Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 23 aimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiii kræðu. Þeim, sem vilja sjá um þetta prentaðar heimildir, verð eg að vísa til rita dr. Helga heit. Jónssonar. Hann hefir meðal annars skrifað tvær ritgjörðir í Búnaðarfélagsritið, aðra í 20. árgang, en hina í 32. árg., báðar um greiningu þörunga, notkun þeirra og hirð- ingu. Auk þess er grein um þetta með myndum í þriðja árgangi Náttúrufræðingsins, á bls. 44, og loks hefir dr. Bjarni Sæmundsson skrifað um fjörugrös og sjávarkræðu í nóvember-hefti Ægis 1935. I lýsingum þeim, sem hér fara á eftir, vei-ður aðallega stuðst við rit dr. Helga Jónssonar. 3. Fjörubeltið. Eins og kunnugt er, þá nær fjörubeltið, sem kallað er, frá efsta flæðarmáli niður að neðsta fjörumarki. Efri hluti beltisins er á þurru um fjöru, en í kafi um flóð, en neðsti hlutinn er aðeins á þurru stuttan tíma í senn, og það helzt um stórstraumsfjöru. Allra efst í þessu belti, þar sem sjór og land mætast, ef svo má að orði komast, er ein tegund (eða örfáar tegundir) af skorpukennd- um skófum, að öðru leyti er allt beltið alvaxið þörungum, og lang- mest ber á brúnþörungum og rauðþörungum. Sumir þörungarnir eru einærar plöntur, það er að segja, þeir lifa aðeins eitt gróður- skeið, en fjöldinn allur er fjölær, lifir í mörg ár. Efst í fjörunni gætir mest munarins á sumri og vetri, og þar er því mest af þör- ungum, sem deyja á haustin, það er að segja einærum þörungum, en þegar dýpra dregur, koma fjölæru þörungarnir til sögunnar. Blágrænu þörungarnir og grænu þörungarnir eru efst í þör- ungabelti fjörunnar. Þá koma brúnþörungarnir, hér um bil frá hálfföllnum sjó og niður úr, en innan um þá eru rauöþörungarnir, og margir þeirra dýpra. Af blágrænu þörungunum og grænþör- ungunum er lítið í sjónum, þeir koma ekki þessu máli við, og skal þeim því sleppt hér. Enda verður þeim ekki ruglað saman við þær tegundir, sem hér er um að ræða. Fjörugrösin þekkjum við fyrst og fremst á því, að þau eru rauð á lit, eða jafnvel með bláum blæ, fáir þörungar eru þannig á litinn nema purpurahimna og sjóarkræða. Purpurahimnan er þó auðþekkt á því, að öll plantan er ein örþunn himna, flöt og ógreinótt, legglaus. Hún vex á klettum í flæðarmálinu. Báðar hin- ar tegundirnar, fjörugrösin og sjávarkræðan, hafa meira eða minna margkvíslóttan líkama, og líkjast því ekki flatri himnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.