Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 62
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111111111111111111111II11111111111111111 (1111111111111111111111111111111,1111111111111111111111111111111, [ Sjaldséðir fuglar á Siglufirði. Það hefir verið siður hér í húsinu síðan eg flutti í það, að smáfólkið hefir á vetrum gefið snjótittlingum, oftast daglega, þegar hart er um. Við höfum haft mikla ánægju af þessum litlu gestum, að sjá ötulleik þeirra að bera sig eftir björginni. Núna á Þorláksmessu kom í hóp snjótittlinganna nokkru stærri fugl, alsvartur, með ljósgult nef, beint, hnarreistur og hvatlegur, — sköpulagið er líkt og skógarþrastarins, en hann er lítið eitt stærri, á stærð við lóuþræl. Stélið er nokkuð langt og sýlt í það. Hann er fremur gæfur, en amar burtu snjótittlingunum. Fuglinn var hér daglega yfir jólin, en fór svo og kom fyrst aft- ur í dag (12. jan.). Hefir hann haidið sig hér í allan dag og notað sér óspart af því framreidda. Eg býst við að fugl þessi sé stari, en eg hefi ekki fuglafræði, svo að eg sé viss um þetta, og hefði því gaman af að fá að vita um það, hver hann er.1) Skógarþrestir voru hér alveg fram undir jól, og þeir voru komnir hingað snemma í marz s.l. Silkitoppa (Silkehale) kom nokkrum sinnum hér heim að hús- inu í apríl 1933, og var mjög gæf. Æðarkóng skaut Guðm. Hafliðason hér á firðinum fyrir nokkr- um árum, mig minnir vorið 1910. Músarrindil sá eg í fyrravetur við lækinn neðan við hús bæjar- fógetans. Annars er hann mjög fáséður hér í Siglufirði, enda fuglalíf (landfugla sérstaklega) fáskrúðugt hér. Jón Jóhannesson. 1) Hefir sennilega verið stari. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.