Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1920, Blaðsíða 20

Skírnir - 01.01.1920, Blaðsíða 20
14 Dr. Paul Carns. [Skirnir það einnig upprunalega að þakka, að mér voru send gefins tímarit félagsins, og flest hin merkustu heimspekisrit, sem það gaf út á enskri tungu. Arið 1893 leiddist Bertel vistin í Chicago og þótti húsbóndinn heldur vinnuharður, en játaði þó lærdóm hans og dugnað. Stóð þá til hin mikla veraldarsýning í Chicago og segir Bertel í bréfi til mín, að nú sé hann á förum vestur að Kyrrahafi, til að flýja bansetta fordild og hégóma veraldarinnar, er hann daglega horfi á grindahjallana og tyldrið út í Jaekson Park. En hvort hann eða aðrir hafa ráðið því, veit eg ekki, að eg var kjörinn til að mæta á þinginu, sem »Folklorist« — þjóðsagnafræðingur. í Chicago kyntist eg dr. Carusi, en þó bréflega, því sjálfan fann eg hann aldrei; við þekt- umst aðeins af bréfum og myndum. Eg kom upp til hans einn dag þar sem hann bjó í einu turnhúsinu á 17. lofti^ og hugði að hitta hann heima, en sá þar ekkert annað merkilegra en blekbyttu þá, sem Lúther varpaði á móti kölska í Wartburg forðum. Carus gerði gaman að því í hréfi til mín, og þótti ilt að hafa ekki fundið mig, og gat þess sem var, að G-unnlögsen hefði mjög vakið forvitni sína gagnvart eyjunni elds og sögu, er Island héti. hafði og B. G-. birt nokkrar greinar um ísland og bókmentir vorar í Open Court. Æ síðan eftir ferð mína vestur hélt Carus trygð við mig og land vort, og skrifaði eg honum aldrei svo línu að hann ekki svaraði því með mestu mannúð, og nú á eg töluvert safn af völdum bókum frá honum. Dr. Carus andaðist snemma á þessu sumri 67 ára gamall og þau minningarorð, sem hér fara á eftir, hefi eg eftir blaðinu »Dial«, er samið hefir yfirlit yfir æfi Carusar og lýst per- sónu hans, og heitir höfundurinn prófessor Leonard, eftir- maður hins alkunna prófessors William James. Lýsir hann dr. Carusi yfirleitt á þennan hátt: Dr. Carus var hinn drengilegasti maður ásýndum, göfuglyndur og vinfastur og svo mikill fræðimaður, að hann má vel kalla hinn síðasta »polyhistor.« Mátti svo- segja, að hann væri alstaðar heima og jafnvígur á alt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.