Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 28
réttinum (Samkvæmt 139. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir gilda björgunarreglur sjóréttar um björgun á loftfari, farangri og varningi, sem í því er). Þeir, sem bjarga, eiga lögákveðinn rétt til björgunarlauna, þó að þeir grípi til björgunaraðgerða að eigin frumkvæði. Stundum eiga þeir jafnvel kröfu til björgunarlauna, þótt skipstjóri hins nauðstadda skips banni þeim að aðhafast nokkuð í þessu skyni. Krafa um björgunar- laun er tryggð með sjóveðrétti í hinum björguðu munum. Aðalágreiningsefnið í flestum björgunarmálum er það, hvort skip hafi verið statt í neyð. Almennt er talið að um neyð sé ekki að ræða, nema skip sé í yfirvofandi hættu og viðbúið sé að það farist eða verði fyrir verulegum skemmdum, ef utanaðkomandi hjálp berst ekki. Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi, stofnast ekki réttur til björgunarlauna. Hjálparmenn eiga þá aðeins rétt á þóknun fyrir „aðstoð“. Þóknun fyrir aðstoð á aðeins að vera hæfilegt gjald fyrir vinnu þá, er aðstoðar- menn láta í té. Það skiptir þess vegna miklu, hvort hjálp telst aðstoð eða björgun. Hitt er annað mál, að dómstólar ákveða jafnan þóknun fyrir aðstoð mjög ríflega. Algengustu björgunartilvik hér við land munu vera þau, að dregin eru til hafnar skip, sem ekki eru gangfær vegna vélarbilunar eða þess að veiðarfæri hafa festst í skrúfu. önnur atvik geta og komið til, t.d. það að draga strandað skip af grunni, slökkva eld í brennandi skipi og dæla sjó úr leku skipi. Oftast er það skip, sem bjargar. Björgunarlaun skiptast þá milli út- gerðarmanns skipsins, sem bjai'gaði, og áhafnar þess eftir reglum 203. gr. siglingalaga. Er sú grein að nokkru ófrávíkjanleg. Sérreglur eru um skiptingu björgunarlauna þegar skip Landhelgisgæslunnar bjarga, sjá lög nr. 25/1967. 1 202. gr. siglingalaga eru tvær reglur um ógildingu björgunarsamn- inga. Byggist önnur þeirra á líkum sjónarmiðum og reglur um ógild- ingu samninga vegna misneytingar, en hin veitir dómara rétt til að ógilda björgunarsamning eða breyta honum, ef telja verður, að um- samin björgunarlaun séu bersýnilega ósanngjörn að tiltölu við hjálp þá, sem veitt var. Björgunarreglur siglingalaga gilda ekki um hjálp, er skip, sem vá- tryggð eru samkvæmt lögum um bátaábyrgðarfélög eða af Samábyrgð Islands á fiskiskipum eða skip, sem ríkisstofnanir eða ríkissjóður gera út eða sjá um útgerð á, sjá lög nr. 18/1976. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.