Morgunblaðið - 01.05.2005, Side 54

Morgunblaðið - 01.05.2005, Side 54
54 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI STÆRSTA far-þega-þota heims, Airbus 380, fór í sitt fyrsta reynslu-flug frá Toulouse í Frakk-landi á miðvikudaginn. Flugið stóð í um fjóra klukku-tíma. Fjöldi fólk fylgdist með fluginu og klappaði það þegar vélin fór á loft, líka þegar hún lenti. Airbus 380 hefur tvær hæðir og er pláss fyrir 550 eða 840 far-þega í henni. Það fer eftir því hvernig vélin er inn-réttuð. Airbus býst við að hafa selt um 150 þotur um mitt þetta ár. Hver þota kostar um 18 millj-arða króna. Þess má geta að stór hluti álsins sem þoturnar eru smíðaðar úr er frá Alcoa, og því líklegt að það verði seinna meir fram-leitt hér á landi. ReutersAirbus A380 lendir á flug-vellinum í Toulouse í Frakk-landi. Stærsta far-þega-þota heims ÖRYRKJUM hefur fjölgað mjög mikið á Íslandi síðustu árum. Mun fleiri ís- lensk ung-menni fá örorku-líf-eyri en á öðrum Norður-löndum. Hefur yngstu bóta-þegunum fjölgað um meira en helm-ing á tveimur árum. Heil-brigðis-ráðherra lét gera skýrslu um málið, og í henni stendur að sex aðal-ástæður séu fyrir þessari fjölgun. 1) Íslenska þjóðin er að eldast og þar með fjölgar öryrkjum. 2) Fólk sem fram-leiðir minna á vinnu-stað hefur misst vinnuna í langan tíma og síðan orðið ör-yrkjar. 3) Fyrir fólk með lág laun er hag-stæðara að sækja um ör-orku-lífeyri. Sérstak-lega ein-stæða foreldra og fólk sem á mörg börn. 4) Þar sem lægstu launin eru lægri en ör-orku-bæturnar er verra fyrir ör-yrkja að fara aftur að vinna, jafn-vel þótt þeir geti það og vilji. 5) Fólk sem fær atvinnu-leysis-bætur eða peninga-aðstoð frá sveitar-félagi vill frekar fá ör-orku-bætur þar sem þær eru hærri. 6) Árið 1999 komu ný við-mið þegar ör-yrkjar eru metnir, og eftir það er mun auð-veldara að fá ör-orku-mat en áður. Mikil fjölgun ör-yrkjaJÓN Arnór Stefánsson, lands-liðsmaður í körfu-knattleik, varð í gær fyrsti Íslend-ingurinn sem vinnur Evrópu-keppni í körfu-knattleik. Hann leikur með rúss-neska liðinu Dynamo St. Péturs-borg. Þeir unnu liðið BC Kiev frá Úkraínu 85:74, og þar af skoraði Jón Arnór 9 stig. Dynamo-liðið tapaði engum leik í allri keppn-inni. Jón Arnór lék með NBA-liðinu Dallas Mavericks í fyrra, en samdi um að leika eitt ár með rúss-neska liðinu. Jón Arnór er bróðir Ólafs Stefáns- sonar, hand-knatt-leiksmanns hjá spænska liðinu Ciudad Real, en Ólafur hefur þrisvar sinnum orðið Evrópu-meistari. Jón Arnór er Evrópu-meistari AP Jón Arnór, í bláum keppnis-búningi, í sigurleik Dynamo. HVÍT-RÚSS-NESKA söng-konan Anje-lica Agur-bash kom til Íslands að kynna lagið sem hún mun syngja í Evró-visjón-- keppninni. Hún hitti íslenska fréttamenn og flutti lagið sitt með aðstoð dansara og söngv-ara. Anje-lica er fædd árið 1970, en þegar hún var 18 ára vann hún í fyrstu fegurðar- sam-keppninni sem haldin var í Hvíta- Rússlandi. Hún var þá nemi við Lista- háskóla Hvíta-Rúss-lands. Hún er vinsæl söng- og leik-kona og býr í Moskvu ásamt eigin-manni sínum og þremur börnum. Angelica á Íslandi Morgunblaðið/Þorkell Angelica verður full-trúi Hvíta- Rúss-lands í keppninni. ÍSLENDINGAR unnu í norrænni stærð-fræði- keppni sem heitir KappAbel. Í vikunni var hún haldin í þriðja sinn, og nú í Kennara-háskóla Íslands. Í liðinu voru fjórir ung-lingar úr 9. bekk B í Lundar-skóla á Akur-eyri, þau Sunna Þorsteins- dóttir, Auðunn Skúta Snæbjarnarson, Eyþór Gylfason og Kamilla Sól Baldursdóttir. Kennarinn þeirra er Sigurveig María Kjartansdóttir. Íslenska liðið fékk 24 stig af 25 mögu-legum. Í öðru sæti urðu Norð-menn með 21 stig, en Danir, Svíar og Finnar fengu 17 og 16 stig. Keppnin er haldin til að efla áhuga ungl-inga á stærð-fræði og einn þriðji allra 9. bekkja á landinu tekur þátt í keppninni. Unnu í stærð-fræði-keppni Morgunblaðið/Árni Sæberg Kamilla Rún, Auðunn Skúta, Eyþór og Sunna sigruðu glæsi-lega. ÞRÍR íslenskir friðar-gæslu-liðar sem slösuðust í sprengju-árás í Kabúl í Afganistan í fyrra-haust fá ekki bætur frá Trygginga-stofnun ríkisins. Stofnunin segir að ástæðan sé sú að þeir hafi ekki að slasast í vinnu-slysi heldur í frí-tíma sínum. Sverrir Haukur Grönli, Stefán Gunnarsson og Steinar Örn Magnússon urðu fyrir árás þegar þeir stóðu vörð fyrir utan teppa-búð við Kjúklinga-stræti, sem er mikil versl- unar-gata í Kabúl. Í árásinni lést afg- önsk stúlka og ung banda-rísk kona lést af sárum sínum daginn eftir. Þar sem friðar-gæslu-liðar eru á hættu-slóðum utan og innan vinnu- tíma, þykir ljóst að eyða verður óviss- unni sem nú ríkir um rétt-indi þeirra. Morgunblaðið/Golli Sverrir, Stefán og Steinar skoða rönt- genmynd af Stefáni sem tekin var á hersjúkrahúsi í Kabúl. Friðar-gæslu- liðar fá ekki bætur HAUKAR urðu Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna í hand-knatt-leik á fimmtudaginn var. Hauka-stúlkur unnu ÍBV frá Vest-manna-eyjum í þriðja sinn í röð í úrslita-keppni DHL- deildarinnar. Lokatölur voru 26:23. „Eins og staðan er í dag erum við með langbesta liðið og sýndum það svo sannar-lega og sönn-uðum í kvöld,“ sagði Hanna Gréta Stefánsdóttir, leik-maður Hauka, en hún skoraði 9 mörk í leiknum. Morgunblaðið/Þorkell Kátar Hauka-stúlkur fagna sigri. Haukar eru Íslands-meist- arar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.