Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 63

Skírnir - 01.01.1920, Page 63
SkirnirJ Ritfregnir. 57. ulleiks þeirra, sem sambandiö er viS hinumegin. Yór erum þá búnir að kasta vísindakuflinum og lifum í trú en ekki í skoSun. Slíkt tel eg hverjum manni frjálst, að því er til sjálfs hans kemur. En eg tel hitt jafnfrjálst, aS krefjast annarar prófunar, áSur en þetta neyzlumeSal verður bannfært, svo að eg haldi mér dæmið, er eg tók. Eg mundi vilja láta beztu vísindamenn bérna megin prófa svo vandlega sem unt er áhrif þessa neyzlumeð- als á andlega og líkamlega heilbrigði manna. Reynist það holt og atyrkjandi fyrir andlega og líkamlega heilbrigSi manna hór, þá tel eg sjálfsagt að halda áfram að neyta þess, hvað sem þeir segja hinumegin, því að eg tiúi því ekki fyr en eg tek á, að það, sem skilar mér andlega heilbrigðuni á lífsins land, geti reynst mór skað- i®gt þar, eða mundi sjálf andleg heilbrigðin vera þar skaðleg? Eg hefi tekið þetta dæmi af því að það er svo einfait, en líkt er um hin önnur siðferðisatriðin. Siðfræðin er í mínum augum, eða ætti &S minsta kosti að vera, andieg heilbrigðisfræði. Að róttlæti, sann- leiksást og kærleikur hafi gildi í þessu lífi, sannast af álirifum þeirra á andlega heilbrigði manna og þroska. Að breytni manna er oft því lík sem þeir teldu þetta ait einskisvirði, kemui ekki af því að þeir viti ekki betur, heldur miklu fremur af því, að þeir tafa ekki -verið tamdir við það frá blautu barnsbeini, að prófa þess- dygðir í lífi sínu og meta áhrif þeirra. Og eg efast um að þær verði meiri kraftur í lífi sumra manna fyrir það eitt, að vfst væri aS þær giltu líka í öðru lífi, eða hví mundi sá, er veit að breytni hans í dag hefir illar afieiðingar á morgun og heldur áfram engu aS síður — hví mundi hann hirða meira um afleiðingarnar í oðru lífi, þó hann ætti þær vísar? Bendingar frá öðrum heimi gæti ef- laust oft orðið til að vekja menn til prófunar á hlutum, sem þeir hefðu ekki nægilega vel athugað. En til þess mun oss gefin skyn- eemin, að vór prófum alt og höldum því, sem gott er. ÁSur var eu stefna ríkjandi í uppeldismálum, að miða alla meðferð barna við fullorðinsárin. Nú er það af mörgum kölluö kerlingarvilla. Svo er Rousseau fyrir að þakka, að flestir viðurkenna uú að barnsald- urinn eigi h'ka sinn rétt á sér, og að sá verði að öðru jöfnu bezt þroskaður á fullorðins aldri, er bezt fekk þörfum barnsins fulinægt. Mundi ekki vera líkt um æfina »í þvísa Ijósi og öðru?« Skyldi þeim ekki farnast bezt i öðru lífi, sem bezt gæta andlegrar heilbrigði sinnar hór, »að beztu manna yfirsýn«? Á það þori eg vel aö hætta fyrir sjálfan mig. En ráði aðrir hvað þeir gera. Þessar athugasemair eru áður en eg veit af orðnar langt mál,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.