Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 56

Skírnir - 01.01.1920, Page 56
50 Ritfregnir. [Skírnir fjáraflamaSur, þó að höf. hefði að eins getið þess í stuttu máli og að öðru leyti vísað til heimilda neðanmáls um þetta jarðabrask. Með því að taka það alt saman upp í meginmálið, hefir hann gert ritið staglsamara en þörf var á, án þess þó að auka vísindalegt gildi þess að nokkrum mun. Svipuðu máli er að gegna um VIII. kap., er segir frá biskupgstjórn Jóns Arasonar og veraidarvöldum. Hann er óþarflega breiður og staglsamur, en leiðir þó fátt eða ekkert nýtt f ljós. Hefði að iíkindum farið miklu betur á, að steypa þessum tveim köflum saman, draga f eitt merginn málsins úr þeim báðum og styðja það síðan með rækilegum tilvitnunum' neðamnáls. Anuar annmarki á ritinu, sem á þó að nokkru leyti skylt við þennan, er sá, að höf. slítur stundum efnið í sundur að óþörfu og heldur eigi nógu fast utan að því í þeim köflum, sem það á helzt heima í. Hefir hann þó auðsjáanlega ætlast til þess, að hver kapftuli væri sem mest samkynja að efni og eins konar heild út af fyrir sig, enda þykir jafnan fara bezt á þvf, að svo só, að svo miklu leyti sem unt er. En sumstaðar hefir brugðið út af þessu hjá höf., og mætti þar sórstaklega taka dæmi af Teitsmálum. —• Höf. seglr frá þeim meira og minna á fjórum stöðum f bókinni og gerir með því frásögnina miklu slitróttari, ruglingslegrl og óað- gengilegri en ástæða var tit. Fyrst segir hann frá aðdraganda þeirra og upptökum f II. kap. á bls. 32—39 saman með óskyldu efni, sem só deilum Jóns við Ogmund biskup út af Hólastól og biskupskosningu nyrðra. Það er að vísu svo, að upptök þeirra mála voru um líkt leyti, en það gefur enga ástæðu til að slíta þetta efni út úr samba.idi við V. kap., þar sem sagt er frá fram- haldi Teitsmála og öðru skyldu efni, þvf þar átti það róttilega heima og hefði orðið til þess að gera frásögnina alla skýrari og heildarlegri. Þá er enn glefsa úr Teitsmálum í VI. kap. á bls. 112, sem betur ætti við, þar sem sagt er frá lyktum þeirra í VII- kap., bls. 155—171. Annað dæmi þessu lfkt er það, hvernig höf. í III. kap. bls. 59—61 slftur að óþörfu þjark þeirra Ögmundar biskups og sr. Jóns Einarssonar um Oddastað út úr sambandi við önnur viðskifti þeirra, er hann segir frá f IX. kap. bls. 207—212, þar sem það virðist eftir atvikum eiga betur heima. Höf. hefir dregið mikinn fróðleik saman í riti sínu og tekist að mörgu leyti prýðisvel að brjóta hann til mergjar og leiða með því tímabil það, er hann fjallar um, sem ljósast fram fyrir sjónir vorar. Þannig gerir hann í IV. kap., bls. 64—74 grein fyrir eign-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.