Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 40

Skírnir - 01.01.1920, Side 40
34 Elias Lönnrot og Kalevala. [SkÍJnir ann til að vera honum stuðningsmaður og hjálpari til að ná þeirri ákvörðun. Þar kom þá líka tveim árum síðar að lagt var af stað með sveininn á nýjan leik til að leita honum lærdómsframa. Var nú haldið til Ábo. Þar vildi Hinrik Jóhann nú reyna að útvega Elíasi litla skólavist. En illa ætlaði það að ganga. Skólameistaranum, sem þeir leituðu til, þótti Elías litli of fákunnandi i sænskunni til að taka við honum. Fyrir þrábeiðni bróðurins lét hann þó um síðir tilleiðast að heimila Elíasi skólavist til reynslu. Ekki fékk skólameistarinn ástæðu til að iðrast þeirrar undanlátssemi. Elias gerðist sem sé brátt ágætur náms- maður, varð fyrirmynd annara að ástundunarsemi og gleypti í sig latínuna, en þar var sú námsgreinin, sem mest var undir komið í þá daga. En efnahagurinn varð hér sem fyrri þröskuldurinn erfiðasti. Sulturinn var ekki þyngsta þrautin. Við hann hafði Elías glímt fyr. Hitt var lakara, að geta ekki aflað sér nauðsynlegra bóka. Hann reyndi það lagið, að lána bækurnar hjá félögum sínum meðan þeir mötuðust. Sat Elías þá einatt úti á tröppunum og las lexíur sínar í óða önn á meðan þeir sátu að snæðingi inni, til þess að geta skilað bókunum jafnskjótt og þeir höfðu matast. En slíkt gat sizt nægt til lengdar. Svo sem vikadrengur stúdentafélags eins gat hann unnið sér inn fáeina skiidinga á dag. Bróðir hans reitti sig inn að skyrtunni til að hjálpa honurn og kona hans, því að Henrik Jóhann hafði kvænst um þessar mundir, seldi jafnvel giftingarhring sinn til að geta stutt Elías við námið. En alt þetta hrökk ærið skamt. Það var líkast þvi, sem alt hefði svarið sig saman, til að’ hamla því, að Elías gæti haldið áfram bóknámi. Elíasi var þetta hin þyngsta raun, en hann var þó jafnframt staðráðinn í að gefaBt ekki upp fyr en í fulla hnefana. Eitt sumarið tók hann jafnvel það ráð að »ganga djákna- gang« þ. e. syngja fyrir dyrum bænda heima í sveit sinni til að afla sér fjár. Gáfust honum með þeim hætti 6 tunnur korns, og með þeim gat hann haldið áfram námi þriðja veturinn. En áður en sá vetur var á enda runn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.