Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 6. íslenzki marhálmurinn. Marhálmurinn er til á íslandi, það eitt er víst. Hann er ís- lenzk planta, hefir íslenzkt nafn, og um hann hafa skrifað flestir þeir náttúrufræðingar, sem eitthvað hafa haft rannsóknir á gróðri um hönd. f bók sinni, „Islands Flora“, segist Grönlund hafa fundið hann í Hafnarfirði, við Akureyri, í Stykkishólmi, í Hrútafirði og í fjörunni við Reykjavík. Segir hann blöðin löng, bandlaga, með 3—5 taugum. Þessi lýsing mun þó frekar eiga við útlend eintök en þau, sem hér vaxa. Dr. Helgi Jónsson minnist, einnig á hann í ritum sínum, og Stefán Stefánsson telur hann al- gengan við Suðvestur-ströndina, þ. e. a. s. við Faxaflóa og Breiða- fjörð, sjaldgæfan við Vestfirði og Austfirði, og efar að hann sé til á Norðurlandi. Hann getur þess, að hér vaxi ekki sjálf aðal- tegundin, heldur afbrigði, varietas stenophylla, með löngum, band- laga blöðum, sem séu ein- til þrítauga. Blómgunartímann telur hann ágúst til október. Alveg það sama skrifa Ostenfeld og Gröntved í „The Flora of Iceland and the Faeroes“, en þeir telja blómgunartímann vera ágúst—september, og geta ekki teg- undarinnar frá Norðurlandi. Loks skrifar Þorvaldur Thoroddsen í „Lýsing Islands" á þessa leið: „Til sægróðurs verður líka að telja marhálminn, þó að hann sé allt annars eðlis en þörungarnir. Marhálmurinn er algengur við suðvestur-strendur íslands, oft í breiðu, grænu belti í víkum og f jarðarbotnum, hann er mjög mik- ill á Breiðafirði milli fjöru og skerja, sem fyrir utan liggja. Mar- hálmurinn vex á blautum leirbotni í grunnum sjó, rétt fyrir neð- an fjöruna, svo ekki flæðir af honum nema um stórstraumsfjöru“- Af þessu er ljóst, að marhálm skortir hér ekki, að minnsta kosti ekki við suma landshluta. En þá kemur sú spurning, hvort nægilega mikið sé til af honum, til þess að vinnsla borgi sig, hvort sjúkdómurinn hafi gripið hann einnig hér, þannig að við getum ekki bjargað náunganum, sem nú kallar á hjálp vora, og hvort að verðið, sem greitt yrði fyrir vöruna, er nægilega hátt, til þess að vinnan svari kostnaði. Eg skal nú reyna að svara þessum spurn- ingum, eftir því, sem föng eru til. Eg vil geta þess, að Búnaðar- félag íslands hefir tekið málið í sínar hendur. Búnaðarmálastjór- inn, herra Steingrímur Steinþórsson, hefir sent út fyrirspurnir í allar áttir, fengið nokkur svör, og góðfúslega leyft mér að nota þau hér. Frá Langey er skrifað, að þar hafi verið mikið af marhálmi fyrir 10—12 árum, en nú sé hann að miklu leyti horfinn, og telur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.