Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 27

Skírnir - 01.01.1920, Page 27
Skírnir) Hvenær er Jón Arason fæddnr? 21 Munbaþverár. Á sömu 'síðu rétt áður er þess getið, að' Einar ábóti hafi sagt stundum við drenginn Jón Arason: »hvernig sem fer, þá segir mér svo hugur um, að þú,. frændi, munir verða meiri mér«. Þótt Jón hafi vafalaust snemma verið skýr drengur, þá er það nær óhugsandi, að þrévett barn hafi þegar verið farið að sýna svo mikið andlegt atgerfi, að ábótinn hefði getað látið sér slík orð úm munn fara. öll frásögnin um bæði þessi atriði, eiga auðsjáanlega við talsvert eldra barn, 10—12 ára gamalt, eða varla yngra en 7—8 ára. Þetta styrkist eigi alllítið við það, sem segir á öðrum stað í æfisögu Jóns, er Odd- ur biskup lét uppteikna:1) »eftir það fór hann (Jón Ara- 8on) til Hóla til biskups Gottskálks, því ábóti Einar lagði tonum gott til, o g hann hafði látið kenna hon- um hjá sér í hans uppvexti«. Þetta tekur að mínu áliti öll tvimæli af um það, að Jón hefir hlotið að vera eldri en þrévetur, þegar Einar ábóti dó. Börn á þeim aldri eru nú, hvað þá heldur þá, aldrei farin að ffera neitt. en að Einar ábóti hafi látið kenna honum, er eugin ástæða til að rengja, því þess er víðar getið, held- ur ekki hitt, að hann hafi lagt Jóni gott til, en þessi um- naæli eiga við ungmenni á sama aldri og fyr er getið, við 10-12 ára gamla unglinga, eða jafnvel enn eldri Að hér Se um Einar ábóta ísleifeson að ræða, er alveg vafalaust; liann jer nefndur fullu nafni nokkrum iínum áður: Einar Eönidiktsson sem varð ábóti á Munkaþverá 1494 eða 95 Setur það ekki verið, því hann er hvergi nefndur í sam- bandi við Jón biskup í æsku hans. í þessari síðarnefndu æfisögu er Jón biskup tvisvar talinn fæddur árið 1484, og virðist því kenna einhverrar missagnar í henni, og verð- ur. drepið lítið eitt nánar á það síðar. í fyrnefndu sög- unni er fæðingarárið hvergi nefnt, og er þar því ekki um neina mótsögn að ræða, eða þarf ekki að vera. 2. í Fornbréfasafni íslands, þessari ótæmandi lind um allan hag landsins, menn og málefni á þeim tímum ') Biskupas. II, bls. 326.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.