Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 43
handtekins manns til að fá strax skipaðan réttargæslumann. Þessi ákvæði voru sett með lögum nr. 53/1979. Störf réttargæslumanns eru sjaldan umfangsmikil á fyrsta stigi, þótt út af geti brugðið, en þó mjög mikilvæg. Um þóknun réttargæslumanns segir í 2. mgr. 87. gr., en þar er þó aðeins vísað til réttargæslumanns, sem skipaður er eftir tiltekn- um heimildum. Er þetta ákvæði ekki fullljóst. Ég hef talið, að ákvörð- un dómara um þóknun réttargæslumanns sé stjórnvaldsúrskurður, sem skjóta megi til æðra stjórnvalds, en þó megi tiltaka þóknunina í því máli sem eftir fylgir í dómi, en þessu ráði lögmaðurinn. Hinn 1. febrúar 1982 gekk dómur í Hæstarétti í kærumáli, þar sem lögmaður hafi óskað að kæra ákvörðun sakadómara um þóknun fyrir réttargæslu eftir opl. og vísaði lögmaðurinn um kæruheimild í 5. tl. 172. gr. opl. I dómnum segir m.a.: ,,Ef máli verður ekki lokið með dómi, getur dómari ákveðið með úrskurði þóknun verjanda eða réttar- gæslumanns á þann hátt, sem segir í 2. mgr. 87. gr. Dómari ákveður og þóknun verjanda, sem kemur fyrir dóm utan lögsagnarumdæmis, þar sem með aðalmál er farið, sbr. 1. mgr. 143. gr laganna, Ákvörð- unum þessum má skjóta til Hæstaréttar skv. 5. tl. 172. gr. Af gögn- um máls þessa verður ekki séð, að því sé lokið eða að nefnt ákvæði 143. gr. eigi við um það. Verður því ekki talið, að hin kærða ákvörð- un héraðsdóms sæti kæru skv. 5. tl. 172. gr. laganna eða öðrum ákvæð- um þeirra. Ber því að vísa máli þessu frá Hæstarétti“. Þetta virðist þó ekki girða fyrir málskot til stjórnvalds. Ekki koma sömu sjónarmið til greina, þegar ákveða á réttargæslu- laun og lýst hefur verið hér að framan um málsvarnarlaun. Hefur ver- ið talið, að réttargæslulaun ætti að ákveða eftir álitum og miða að öðru jöfnu við þann tíma, sem lögmaður hefur notað til starfans. Er almennt viðurkennt, að þóknunina skuli greiða fljótlega, eftir að starf- anum lýkur, en þurfi ekki að bíða ákæru eða dóms eða ákvörðunar um aðrar málalyktir. Þóknunin hefur yfirleitt ekki verið há, stundum e.t.v. vegna þeirrar skoðunar þess, sem hana ákveður, að lítil þörf hafi verið til að skipa réttargæslumann. Um aðferðir til þess að úr- skurða kostnaðinn verður fjallað á öðrum vettvangi. Réttargæslumaður þarf sjaldan að fást við flókin lögfræðileg efni, og framlag lögmannsins felst í viðveru hans og þeirri þekkingu og getu, sem hver lögmaður hefur á takteinum án undirbúnings. Má því segja, að eðlilegt sé að þóknunin sé miðuð við tímakaup. Er hér um einsdæmi að ræða. Rétt er því í slíku tilviki, að lögmaður geri við- komandi sakadómara grein fyrir þeim tíma, sem hann hefur varið til verksins. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.