Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 20
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiimmiimiimiimniiiiimiiimiiiiiiiiiiiimiimiiir anum rúmar ekki nema um 427 cm.3 og hjá górillunni, sem er stærri, um 557 cm.3, á móti hálfum öðrum lítra eða 1500 rúm- sentimetrum hjá manninum. Þarna virðist því í fljótu bragði vera staðfest mikið djúp á milli mannsins annars vegar og þeirra mannapa, sem hæst standa, hins vegar, en þess er þó að gæta, að til eru þeir menn, þar sem heilabúið er miklu minna en reglan er um Evrópumenn. Þar mætti til dæmis nefna hina svonefndu Wedda-menn á Ceylon. Hjá þeim er heilabúið ekki nema í mesta lagi 1250 rúmsentimetrar, og hefir verið mælt alla leið niður í 950 rúmsentimetra. Hér er þó ef til vill að ræða um eitthvert minnsta heilabú, sem þekkist á mannlegri veru, en það er þó eftir- tektarvert, að mismunurinn á heilastærð mismunandi manna er miklu meiri en mismunurinn á heilastærð mannsins almennt ann- ars vegar og ófullkomnustu dýra hins vegar. Það er ekki langt frá því, að hægt sé að skipa næstum því óslitna röð af hauskúp- um, allt frá stærsta heila mannanna og niður að minnstu heilum minnstu spendýra. Það virðist hér ótvírætt vera að ræða um mis- munandi stig á sama hlut, en ekki um eðlismismun. Heilabúið er því eitt af þeim líffærum, sem hefir þroskast langt fram yfir það vanalega hjá manninum, enda verður því að vera þannig háttað, ef að því er haldið fram, að maðurinn sé kominn af spendýrum. Eins og flestum mun kunnugt hélt Darwin því fram, en hann sá þó glöggt, að ekkert núlifandi dýr gæti verið ættfaðir mannsins, og enda þótt aparnir væru okkur óneitanlega skyldastir, þá gætu þeir þó í hæsta lagi verið frændur okkar, en ekki forfeður. En ef gert er ráð fyrir því, að menn og mannapar séu tvær greinar á sama stofni, þá mætti einmitt búast við, að menn og apar líktust meira á unga aldri en nokkurn tíma seinna, þá mætti búast við, að greinin, sem táknar mennina, svo að við tölum lík- ingamál, hefði vaxið upp frá stofninu, en sú, sem táknar ap- ana, hefði vaxið niður. Einmitt þess vegna ætti fósturþróun apa og manna, sem við höfum séð að oft og einatt er stutt endurtekn- ing af framþróun tegundanna, að sýna það, hvernig þessir tveir flokkar lifandi vera, aparnir annars vegar og mennirnir hins veg- ar, væru líkir, líkari en nokkru sinni síðar, á unga aldri, eða á fósturstigi, en fjarlægðust svo meira hvor annan, eftir því sem þroski færðist yfir einstaklinginn, eftir því sem ættin eða teg- undin setti gleggra og gleggra fangamark sitt á hann. Þessu er líka einmitt þannig varið. Það er alveg greinilegt, að mannap- arnir líkjast manninum miklu meira þegar þeir eru börn að aldri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.