Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 20

Skírnir - 01.01.1920, Page 20
14 Dr. Paul Carns. [Skirnir það einnig upprunalega að þakka, að mér voru send gefins tímarit félagsins, og flest hin merkustu heimspekisrit, sem það gaf út á enskri tungu. Arið 1893 leiddist Bertel vistin í Chicago og þótti húsbóndinn heldur vinnuharður, en játaði þó lærdóm hans og dugnað. Stóð þá til hin mikla veraldarsýning í Chicago og segir Bertel í bréfi til mín, að nú sé hann á förum vestur að Kyrrahafi, til að flýja bansetta fordild og hégóma veraldarinnar, er hann daglega horfi á grindahjallana og tyldrið út í Jaekson Park. En hvort hann eða aðrir hafa ráðið því, veit eg ekki, að eg var kjörinn til að mæta á þinginu, sem »Folklorist« — þjóðsagnafræðingur. í Chicago kyntist eg dr. Carusi, en þó bréflega, því sjálfan fann eg hann aldrei; við þekt- umst aðeins af bréfum og myndum. Eg kom upp til hans einn dag þar sem hann bjó í einu turnhúsinu á 17. lofti^ og hugði að hitta hann heima, en sá þar ekkert annað merkilegra en blekbyttu þá, sem Lúther varpaði á móti kölska í Wartburg forðum. Carus gerði gaman að því í hréfi til mín, og þótti ilt að hafa ekki fundið mig, og gat þess sem var, að G-unnlögsen hefði mjög vakið forvitni sína gagnvart eyjunni elds og sögu, er Island héti. hafði og B. G-. birt nokkrar greinar um ísland og bókmentir vorar í Open Court. Æ síðan eftir ferð mína vestur hélt Carus trygð við mig og land vort, og skrifaði eg honum aldrei svo línu að hann ekki svaraði því með mestu mannúð, og nú á eg töluvert safn af völdum bókum frá honum. Dr. Carus andaðist snemma á þessu sumri 67 ára gamall og þau minningarorð, sem hér fara á eftir, hefi eg eftir blaðinu »Dial«, er samið hefir yfirlit yfir æfi Carusar og lýst per- sónu hans, og heitir höfundurinn prófessor Leonard, eftir- maður hins alkunna prófessors William James. Lýsir hann dr. Carusi yfirleitt á þennan hátt: Dr. Carus var hinn drengilegasti maður ásýndum, göfuglyndur og vinfastur og svo mikill fræðimaður, að hann má vel kalla hinn síðasta »polyhistor.« Mátti svo- segja, að hann væri alstaðar heima og jafnvígur á alt.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.