Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 23 aimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiii kræðu. Þeim, sem vilja sjá um þetta prentaðar heimildir, verð eg að vísa til rita dr. Helga heit. Jónssonar. Hann hefir meðal annars skrifað tvær ritgjörðir í Búnaðarfélagsritið, aðra í 20. árgang, en hina í 32. árg., báðar um greiningu þörunga, notkun þeirra og hirð- ingu. Auk þess er grein um þetta með myndum í þriðja árgangi Náttúrufræðingsins, á bls. 44, og loks hefir dr. Bjarni Sæmundsson skrifað um fjörugrös og sjávarkræðu í nóvember-hefti Ægis 1935. I lýsingum þeim, sem hér fara á eftir, vei-ður aðallega stuðst við rit dr. Helga Jónssonar. 3. Fjörubeltið. Eins og kunnugt er, þá nær fjörubeltið, sem kallað er, frá efsta flæðarmáli niður að neðsta fjörumarki. Efri hluti beltisins er á þurru um fjöru, en í kafi um flóð, en neðsti hlutinn er aðeins á þurru stuttan tíma í senn, og það helzt um stórstraumsfjöru. Allra efst í þessu belti, þar sem sjór og land mætast, ef svo má að orði komast, er ein tegund (eða örfáar tegundir) af skorpukennd- um skófum, að öðru leyti er allt beltið alvaxið þörungum, og lang- mest ber á brúnþörungum og rauðþörungum. Sumir þörungarnir eru einærar plöntur, það er að segja, þeir lifa aðeins eitt gróður- skeið, en fjöldinn allur er fjölær, lifir í mörg ár. Efst í fjörunni gætir mest munarins á sumri og vetri, og þar er því mest af þör- ungum, sem deyja á haustin, það er að segja einærum þörungum, en þegar dýpra dregur, koma fjölæru þörungarnir til sögunnar. Blágrænu þörungarnir og grænu þörungarnir eru efst í þör- ungabelti fjörunnar. Þá koma brúnþörungarnir, hér um bil frá hálfföllnum sjó og niður úr, en innan um þá eru rauöþörungarnir, og margir þeirra dýpra. Af blágrænu þörungunum og grænþör- ungunum er lítið í sjónum, þeir koma ekki þessu máli við, og skal þeim því sleppt hér. Enda verður þeim ekki ruglað saman við þær tegundir, sem hér er um að ræða. Fjörugrösin þekkjum við fyrst og fremst á því, að þau eru rauð á lit, eða jafnvel með bláum blæ, fáir þörungar eru þannig á litinn nema purpurahimna og sjóarkræða. Purpurahimnan er þó auðþekkt á því, að öll plantan er ein örþunn himna, flöt og ógreinótt, legglaus. Hún vex á klettum í flæðarmálinu. Báðar hin- ar tegundirnar, fjörugrösin og sjávarkræðan, hafa meira eða minna margkvíslóttan líkama, og líkjast því ekki flatri himnu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.