Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 7

Skírnir - 01.01.1920, Side 7
Jóhann Sigurjónsson. Jóhann Sigurjónsson var einn þeirra fáu, sem hafa aukið veg vorn með öðrum þjóðum. Þess vegna unnu honum allir Islendingar, fyrst og frernst þeir, sem verk hans þektu, en líka hinir, sem þektu nafn hans eitt. Hann var fyrsta íslenzkt nútíma-skáld, sem gat sér orð erlendis. Undir eins bættust fleiri við. Ilann reit verk sín á erlendri tungu, hann var höfundur hreyfingar sem á að deyja. en sem þó er öllum þeim, sem þora að skilja, fyrirheit um nýja heimsfrægð íslenzkra bókmenta. I. Tvö fyrstu rit Jóhanns Sigurjónssonar eru sigur fyrir skáldið, ósigur fyrir leikskáldið. D r. R u n g og B ó n d ■ ian á Hrauni sýna glögt takmörk frumgáfu hans. Bæði eru skáldleg að efni og samtölin ljöma|af ljóðrænni oi’ðlist og fegurð í hugsun og tilfinningu. Hvorugt stenzt hóm sinn sem sjónleikir, bæði eru gölluð og ótraust að byggingu. D r. R u n g er yndislegt skáldverk, en leiksagan svo fábreytt og viðburðalítil, að það gegnir furðu, að skáldið skuli ekki hafa séð það frá upphafi, að hún gat ekki risið undir dramatisku formi. I Bóndanum á Hrauni eru tilþrifin engu minni, en þó virðist svo sem höfundur hans hafi varla get- að þekt sum af frumlögmálum dramatiskrar listar. Eg vil taka til dæmis höfuðsamtalið í fyrsta þættí. Sveinungi i

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.