Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 19

Skírnir - 01.01.1920, Side 19
Dr. Paul Carus. Eftir Matth.’Jochumsson. Af ræktarskyldu við þennan nýlátna fræðimanna- skörung og fjölvitring, vildi eg biðja yður, herra ritstjóri, að ljá mér rúm fyrir litla grein. Tildrög viðkynningar minnar við þann mikla mann voru þau, að eg kyntist við vin minn, Bertel sál. Grunn- lögsen í Lundúnum árið 1876. (Hefi eg annarstaðar drep- ið á viðkynningu mína við Gunnlögsen). Þetta sama ár fluttist dr. Carus til Chicagoborgar. Hann var sonur erkibiskupsins í Prússaveldi, var orðinn kennari í heimspeki í Dresden og doktor frá hinum fræga Tubingenháskóla, en þótti heldur frjálslyndur og misti embætti sitt. Hefir Carus sjálfur sagt svo frá, að sú eld- faun hafi verið heit, er hann þóttist sjá að trúfræði föður hans og landsmanna var svo úr sér gengin, að hann örvænti þess,að hún væri lengur fær um að vera þungamiðja mannkyns- tnenningarinnar. í Chicago mægðist hann við auðmanninn Hegeler, er var merkismaður og lærður vel. En er hann hafði kvongast einkadóttur hans Mariu, og fengið auð i hend- Ur. sýndi hann brátt hvað í honum bjó og stofnaði fé- lagið Open Court Publishing Co. til útbreiðslu þýðverskr- ar menningar og bóka. Kaus hann sér brátt menn að sínu skapi að sjá um Þýðingar, prentun og útgáfur allskonar þýzkra fræðibóka. Einn af hans ritdómendum um þær mundir varð Bertel H. Gunnlögsen, er lengi skrifaði sig með grískum stöfum »Grulu«, og leið ekki á löngu áður en hann kom mér í íélagið og í kynni við dr. Carus skriflega. Honum var

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.