Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 12

Skírnir - 01.01.1920, Side 12
■6 Jóhann Sigurjónsson. [Skírnir mig og játaði að eg væri hrædd. Eg lítillækkaði mig svo mikið, að eg ætlaði að láta mér nægja með vesæla með- aumkun, hún var þó ef til vill endurskin af ást þinni. En þú áttir enga meðaumkun. Þú settist aftur af þeirri einu ástæðu, að þú varst hræddur um að giata sálu þinni«. Hefir Halla rétt fyrir sér, er ást Eyvindar sloknuð? »Eg elska þig og hefi altaf elskað þig«, segir hann. »Þegar eg er að heiman, þó ekki sé nema einn dag, þá hlakka eg til að sjá þig. Eg þrái rödd þina eins sárt og eg þrái lækjarnið, þegar eg er að deyja úr þorsta. Altaf, þegar eg or á veiðum og verð fyrir einhverju happi, hvarflar hugurinn til þín. Þegar eg hugsa um, hvað þú verðir glöð, gleymi eg þreytunni«. En hún trúir honum ekki, sendir hann út í viðarkofann að sækja sprek i eldinn og á meðan kastar hún sér út í fönnina og lætur bylinn breiða yfir sig. Ast Höllu er allur heimur hennar, það eina sem fyllir hug hennar og líf. Hugsanir Eyvindar um dómarann mikla vekjá afbrýðisemi hennar, hún þolfr ekki að sál hans rúmi neitt annað en ástina til sín. Skáldið hefir hér með afli og snild sýnt eilífar andstæður í ástarlífi karls og konu. Þátturinn er bygður af óskeikulli list og sýnir djúpt innsýni í mannlega sál. III. Það, sem hrífur í G-aldra-Lofti, er ekki hið dul- ræna efni leiksins, heldur ástarsaga hans. Skáldinu hefir orðið lítið úr galdramanninum, hann hefir búið hann nokkr- um vísdómslegum orðum, nokkrum einkennilegum óskum og hugmyndum, sumt er fallegt eða hugnæmt, sumt er úr sögunni, annað úr nútímadulspeki. En galdramaðurinn Loftur nær engum tökum á manni, hann er allur í brot- um. Hann segist vilja »beizla myrkrið«, þetta nær hvorki hjarta eða hugsun nokkurs manns. Beizla myrkrið ? Ahorf- andanum finst koma þoka inn á leiksviðið. Leikurinn stendur og fellur með iýsingunni á ástum Lofts, og hún er sönn, mannleg og víða hrífandi.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.