Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 41

Skírnir - 01.01.1920, Side 41
Skírnir] Elías Lönnrot og Kalevala. 35 inn, svarf skorturinn svo að hinum unga námsmanni, að bann sá sér enga leið til að halda áfram með sama hætti og hingað til. Bauðst“honum þá vist í lyfjabúð í Tavastehus sem lyfjafræðinema og réðst hann þangað með fram í þeirri von, að með því kynni sér ef til vill að opnast einhver leið til' að ná hinu mjög þráða takmarki sínu. Hér brauzt þá loks einnig gæfusólin gegnum skýja- sortann, sem verið hafði til þessa yfir lífsbraut Elíasar. Starfstíminn í lyfjabúðinni var að vísu langur á hverjum degi 0g frístundir af skornum skamti, en þær mátti drýgja með því að stytta svefntímann á nóttunni, og með þeim hfetti fá næði til að halda við þegar fenginni skólakunn- áttu og ef til vill auka hana. í Tavastehus var latínu- skóli. Hélt Elías spurnum fyrir um hvað liði námi þeirra kerisveina, sem á hans námsreki voru, fékk að vita á hverjum degi hvað þeim hefði verið sett fyrir til næsta dags og reyndi nú með heimalestri, á kveldin og fram eftir nóttu, að verða þeim sem mest samferða. Lánaðist Þetta svo vel, að hann komst brátt fram úr þeim, sér- staklega í latínunni, en til þess að ná sem traustustum tökum á henni, lærði hann að mestu utanbókar allstóra latnesk-sænska orðabók eftir Sjögren! Sýnir þetta elju Eiiasar og mikla kappsmuni. En latínukunnátta hans ^arð honum þá lika til mikillar blessunar, því að hún aflaði honum samúðar og aðdáunar læknis eins þar í bæn- Urn, sem oft átti erindi i lyfjabúðina. Hafði hann einatt gamni sínu lagt spurningar á latínu fyrir lyfjafræði- nemana og þeim orðið erfitt um svör, öllum nema hinum yogsta þeirra, Elíasi, sem aldrei varð svarafátt. Þóttist læknirinn sjá að meira en litið byggi í hinum unga manni °S að hann mundi til einhvers meira starfs ákvarðaður,. en að búa til lyfjaber og binda yfir meðalaglös. Gekst læknirinn fyrir því, að Elias fékk sig leystan frá samn- iQg sínum við lyfsalann (en hann hafði verið bundinn við 5 ára dvöl í lyfjabúðinni) og studdi hann til að ljúka námi sínu. í okt. 1822, rann svo upp sá langþráði dagur á æfit 3*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.