Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 25

Skírnir - 01.01.1920, Page 25
Hvenær er Jón Arason fæddur? Eftir Kl. Jónsson. Það hefir oft flogið í huga. minn, að það væri merki- legt, hve skjótan framgang Jón biskup Arason fékk, þótt lærdómur hans væri talinn fremur lítill. Það er alment talið, að hann hafl verið fæddur árið 14841) og hafi vígzt ^4 ára til Helgastaða, verið þareittár og fengið síðan Hrafna- Sdsprestakall. Hann fór þannig eftir eins árs veru í rýru brauði í eitthvert hið hezta og notalegasta prestakall norð- anlands. A því er nú alls enginn vafl að hann var árið 1508 orðinn prestur á Hrafnagili2), — eftir þvi hefir hann fengið Helgastaði 1507, og verið aðeins 23 ára er hann Vlgðist þangað, en ekki 24 eins og í æfisögum hans slendur. — Árið eftir, 1509, er hann orðinn prófastur og altnennilegur dómari í Eyjafirði. Árið 1514, þá rétt þrí- tugur, ef fæðingarárið er rétt, er hann orðinn ráðsmaður Hóladómkirkju3), sem var bæði veglegt og vandasamt starf, er haefði rosknutn og ráðnum mönnum. Þetta var þann- !g bæði skjótur og mikill frami, sem mig hefir oft furðað a> án þess þó að reyna að gera mér nánari grein fyrir bonum Eg hefi álitið, að þessi hans skjóta upphefð væri ab þakka hans mikla andlega atgjörfi, þeim ágætu and- legu hæfilegleikum, sem hann alveg vafalaust hefir verið gæddur, og hið sama ímynda eg mér, að hafi vakað fyrir ‘) Biskapas. Bókm.fél. II, bls. 317, 325 og 838. ') Páll £. Ólason: Menn og mentir, bls. 28. 8) Bornbréfasafn VIII. nr. 418 bls. 545 og Páll E. Ólason, 1. bls. 29. 2*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.