Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIHII, Þetta getur maðurinn ekki með neinu móti leikið eftir, og má það í fljótu bragði virðast furða, að hann skuli geta án þess ver- ið. Skýringin er þó í því fólgin, að maðurinn gengur uppréttur. Hann getur snúið höfðinu um lóðréttan ás og á þann hátt skynj- að við hvaða höfuðstellingar hann heyrir hljóðið bezt, en af því dregið þá ályktun hvaðan það kemur. Hjá mannöpunum er eyð- ing eyrans gengin enn þá lengra en hjá manninum. Orangútaninn er til dæmis með öllu eyrnalaus. Meltingarfærin. Þá eiga meltingarfærin mörg líffæri, sem eru að verða úrelt, en þar má fyrst til telja tennurnar. Hjá þeim fiskum, sem tennur hafa, kemur hver tönnin eftir aðra, þegar tönn eyðilegst, en mað- urinn fær, eins og kunnugt er, aðeins tennur tvisvar, mjólkurtenn- ur og fullorðinstennur. Við rannsóknir hefir þó komið í ljós, að hjá manninum myndast fyrst tennur, sem aldrei ná þeim þroska, að þær verði sýnilegar, og það hefir einnig hent, að gamlir menn hafa fengið tennur, eftir að fullorðinstennurnar voru farnar. Við höfum því tvennar úreltar tennur, aðrar koma á undan mjólkur- tönnunum, en hinar á eftir fullorðinstönnunum. Þó er ekki sögu tannanna þar með lokið. Á fullorðinsárum fá flestar manneskjur vísdómstönn, sem er aftasti jaxlinn í munninum. Sumir fá hann nokkuð snemma, aðrir fá hann seint og nokkrir aldrei. Auk þess er vísdómsjaxlinn mjög breytilegur að stærð, hann er tönn, sem er að verða úrelt. Hjá mannöpunum er þetta alveg öfugt, þar kemur vísdómstönnin á unga aldri og er sterkust af öllum jöxlun- um. Beri maður saman tennur í mönnum og mannöpum, þá er f jöldinn og lögunin hér um bil alveg sú sama, en styrkleikinn mjög misjafn, miklu sterkari hjá öpunum en hjá manninum. Sérstak- lega er augntönnin, eða vígtönnin, eins og hún er kölluð hjá dýr- unum, mjög sterk hjá mannöpunum, enda er hún notuð sem vopn. Um spendýrin, sem yfirleitt hafa tennur, gildir sú regla, að líf þeirra endist einungis eins lengi og tennurnar standa. Ut yfir þetta lögmál er maðurinn vaxinn. Hann hefir nú fundið ýms tæki til þess að búa fæðuna í hag handa líkamanum og matreiða hana á ýmsan hátt, svo að maður minnist nú ekki á tannlækningar, sem dýrin verða að fara á mis við. Afleiðingin af þessu er sú, að maðurinn er að verða óháður tönnunum, eins og hann er nú óháð- ur hárinu, tennurnar eru að hrörna, þær eru að byrja leiðina til þess að verða úreltar. Þess vegna verða kjálkarnir á manninum 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.