Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 59

Skírnir - 01.01.1920, Page 59
Skirnir] Ritfregnir. 53 Einar H. Kvaran: Trú og sannaoir. Hugleiðingar um ei- Kfðarmáiin. Reykjavík. Útgefandi Þorateinn Gísiason. 1919. Fyrsta ritgerðin í bókinni heitir »Trú og sannanir« og birtist í Skírni 1905. Önnur, »Máttur rnannsandans«, er þrjú erindi fiutt i Reykjavík 1909 og er um hugsanaflutning, fjarskynjan, lækningu líkamlegra meina með andlegum áhrifum og um huglækningar. Þriðja ei »Draumar«, alþýðuerindi prentað í Skírni 1914, Fjórða heitir »Dularfylsta fyrirbrigðið«, erindi flutt í Reykjavík 1915, og er um fyrirboða alment og sórstaklega fyrirboða úr lífi W. T. Steads. Fimta heitir »Mikilvægasta málið í heimi«, erindi flutt víðsvegar 1918, og er um kenningar spíritismans. Sjötta, »Sálarrannsókuar- fólag íslands«, inngangsræða á stofnfundi þess 19. des. 1918. Sjö- unda »Um sannanir«, erindi á janúarfundi S. R. F. í. 1919, um sannanir fyrir öðrum ósýnilegum heimi. Áttunda og síðasta er er- "óndi flutt í S. R. F. í. 8. maí 1919, »Spiritisminn og kirkjan«. Yarla þarf að taka það fram, að öll þessi erindi bera vanaleg uaerki um ritsnild höfundarins og brennandi áhuga á viðfangsefn- inu. En allmikill munur þykir mór á fyrstu fjórum erindunum og hinum síðari. Höf. er sér munarins sjálfur meðvitandi, því að hann 8egir í formálanum: »Eg geri ráð fyrir að menn veiti því eftir- tekt, að vitnisburður minn um árangur sálarraunsóknanna er ákveðn- ari í síðari hluta þessarar bókar eu í fyrri hlutanum«. í fyrri hlutanum hefir höf. að jafnaði þá aðferð, að lýsa fyrirbrigðunum, draga fram vel valin dæmi, benda á skýringatilraunirnar og vekja lesandann til sjálfstæðrar íhugunar á úrlausnarefnunum. Sama á að nokkru leyti við um erindið »Um sannanir«. Alstaðar þar sem þessari aðferð er haldið, las eg með mikiili ánægju, og eg vildi óska að höf. hefði gert sömu skil þeim fyrirbrigðum er sérstaklega virðast betida á annað líf. Mikið er satt í því, að heild fyrirbrigð- anna kemur ekki síður til greina en hvert einstakt dæmi út af fyrlr B1g, en heildin gagnar því að eins, að eitthvað só að græða á hverju emstöku atriði hennar. Heildiu verður því að eins sönnunargagn, að þar komi fram, hvernig eitt dæmið hjálpar til þar sem annað brestur. Og þó að ekki só hægt í stuttum erindum að gera grein tyrir öllu því, sem benda virðist á anuað líf og hvernig það styður hvað annað, þá mundi eflaust mega koma þar að nógu mörgum eamvöldum dæmum til þess að sýna, hvers eðlis sönnunargögnin eru 1 þessu máli og hver er styrkur þeírra. Fg get ekki neitað því, að mór varð undarlega þungt um and- ardráttinn meðan eg var að lesa »Mikilvægasta málið í heimi«. Eg

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.