Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiimiiiiiiiuiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitr Stærsta tegund af rækjubotnvörpu, sem hefir 110 feta höfuð- línu, kostar 310 danskar krónur hjá „Fiskenetfabrikken Dan- mark“, Helsingör, og auk þess kosta hlerarnir kr. 200. Býzt eg við, að þetta firma gefi allar upplýsingar um verð á rækjubotn- vörpum, og ef til vill rækjuháfum (Sænkenet for Rejer), og leið- beini um notkun þeirra. 4. Aflamagn og verð. Bretar, Þjóðverjar, Danir, Frakkar og fleiri þjóðir Evrópu veiða aðrar tegundir af rækjum en þessa, kampalampinn lifir nefnilega einungis á nokkuð djúpu vatni, og þær Norðurlandaþjóðir, sem nú veiða hann að nokkrum mun, eru aðeins Norðmenn, og Svíar að nokkru leyti; en vegna mergðar- innar veiðist, þrátt fyrir það, meira af honum en nokkurri ann- arri tegund af rækjum. Árið 1933 veiddust alls í Evrópu rúmar 5000 smálestir af rækjum, og þar af hafa meira en fjórir fimmtu hlutar verið kampalampar, því að Norðmenn einir veiddu 3321 smálest, en Svíar 1186 smálestir. Því miður er ekki auðvelt að sjá það á alþjóðaskýrslum, hve mikið fæst fyrir kampalampa á erlendum markaði, en á hinn bóg- inn getum við fengið að vita um heildartölur. Árið 1933 fengu þannig Norðmenn 4.796.000 kr., eða tæpar fimm milljónir fyrir ýmis lægri sjávardýr, og af því var nærri helmingur rækjur. Svíar fengu þetta sama ár 1.619.000 kr., og yfirgnæfandi hlutinn af því, sem selt var fyrir þessa upphæð, var kampalampi. Með þessum ófullkomnu tölum vildi eg sýna, að það eru ekki smávegis tekjur, sem þessi eina tegund sjávardýra gefur, tegund, sem nóg er til af hér við land, og að mestu hefir verið látin ónotuð fram til þessa. 5. Kampalampa-magnið hér við land. Kampalampinn lif- ir einkum í köldum höfum. Við vestanvert Atlanzhaf nær heim- kynni hans frá ströndum Grænlands suður að Massachusetts. Við Evrópu er kampalampi á öllu svæðinu frá Franz Jósefs landi, suður með öllum Noregs ströndum, alla leið suður í Skagerak, og loks er hann einnig til í Norðanverðu Kyrrahafi. Við Noreg er hann helzt í fjörðum með 100—700 m. dýpi, og mest kvað hann veiðast, þar sem hitinn er um sex stig og seltan um 3.5%. Kampalampinn hér við land hefir lítið verið rannsakaður, en það er óhætt að fullyrða, að nóg er til af honum alls staðar þar, sem skilyrði eru til, þar sem hiti og dýpi er innan ákveðinna marka. Eg vil aðeins nefna það, þessu til sönnunar, að enginn hörg- ull virðist vera á kampalampa úti fyrir Vestf jörðum, og meira að segja ekki inni á fjörðum, þar sem dýpið er nægilegt. Sama máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.