Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 31
Fundurinn í Sao Paulo Forseti samtakanna setti fundinn og drap á nokkur atriði, sem samtökin hefðu látið til sín taka. Kvað hann ályktanir frá fyrri fund- um hafa verið sendar ríkisstjórnum og hefðu samtökin haft forustu um eða bein eða óbein áhrif á að þróa og bæta alþjóðalög eða löggjöf, sem snerta samskipti þjóða. Ráðstefnan stóð sem fyrr segir í 6 daga og fóru umræður jafnan fram í fjórum fundarsölum í hinu mikla gistihúsi Sao Paulo Hilton frá kl. 10-12 og kl. 16-19. Dagskráin og umræðurnar snerust um alþjóðalög og lög, er varða samskipti þjóða, mannréttindi og möguleika til aukins skilnings og samstarfs þjóða á milli. Hitnaði mönnum stundum mjög í hamsi, eink- um lögmönnum frá fátækari þjóðum heims, og voru sumir menn þung- orðir í garð hinna auðugu stórvelda. Málefni Alþjóðadómstólsins ekki á dagskrá Illu heilli barst mér ekki dagskrá fundarins í hendur fyrr en rétt áður en ég hélt af stað áleiðis til fundarstaðarins, en leið mín lá um New York. Þar átti ég að fá afhentar tilvísanir um allt ferðalagið, gist- ingu o.fl. Það urðu mér nokkur vonbrigði, að á dágskrá ráðstefnunnar skyldi ekki að þessu sinni vera varið neinum tíma til þess að fjalla um Alþjóðadómstólinn í Haag, störf hans, skipulag og framtíð, en einmitt störf þeirrar merku alþjóðastofnunar og löggjöf um hana hafa verið fastur liður á dagskrám funda þessara samtaka. Enn situr fast í huga mér, hversu miður fór á sínum tíma, að við íslendingar einir Norðurlandaþjóða skyldum ekki treystast til þess að reka mál okkar út af útfærslu landhelginnar fyrir Alþjóðadómstólnum og vinna það, eins og efni og rök stóðu til og bent var á í erindum í útvarpinu á sínum tíma. Enginn mun neita því, að Alþjóðadómstóllinn sé ein helsta von mannkyns um varðveislu friðar í heiminum, ef dómstóllinn fengi að starfa í þeim anda og á þann hátt, sem til var stofnað í upphafi og vera ber. Aukið verksvið Alþjóðadómstólsins Á síðasta þingi alþjóðasamtaka þessara til varðveislu friðar í heim- inum, sem haldinn var í Madrid í ágúst 1979, hafði ég gert að um- talsefni undir dagskrái'lið, sem helgaður var Alþjóðadómstólnum, nauð- syn þess að hann yrði í framtíðinni skipaður lögfræðingum af báðum kynjum jafnt, þannig að í honum sætu alls 18 dómendur í stað 15, 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.