Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 65

Skírnir - 01.01.1920, Page 65
-Skirnir] Ritfregnir. 59 fróðlegt fyrir þá er skilja vilja skáldin til hlítar, svo sem bók- mentafræðinga. Heildarútgáfur spara slíkum mönnum mikið erfiðl, er .þeir að öðrum kosti mundu hafa við að leita af sór grun á handritasöfnum, því að meðan ekki er alt gefið út, sem eft'r skáld- ið liggur, þá þykist enginn öruggur um, að ekki leyniat eitthvað eft>r, sem þó væri vert að athuga. Þar trúir hver sjálfum sór bezt, Þetta eru kostirnir. Ókosturlnn er sá, að miklu meira þarf tyrir að hafa að finna það, sem bezt er eftir skáldið innan um alt sem lakara er, og því hættara við, að höfðingjabragurinn óyljist sýn. Þess vegna ætti af hverju góðskáldi einnig að gefa út úrval, þar sem að eins só tekið það, sem heflr varanlegt bókmenta- gildi og s/nir skáldið í brúðkaupsklæðum. — Útgáfa sú, er hór ræðir um, hefir þá kosti og lesti, er eg nú gat um, að heildarútgáfum fylgi. Áður var, svo sem kunnugt er, til gott úrval af kvæðum Hjálmars, er Hannes Hafstein hafði gert. það var fyrir löngu orðið ófáanlegt og þvf fuli þörf á nýrri utgáfu af ljóðum skáldsins. í þessari útgáfu eru ýms ágæt kvæði, sem ekki voru í úrvalinu, og sýna sum þeirra hliðar á kveðskap Hjálmars, er eigi komu þar eins skýrt fram. Mundu þau ein nægja til að margur vildi eignast bókina. Það eykur og stórum g'idi hennar, að framan við er prýðilega ritað æfiágrip og lýsing Hjálmars eftir Dr. Jón Þorkelssou. Eru þar dregin fram beztu g°gn, sem fyrir hendi eru, til að gera sór sem ljósasta mynd af Hjálmari, og ýmislegt leiðrótt, er áður var rangt haft, svo sem um fieðingardag og dánardægur skáldsius. Telur Dr. Jón fæðingardag bans Mikkjálsmessu, 24. fimtudag í sumri, hinn 29. september 1796, en dánardægur 25. júlí 1875. Þá er og Hjálmar hór í fyrsta srnni ættfærður, svo að skiljanlegt verður, hvaðan honum kom sú !>>n mikla andans atgjörvi, er hver maður hlýtur að dást að. Dreg- ur Dr. Jón fyrst rammar líkur að því, að Hjálmar hafi verið rótt feðraður og sonur Jóns Benediktssonar, þrátt fyrir kvæðið um >Getnaðarhreppinn«, og sýnir því næst, hvernig að honum standa í föðurætt »á báðar hendur ættbálkar gáfaðra, lærðra og mikilhæfra nsanna á 17. og 18. öld«, er sumir voru merkustu Bkáld sinnar tíð- arj og að móðir hans var líka vel ættuð. »Heyrði eg geyja glópskan mann, sig gildi slíkt að einu, en aldrei dúfau koma kann úr krumma eggi neinu«, kvað Hjálmar, og sannast það enn á honum sjálfum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.