Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 51

Skírnir - 01.01.1920, Side 51
^SkírnirJ Ritfregnir. 45 Annar þáttur verzlunarhættirnir, er miklu meiri kluti bókarinnar (bls. 259—616). Er þar saman kominn feikna mikill og margvíslegur fróðleikur um ástandið hór á landi um þess- ar rnundir. Þó að þátturinn só aðallega lýsing á verzlunarháttun- um yfirleitt, er þar krökt af frásögnum, er snerta einstaka menn og aórstök bygðarlög eða kaupstaði. Koma þær að líkum notum og myndir, til að gera lýsingarnar á ástandinu öllu saman skýrari og átakanlegri. Það er auðsætt, eins og höf. minnist á í formálanum, að það hefir ekki verið lítill vandi að skipa svo niður öllu þessu efni, að vel færi á. Ekki get eg þó betur sóð en að það hafi tekist prýði- lega. Efnið er svo vaxið, sagan sjálf, að ekki er unt að komaat tjá endurtekningum. Sagan endurtekst hvað eftir annað: Sömu ttúsfellurnar, vandræðin, kærurnar o. s. frv. En svo er með efnið farið, að endurtekningarnar urðu mór ekki til leiðinda, þó að eg læsi bókina alla í stryklotu, og svo er því niður skipað, að mór finst auðvelt að fletta upp í bókinni, til að leita fræðslu um ein- stök atriði. Til þess hjálpar og ágætlega registur aftan við bókina yfir nöfn manna, staða og hluta. Þættinum er skift í 10 kafla, og kann eg eigi betra ráð til gefa hugmynd um efnið í stuttu máli en að setja hór fyrir- sagnir þeirra: E Hafnirnar og kaupsviðin. 2. Yerzlunarhúsin og verzlunarþjónarnir. 3. Skipastóllinn og skipshafnirnar. Farþegaflutningur og flutn- ingshlunnindi. 4. Kaupstefnur og kaupsetningar. 5. Mynt, alin, vog og mælir. Gilding. Skuldaskifti. 6- Útlenzkur varningur. 7. íslenzkur varningur. 3- Yiðskifti einokunarkaupmanna og íslendinga. 9- Innanlandsverzlun. 10. Launverzlun. Þar sem getið er ferjustaða á stórvötnum, er það lítils háttar ónákvæmni, að Tunga og Spóastaðir eru taldir ferjustaðir við Öl- fusá, en eru við Sogið og Brúará, sem í hana falla. Þegar lokið er öðrum þætti, kemur niðurlag (bls. 619 — 658). Er þar litið yfir einokunina frá sjónarmiði beggja aðilja og umbótaviðleitnina, sem endar með því að verzlunin er gefin frjáls 'við alla þegna Danakonungs. Og að lyktum eru nokkur fylgl-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.