazt furðu vel og bókin er uppspretta mikls fróðleiks. Óefað hefur það ekki verið átaka- laust að þýða bókina. Fjallað er um undirstöðuatriði margra vís- indagreina og því er það harla mik- ilvægt að sem fæstir hnökrar séu á framsetningu efnis. Það er tæplega á færi eins manns að þýða svo víð- feðmt rit. Einkum hef eg hnotið um atriði er varða líffræði. Ekki fer til dæmis vel á að nota orðið þróun um frumuvöxt (bls. 460) og ergot- sveppur nefnist korndrjóli eða melaskítur á íslenzku. Þá er skýr- VÍSINDASAGAN spannar nær alla sögu mannkyns ekki síður en saga af ýmsum öðrum atburðum. Löngum hefur verið mikill áhugi á henni meðal almennings og hafa margar bækur verið skrifaðar um þetta efni. Flestar eru þær á erlend- um málum en þó hafa nokkur rit komið út hér á landi, sem vakið hafa eftirtekt. Bækurnar eru fjarri því að vera allar jafnítarlegar, sumar að- eins örstutt ágrip en aðrar vandlega unnar. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, er talsvert frábrugðin ritum um sama efni. Í stað þess að rekja sög- una lið fyrir lið er brugðið upp um ingin á tegundarheiti eftir reglum Linnés röng, því að síðara heitið er svonefnt viðurnafn (epitet) en ekki tegundarheiti, sem er ávallt tvö orð. Og staðlausir eru þeir stafir, að insúlín myndist í milta eins og segir í myndatexta (bls. 288). Sumt verð- ur harla torskilið í þýðingu, eins og þar sem segir, að »kenning Mendels virðist helst eiga við víkjandi ein- kenni eins og kyn en þróun lífvera tekur aðallega til sífellt víkjandi ein- kenna eins og hæðar«. Hvað hér er átt við er með öllu óskiljanlegt þeim, sem hér ritar. Í annan stað hefði mátt fága málfar sums staðar en fullmikið er sagt að Aristóteles, Ross og Pavlov hafi »eytt« árum sínum í rannsóknir, því að fáir menn vörðu tíma sínum betur en þessir ágætu herramenn, og of sterkt er að orði kveðið, að Kópernikus hafi rað- að »reikistjörnunum í rétta og fasta röð«. Flestar prentvillur eru mein- lausar en leiðigjarnar (Eratosþenes frá Kýrene er nefndur Erastoþenes frá Sýrene). Hvað svo sem þessum aðfinnslum líður er hér mjög efnismikil og fræðandi bók á ferð. Hún spannar mjög vítt svið og höfðar því til margra. Mjög auðvelt er að lesa sér til um einstaka þætti, því að milli- tilvísanir eru margar. Önnur hver síða er prýdd mynd og eru þær vel valdar í tengslum við efnið. Það er því óhætt að mæla með bókinni handa fróðleiksfúsu fólki en helzt mætti kenna hirðuleysi af hálfu út- gefandans um, að ekki er nógu vel að útgáfunni staðið. Margir eru vísdóms vegir BÆKUR Náttúrufræðirit Aðalritstjóri: Peter Tallack. Íslenzk þýð- ing: Ari Trausti Guðmundsson. 528 bls. Útgefandi er Mál og menning. Reykjavík 2004. Vísindabókin Ágúst H. Bjarnason AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LABAN, einn af þekktari listahá- skólum Englands á sviði danslist- arinnar, mun halda kynningu á fjölbreyttu dansnámi sínu fyrir ís- lenska dansnema og inntökupróf í skólann fyrir áhugasama. Náms- kynningin og inntökuprófin fara fram dagana 7. og 8. maí að Lág- múla 9 í húsakynnum Dansræktar JSB/Jazzballettskóla Báru. Fjölmargar brautir eru við skól- ann og gefst fólki tækifæri á að spyrja fulltrúa frá Laban um námsleiðir í listdansi við skólann. Boðið verður upp á dans-„work- shop“ á laugardeginum 7. maí og eru danstímarnir opnir þeim sem vilja kynna sér dansnámið. Inn- tökuprófin fara fram sunnudaginn 8. maí. Danstímar Laban á laugardeg- inum eru í höndum færustu kenn- ara skólans og kostar þátttaka í danstímunum 3.000 kr. Skráning stendur yfir í síma 5813730 og á netfanginu jsb@jsb.is. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 5. maí. Laban með kynningu á dansnámi www.laban.org Hjá Máli og menn- ingu er komin út Gáruð vötn eftir Kerstin Ekman. Seinni heims- styrjöldin setur sinn svip á líf heimamanna í Svartvattnet í Norður-Svíþjóð. Í þessari sögu, sem er annað bindið í þríleik sem hófst með bókinni Mis- kunnsemi Guðs, er Myrten, dóttir Hill- evi Halvarsson orðin fullvaxta. Þegar hún heldur til Stokkhólms tekur hún með sér leyndarmál sem ekki einu sinni Kristín fóstursystir hennar þekk- ir. Enn sem fyrr er Kristín, sem hefur átt afar erfitt í stríðinu, sú sem reynir að leita upp úr djúpi gleymskunnar og tengja gamla tíma og nýja. En minn- ingarnar sökkva hægt og hægt eins og steinar og það nýja lætur hærra en fuglasöngur og lækjarniður. Kerstin Ekman er einn dáðasti og vinsælasti höfundur Norðurlanda. Á íslensku hafa áður komið út eftir hana Atburðir við vatn, en fyrir hana hlaut Kerstin Ekman Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, og svo fyrsti hluti þessa rómaða þríleiks, Miskunn- semi Guðs. Bókin er 408 bls. Þýðandi: Halla Sverrisdóttir Útgefandi: Mál og menning Verð: 1.799 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.