Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 44

Skírnir - 01.01.1920, Page 44
38 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skírnir sem svo sjaldan bar að garðif mentaða ferðamenn, og ávinna sér traust þeirra, klæddist Lönnrot til ferðarinnar finskum bóndabúningi og kom í öllu fram sem óbreyttur alþýðumaður. Kvaðst hann vera bóndason austan úr Kyrjálalandi, er væri á leið heim til ættingja sinna í kynnisferð. G-at þeim, er ekki þektu manninn, sízt ann- að til hugar komið en að svo væri sem hann sagði, er hinn lærði magister — en það var hann orðinn þá — barði að dyrum í bóndabúningi sínum með malpoka sinn á bakinu, byssuna við öxl, stafinn í hendi, létta gönguskó á fótum og stnttu reykjarpípuna sína i öðru munnvikinu. Honum var þá líka víðast vel tekið. Þræddi hann í þess- ari ferð sinni þær bygðir, þar sem helzt var að vænta þess, að hann rækist á kvæðamenn (runolainer). En þeirra vegna var ferðin farin: að skrifa upp eftir þeim. Varð Lönnrot allmikið ágengt í þessari fyrstu ferð sinni. En umfram alt sannfærðist hann um, að enn lifðu í minni finskrar alþýðu gnóttir hinna einkennilegustu söngva, fornra og nýrra, sem nauðsyn bæri til að færa í letur, svo að þær ekki glötuðust ókomnum tímum og kyn- slóðum. Jafnframt sannfærðist hann um, að afarmargt væri sérkennilegt í fari alþýðunnar, sem verðskuldaði, að því væri meiri gaumur gefinn, daglegum siðum hennar, lifnaðar- háttum og lífsvenjum, slíku ljósi sem með því væri brugð- ið yfir hugsana- og hugmyndalíf þessara barna eyðiskóg- anna miklu bæði í nútíð og á löngu liðnum tímum. Og þess þóttist hann og vís verða, að hér væri meira en nóg æfistarf einum manni, enda var hann nú staðráð- inn í að helga sig þvi og leggja með því sinn skerf til endurvakningar finskrar menningar. Þó komst hann ekki til Kyrjálalands í þessari fyrstu ferð sinni og þótti honum það miður. En öllum vinum þjóðlegra finskra fræða í Helsingfors fanst mikið til um, er þeir urðu þess vísari, hve mikið honum hafði ágengt orðið í ferðinni, þótt ékki hefði hann komist svo langt sem áformað var. Bjó hann nú til prentunar kvæði þau, sem honum höfðu safnast í þessari fyrstu ferð hans, og gaf þau út í nokkrum heftum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.